Sagnir - 01.06.1993, Page 77
Helgi Þorláksson
Mannfræðinytj ar
Hvernig nýtist mannfræði við sagnfi'æðirannsóknir?
Eru sagnfræði, mannffæði og félags-
fræði að renna saman í eina grein?
Sumir halda því fram að úr verði
ein allsherjargrein á næstu 20-30 árum
og telja að hagfræði muni líka leggja í
púkkið. Þessi sambræðingur myndi vænt-
anlega sækja heimildarýni tíl sagnfræði,
aðferðir í vettvangskönnun til mannfræði,
fa hugtök og líkön frá félagsfræði og
kenningar og tölffæðilegar aðferðir úr
hagffæði.
Hvort sem úr verður ein grein eða
ekki, er hitt víst að núna eru tímar gagn-
kvæmra áhrifa, sagnfræðingunr og félags-
visindamönnum er ekki eins umhugað
og áður að draga ffam sérkenni greina
sinna. Til skamms tíma þóttust þeir lítt
geta talað saman af því að greinamar væru
svo ólíkar en núna er öldin önnur. Því
var áður haldið ffam að sérverkefni sagn-
ffæðinga væri að fast við uppmna og þró-
un sögulegra fyrirbrigða og þeir skyldu
einbeita sér að hinu einstaka á meðan fé-
lagsvísindamenn, og var þá einkuin átt
við félagsffæðinga, skyldu rannsaka hið al-
menna, mælanleg samtímafyrirbrigði.
Sagnffæðingar áttu víst að fast við “stað-
reyndir” en félagsffæðingar við kenning-
ar, sagnffæðingar við breytingar, hinir við
fbrmgerð og stöðugfeika. Félagsffæði var
grein i sókn, sagnfræði grein i vöm og
kannski gætti tortryggni á báða bóga og
viðleitni að marka bása og sérsvið til að
tryggja sjálfstæði og starfsffið.
Þegar sagnfræðingurinn E.H. Carr
boðaði fyrir um 30 ámm að sagnffæðingar
ættu að halla sér meira að félagsffæði en
þeir gerðu, vaktí sá boðskapur mikla at-
hygli og var kenndur við róttækni. Carr
hélt því ffam að sagnffæðingar gætu ekki
kannað hið einstaka án þess að hafa hlið-
sjón af hinu almenna og núna telst þessi
skoðun hans almenn sannindi. Sagnffæð-
ingar em hættír að leggja höfuðáherslu á
að skrifa um persónur og atburði en er
SAGNIR 75