Sagnir - 01.06.1993, Side 95

Sagnir - 01.06.1993, Side 95
um nærfötum fýrir næstu viku, klæðast þeim og skila umsjónarmanni hinum ó- hreinu. Þessa tómstund nota fangar líka til að þvo kompuna [sína] og faga og hreinsa áhöld og verkfæri þau, sem þeim er trúað fyrir.““ A fæðingardegi konungs og sunnu- og helgidögum var engin skylduvinna en farið var eftir dagskipulaginu og gátu fangar þá notað tímann „til að lesa, eða, að fengnu leyfi, til annara nytsamra starfa“67 ásamt því að hlusta á guðsþjónustur sem þeir voru skyldugir að sækja. 1 hegningarhúsinu var bókasafn er hafði að geyma uppbyggilegar bækur fyrir fangana sem voru flestar af trúarlegum toga og áttu að hjálpa þeim í að finna hinn gullna meðalveg dygðarinnar. Eignaskrá hegningarhússins frá 1876 hefur m.a. að geynra Nýja Testamentið, sálmabækur, Biblíukjama eftir Ásmund Jónsson, Barnalœrdómsbók eftir O. Páls- son, Hugleiðingar Mynsters, Húspostillu Vídalíns, Lestrabækur fyrir alþýðu, fjórar smásögur eftir dr. Pétur Pétursson og ýmsar fleiri bækur af trúarlegum toga.68 Sérhver fangi átti jafnframt að hafa hjá sér sálmabók og nýjatestamentið, en get- ur að auki úr bókasafni stofnunarinnar fengið til láns guðsorðabækur og því um lík uppbyggileg rit. Hann getur [einnig] fengið skriffæri, svo hann öðlist kost á að rita hjá sér það, sem hann hefir lesið sér til nytsamt og lær- dómsríkt, og eins sér til æfrngar í að setja fram og útlista hugsanir sínar.“69 Einnig var ædast til þess að fangar fengju einhveija kennslu í lestri og skrift til að hjálpa þeim síðar í lífinu þegar refsivist þeirra lyki. Ekki er víst að hve miklu leyti þessari kennsluskyldu var framfylgt innan veggja hegningarhússins, en þó er ljóst að eitthvað var keypt af pappír og ritfærunr á fyrstu starfsárum hegningar- hússins. r I fangelsi upp á vatn, salt og brauð Hegningarhúsið við Skólavörðustíg var einnig fangelsi og varðhaldsfangelsi fyrir suðuramtið. Fangelsisrefsing var hins vegar með allt öðmm hætti en hegning- arvist. Markmiðið var frelsissvipring og Tveir af góðkunningjum lögreglunnar frá síðari hluta Í9. aldarjón Sinnep... ...og Eyjólfur Ijóstollur. engin vinnuskylda var á föngunum með- an afplánun fór fram, sökum þess að refsitíminn var vanalega stuttur. Þar sátu afbrotamenn í „einföldu fangelsi, fang- elsi við venjulegt fángaviðurværi, [og] fengelsi við vam og brauð“70 Einfalt fang- elsi var vægasta refsingin og fangelsi við vatn og brauð sú þyngsta. I einföldu fangelsi sem var vægust fangelsisrefsinga þurfti fanginn ekki að láta sér nægja venjulegt fangaviðurværi heldur gat hann látið útvega sér sérstakt fæði. I fangelsi við venjulegt fangaviðurværi átti fangi að neyta sama fæðis og hegningarfangar. I þyngstu tegund fangelsisrefsingar fengu fangar aðeins að neyta „vams og brauðs og salts við brauðinu."71 Þeir afbrotamenn sem sátu i fangelsi suðuramtsins vom dæmdir fyrir smávægileg afbrot. Sumir þeirra urðu síðan stórtækari þegar á lífs- hlaup þeirra leið og komu þá til kasta hegningarhússins en það átti aðeins við um lítinn hluta þeirra. Góðkunningjar lögreglunnar vom einnig látnir sofa úr sér eftir slark næturinnar. Þar fengu þeir gistingu og mat að morgni. Hegningar- húsið var líka notað fyrir gæsluvarðhald. Þar sátu inni þau bæði tvö Kristbjörg Bjömsdóttir og Guðlaugur Sigurðsson eftir að hafa framið brot sín um haustið 1874. Kristbjörg var sett inn þann 28. október 1874 en „látin laus þann 6. nóvember um kveldið."72 Guðlaugur var settur inn þann 17. október sama ár en sleppt samtímis Kristbjörgu.73 Sú þróun refsiréttar senr hófst með stofnun hegningarhússins við Skólavörðu- stíg náði hápunkti með konunglegri tilskipun frá 24. maí 1876 þegar hegn- ingarlögin frá 1869 öðluðust gildi um allt land. Því frá og með 1. ágúst það ár vom starfrækt fangelsi hringinn í kringum landið: í Reykjavík, í Stykkishólmi, á Isafirði, á Akureyri, á Húsavík (er var síð- an lagt niður vegna notkunarleysis), á Eskifirði og í Vestmannaeyjum. Lokaorð Frá þeim ámm er hegningarhúsið við Amarhól var formlega lagt niður árið 1816 og þar til öll fangelsi landsins tóku til starfa 1. ágúst 1876 áttu sér stað miklar breytingar á refsirétti hér á landi. Horfið var frá hýðingum sem þótm smánarlegar og niðurlægjandi og í stað þeirra var farið að beita refsivist á ný þegar hegningar- húsið við Skólavörðustíg var tilbúið til að taka á móti föngum. Refsivist þótti vænlegri kostur og hin eina rétta leið til að finna afbrotamanninum rétta braut í lífinu. Það sem einkennir allar þessar breytingar á íslenskum refsirétti er að hugmyndimar og reglurnar em komnar frá Danmörku og vom gerðar að undir- lagi þarlendra stjómvalda þótt að vilji SAGNIR 93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.