Sagnir - 01.06.1993, Side 89
og tveggja ára snikkari, sem hafSi verið á
flækingi í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Hann var settur inn í hegningarhúsið
þann 28. september 1875 klukkan tólf á
hádegi en þá um vorið var hann hand-
tekinn fyrir „að stela peningum frá Jóni
Sveinbjömssyni í Sandgerði“.5 Guðlaugur
kom að nóttu til heim á bæ Jóns og
braut sér leið inn um glugga í útihús.
„Þar inni vora meðal annars 2 kistur og
stóð hvor ofan á annari; hann spennti
lokið á þeirri efri upp ... [og tók] úr
henni ... faeina þumlunga af munntó-
baki, réðst siðan að neðri kismnni .... I
þessari kistu fann hann lítinn stokk ...
þar voru í 2 peningapokar og tók hann
þá báða.“6 Sjóðurinn var sagður vera tæpar
950 krónur og notaði hann lítinn hluta af
þeim peningum til að kaupa „brennivín,
sykur og fleira smávegis“,7 en restin af
þýfinu kom í leitirnar skörnmu síðar.
Fyrir þetta afbrot var Guðlaugur dæmdur
í sex ára typtunarhúsvinnu. Þetta var
ekki fyrsta afbrot Guðlaugs. Hann hafði
áður verið dæmdur „til vatns- og brauðs-
hegningar í Reykjavík; 2x27 vandar-
haggarefsingar í Reykjavík ... [og] 4 ára
betrunarhússvinnu“.“ sem hann tók út í
Kristjánshöfn í Danmörku.
A eftir Guðlaugi Þórðarsyni læsast dyr
hegningarhússins næst þegar Jón Jónsson
tuttugu og eins árs vinnumaður úr
Rangárvallarsýslu var settur á bak við lás
og slá þann 21. október 1875 þegar
klukkuna vantaði tuttugu mínútur í sex.9
Sannað þótti að hann „...hafi síðast næst-
liðinn vetur þá hann var vinnumaður hjá
bónda Brandi Valtýssyni á Seli tvívegis
farið leynilega með þjófálykla í kistu hús-
bónda ... og tekið úr kismnni 56'/2“'0
ríkisdal og „í kistuna fór hann í þeim
tilgangi að stela ef hann finndi þar pen-
inga, þó stal hann ekki öllum þeim pen-
ingum er voru í kistunni."11 Þegar grun-
ur fór að beinast að Jóni skilaði hann 50
ríkisdölum af þeim er hann hafði lagt
hendur á en gat ekki staðið skil á hálfum
sjöunda rikisdal. Við sörnu rannsókn ját-
aði Jón að hafá í „heimildarleysi rnarkað
upp á sem fyrrverandi húsbóndi hans
Þorvaldur bóndi Bjömsson á Holti átti í
því skyni að kasta eign sinni á hana.“12
Hinn ákærði Jón Jónsson var dæmdur
fyrir fyrstu afbrot sin til að sæta átta
mánaða betrunarhúsvinnu og borga
Brandi Valtýssyni 13 krónur og Þorvaldi
Bjömssyni 5 krónur í skaðabætur ,13
Degi á eftir Jóni kom fyrsti kven-
fanginn til afplánunar og hét Kristbjörg
Bjömsdóttir tuttugu ára vinnustúlka úr
Reykjavík. Sannað þótti að hún hefði um
haustið 1874 alið bam „fhllburða og með
fullu lífi sem hún þegar eftir fæðinguna
líflét, hafði hún til þess sjálfskeiðung sinn
.... Stakk hún bamið með hnífnum aftur
og aftur í brjóstið og víðar og varð það
bani barnsins."14 Við rannsókn kom í ljós
að Kristbjörg hafði engum sagt ffá því að
hún væri vanfær og auk þess treysti hún
sér ekki til að ala upp og fæða bamið.
Dómarinn komst því að þeirri niðurstöðu
að „það hafi verið ásetningur hennar áður
en bamið fæddist að farga því.“15 Krist-
björg var dæmd í fimm ára betrunarhús-
vinnu fyrir dulsmálið.
Að enda þá óvissu
Áður en Guðlaugsnafnamir, Jón og Krist-
björg hófh refsivistina í hinu nýbyggða
hegningarhúsi í Reykjavík höfðu marg-
víslegar breytingar átt sér stað í refsirétti
bæði hér á landi og á meginlandi Evr-
ópu. Dauðadómar og líkamsrefsingar
vom að hverfa í flestum löndum álfunnar
og í þeirra stað komnir refsivistardómar
með allt öðm sniði.
Á 18. öld þegar umbylting á
refsirétti hófst átti margt eftir að breytast
í meðferð yfirvalda á sakamönnum. Horf-
ið var frá refsingum miðalda þar sem Hk-
ami hins meinta afbrotamanns var
þungamiðja refsingarinnar. Samkvæmt
hugmyndum miðaldamanna átti hinn
brotlegi sakamaður að fa maklega ráðn-
ingu sem tekin var út á líkama hins seka.
Þessu átti að breyta og í staðinn skyldi allt
gert til að bæta sakamanninn og betra.
Til að framkvæma þessar breytingar og
gera þær mögulegar var nauðsynlegt að
umbylta réttarkerfinu. Þeir sem börðust
fyrir umbótum hafa stundum verið
kenndir við upplýsta refsispeki og sögð af-
kvæmi upplýsingarinnar. Þeir vildu að
samræmi væri á milli afbrots og refsing-
ar; engum átti að refsa án þess að dóm-
stóll hefði fjallað um sakamáhð og öHum
sakborningum skyldi fenginn verjandi
og réttarhöld áttu að vera öHum opin.
AUir áttu að vera jafnir gagnvart lögum
og aUar refsingar áttu jafnframt að vera
skráðar í lög. Með þessunr hætti væm
hendur dómara bundnar við lögin sem
settu honum ákveðin refsiramma til að
fara eftir, með mildandi og skerpandi
kringumstæðum við ákvörðun refsingar.
Almenningur átti jafnframt að vita hvað
væri saknæmt athæfi. Oheimilt var að
nota pyntingar við öflun sönnunargagna
og greiða skyldi skaðabætur ril þeirra er
sátu í gæsluvarðhaldi að ósekju. Greinar-
munur skyldi einnig gerður á trúarlegum
og veraldlegum afbrotum. Trúarleg af-
brot voru syndir sem dómstólar kirkj-
unnar tókust á við en ekki hinir verald-
legu dómstólar. Hlutverk veraldlegra
dómstóla var að takast á við raunvemleg
afbrot manna gagnvart öðmrn mönnunr.
Með þessu vom upplýsingarmenn að
krefjast réttarríkis og jafnréttis gagnvart
lögunum.
Þessar hugmyndir bárust til Islands
og má rekja upphafið að nokkm leyti til
breytinga er gerðar vom á íslenskum
refsirétti í upphafi áqándu aldar þegar
hin Norsku lög Kristjáns V leystu af
hólmi ákvæði Jónsbókar í þjófnaðar- og
manndrápsmálum og þegar hegningar-
húsið við Amarhól var tilbúið til starfá um
vorið 1771.16 Ætlunin var að vista þar
flökkulýð í ákveðinn tíma sem halda átti
að hegningarvinnu og gera þannig að
nýtum þegnum í samfélagi manna. Nota
fangana sem vinnuafl og átti afraksturinn
af vinnu þeirra að standa undir kostnaði
við rekstur hússins. Þama vom fangamir
tugtaðir tfl með vinnu í þeirri von að sHkt
myndi betra þá á einhvern hátt. Frá
upphafi var hegningarhúsinu við Arnar-
hól aldrei ætlað að hýsa stórglæpamenn
heldur aðeins lítilfjörlega flakkara og
smáþjófa en þegar fram liðu stundir fór
nú svo að þar vom geymdir saman bæði
stórglæpamenn og smáþjófar.17 Á þeim
ámm er hegningarhúsið var í rekstri
gekk margt á, sum árin gekk allt að
óskum, en önnur var mjög hart í búi.
Virðist gengi í rekstri þess hafa farið eftir
árferði hér á landi og hve margir fangar
voru í húsinu hveiju sinni. I upphafi
nítjándu aldar gekk harðindatímabil yfir
landið og rekstur hússins gekk iUa; föng-
um fjölgaði og Htið var um mat fyrir
fangana. Enda fór það svo að þann 4.
nóvember 1813 var öUum föngum gefið
frelsi vegna matarskorts og erfiðleika í
rekstri. Lokunin átti aðeins að vera þar tfl
ástandið lagaðist á ný.18 Lyktir urðu hins
vegar þær að þann 3. maí 1816 var gefin
út konungleg tilskipun þess efnis að
hegningarhúsið við Amarhól væri nú
formlega lagt niður og hegningarhúsavist
afnumin sem refsing hér á landi þar til
annað væri ákveðið. Þess í stað vom hýð-
SAGNIR 87