Sagnir - 01.06.1993, Side 69
Bára Baldursdóttir
Ekki skaltu láta
galdrakonuna lifa
Af Galdra-Möngu og Galdra-Imbu
Það bar til í Trékyllis-
vík á Ströndum þeg-
ar prestur sá er Þor-
varður hét Magnússon hélt
Ames að þar í kirkjunni
undir tíðagjörð fengu sex eða
sjö konur aðsvif eða öngvit
með froðufalli svo menn urðu
að bera þær allar úr kirkj-
unni; var almennt mælt að
þetta væri af fjölkynngi og
trúðu menn því. Ærsh þessi
voru kennd konu þeirri eða
mey sem Margrét hét Þórð-
ardóttir; sumir segja að hún
væri dóttir Þórðar þess er
talinn var einhver hinn fjöl-
kunnugasti maður á Strönd-
um; átti nú að taka hana og
að líkindum brenna eins og
siður var til um galdramenn,
en hún gat strokið
Þannig hefst þjóðsagan um
Galdra-Möngu, eða Margréti
Þórðardóttur eins og hún hét
réttu nafhi. Eins og viðumefiúð
gefur til kynna, var hún talin
rammgöldrótt og ein farra
kvenna, sem kemur við sögu
galdramála hérlendis á 17. öld.
Hlaut galdra-kvendið makleg
málagjöld, samkvæmt þjóðsög-
unni: „Var hún dæmd grið- og
líflaus og belgur dreginn á höf-
uð henni og hún flutt inn eftir
Snæfjallaströnd og kæfð í foss-
inum í Innri-Skarðsá.”2
Hverfum nú frá munnmæl- Þhr Galdra-Mötigu drekkt eitts og þjoðsagatt segir?
um þjóðsögunnar um stund og
látum hugann reika aftur til
ársins 1655. Þetta tiltekna ár,
yfirgaf ung kona æskuslóðir sín-
ar í Trékyllisvík í Strandasýslu
og hélt sem leið lá vestur í Isa-
fjarðarsýslu. Ferðinni var heitíð á
prestssetrið Stað á Snæfjalla-
strönd. Unga konan hafði ekki
átt sjö dagana sæla undanfarið
ár. Minningar um hörmulega
atburði ásótm hana stöðugt.
Nístandi ótti rak hana áfram í
leit að griðastað, þar sem hún
væri óhult fyrir ofsóknum
sveitunga sinna.
Arið áður hafði fáðir hennar
verið brenndur á báli. Benti nú
allt til þess, að hún yrði næsta
fómarlamb. Þessi ótti reyndist
ekki ástæðulaus, þvi vorið 1656
var hún kærð fyrir galdra og
borin „... fullkomnum galdra-
verkum, mönnum til mein-
semda, sérdeilis nokkrum
kvenpersónum, hvar fyrir
henni er dæmdur löglegur
tylftareiður.“s Var hún þá á bak
og burt úr Trékyllisvík. Segir
sagan, að hún hafi dulist á ýms-
um ónefndum stöðum á flótt-
anum. Þótti hún „mjög slung-
in og séð”4 og fekk þvi viður-
nefnið Galdra-Manga.
Brynjólfúr biskup vísiteraði
Vestfirði í ágústmánuði sama ár
og Margrét var kærð. Þótti
honum nóg um galdrafarið í
Trékyllisvík, ef marka má
SAGNIR 67