Sagnir - 01.06.1993, Side 105
átt að losna út árið 1880. En hún var látin
laus áður en sá tími var allur og árið 1878
er hún komin á nýjan leik til fósturfor-
eldra sinna í Sauðagerði. A bænum var
ennþá vinnukonan Guðrún Helgadóttir
ásamt syni sínum og þremur tökuböm-
um húsbænda. Kristbjörg Þórðardóttir,
sú er færði nöfnu sinni tevatn þegar hún
var að eiga bamið, var nú gift og bjó
einnig ásamt manni sínum og syni að
Sauðagerði. Þá eru ótaldir vinnumennim-
ir Einar Sigurðsson og Oddur Tómas-
son,23 en sá síðamefndi átti eftir að hafa
talsverð áhrifá líf Kristbjargar.
Fljótlega eftir að Kristbjörg kom aftur
heim hefúr ástin tekið að blómstra milli
hennar og unga vinnumannsins er Odd-
ur hét. Arið eftir heimkomuna fæddist
þeim sonur og var hann skírður 15. nóv-
ember 1879 og látinn heita Sveinn,
væntanlega í höfuðið á fósturföður Krist-
bjargar. Þau halda síðan áfram að búa hjá
Sveini og Guðlaugu í Sauðagerði, og þann
22. maí árið 1886 ganga þau Kristbjörg
og Oddur í það heilaga.24
Fjóram áram seinna búa þau enn að
Sauðagerði og halda sjálf heimih ásamt
tveimur sonum sínum, þeim Sveinbimi
og Tómasi, en framburður þeirra er þá
talinn uppeldissonur Sveins fósturföður
Kristbjargar, en hann hefúr eflaust reynt
að létta undir með ungu hjónunum.
Kristbjörg situr þá heima og gætir bús
og bama en Oddur vinnur fyrir þeim
með sjómennsku.25 Ellefu árum seinna
era þau flutt að Einholti við Bræðra-
borgarstíg og talsverð breyting orðin á
högum þeirra. Oddur er hættur að
stunda sjóinn og vinnur sem “erfiðismað-
ur við landvinnu” og Kristbjörg hefur
fætt af sér fimm böm til viðbótar við syn-
ina þrjá. Tvö þeirra eru látin en Sveinn,
elsti sonurinn, er nú búsettur hjá for-
eldrum sínum og starfar sem prentari. Sá
næstelsti, 15 ára, er prentnemi en hin
fjögur eru á aldrinum 5 til 12 ára.26
Þegar hér er komið við sögu era 27 ár
hðin frá því að Kristbjörg átti bam sitt á
laun og afréð að deyða það. A framan-
greindu má glöggt sjá að hún hefur, eftir
að fángavist lauk, ekki hfáð óeðlilegu Hfi
og er greinilegt að hún hefúr ekki verið
útskúfúð úr samfelaginu eða htin hom-
auga á þann hátt að það skaðaði Hf hennar.
Það sést kannski best á því að hún komst
í náin kynni við eiginmann sinn sama árið
og hún losnaði úr prísundinni, þannig að
glæpur hennar hefur varla þótt mikill
þymir í augum hennar nánustu. Hvað
varðar kjaftagang og slúður á næstu bæj-
um og nieðal fólks almennt er næsta
vonHtið að henda reiður á, en mér er til
efs að það hafi á einhvem hátt skaðað til-
veru Kristbjargar.
Ef við lítum að lokum til baka, þá er
það umhugsunarvert hvemig og hvers-
vegna þeir sem umgengust Kristbjörgu
þegar hún var þunguð, gátu lokað augun-
um fyrir því og látið sem ekkert væri
þangað til stúUcan hafði fætt og drepið
barn sitt nánast fyrir opnum tjöldum.
Már Jónsson veltir upp viðlíka spumingu
i riti sínu Dulsmál á íslandi og kemst að
þeirri niðurstöðu, að einmitt þetta af-
skiptaleysi á meðgöngunni einkenni flest
dulsmál fyrri alda:27
Þetta var hátturinn sem hafður var á.
Rætt var um máHð manna á meðal,
væri kona ólétt höfðu flestir ef ekki
aUir sem umgengust hana eða þekktu
til hennar heyrt af því ... . Þeir nán-
ustu og nálægustu spurðu þær um
þetta, oftast húsmæður þeirra eða
vinnukonur á sama bæ ... . Yfirleitt
var borið við blóðlátum, þembu af
blóði eða öðram sjúkdómum. FaUist
var á sHk svör, en engu að síður haldið
áfram að hugsa og tala .... Má vera að
oft hafi komið til uppgjörs og konur
ládð tiUeiðast og játað að þær væra með
bami. Þess sér þó hvergi stað í heim-
ildum, þareð bömin hafa þá komið í
heiminn innan um fólk. Einnig má
hugsa sér að það hafi tíðkast að segja
ekki tU bama fyrr en undir það síðasta
og að konum hafi verið leyft að búa
einar að vissunni, vitandi þó að aðrir
vissu það Hka. Að fæða í dulsmáli var
þá að ganga of langt.
Þessi lýsing Más Jónssonar er athygl-
isverð, sérstaklega fyrir þær sakir að mál
Kristbjargar feUur nákvæmlega inn í
þennan ramma. Það verður að teljast í
hæsta máta óHklegt að þær Guðrún
Helgadóttir og Kristbjörg Þórðardóttir
vinnukonur hafi ekki haft gran um hvað
fram fór. I réttarhöldunum var þeim
bent á þessi óHkindi, en þær neituðu að
hafa vitað nokkuð um hvað fram fór. Þær
hafa ef til vill verið að biða eftir því að
Kristbjörg tæki af skarið og segði þeim
hvað væri á seyði og ekki vUjað grípa
frammí. Kenning Más um að ekki hafi
tíðkast að segja tíl bama fyrr en undir það
síðasta o.s. frv. getur gengið hér upp, en
ekki skal unt það fullyrt. Hins vegar er
ljóst að einhver eða einhveijir vissu af
óléttunni og þá einnig óumflýjanlegri
fæðingu. Það sartnar orðrómurinn sem
leiddi til yfirheyrslna hjá fógeta yfir
Kristbjörgu. Leiða má síðan líkum að þvi,
að þessi þögn og þetta afskiptaleysi fólks
á meðan á meðgöngunrú stóð hafi einmitt
tendrað upp þá freistingu hjá ráðvilltri
stúlkunni að hreinlega losa sig við bamið,
á þeirri ögurstund þegar feluleiknum var
lokið og hún varð að horfást í augu við þá
staðreynd að bam var í heiminn kontið
sem hún taldi að enginn vildi sjá.
Tilvísanaskrá
1 bjóðskjalasafn (ÞÍ), Sýsluskjalasafn. Reykjavík VI-18. Dómabók 1873 - 1876.
30. október 1874.
2 Manntal 1855. Reykjavík.
3 ÞÍ. Reykjavík VI-18. Dómabók 1873 - 1876. 6. nóvember 1874.
4 ÞÍ. Reykjavík VI-18. Dómabók 1873 - 1876. 6. nóvember 1874
5 ÞÍ. Reykjavík VI-18. Dómabók 1873 - 1876. 30. október 1874.
6 ÞÍ. Reykjavík VI-18. Dómabók 1873 - 1876. 30. október 1874.
7 ÞÍ. Reykjavík VI-18. Dómabók 1873-1876. 30. október - 6. nóvember 1874.
8 ÞÍ. Reykjavík VI-18. Dómabók 1873 - 1876. 30. október 1874.
9 ÞÍ. Reykjavík VI-18. Dómabók 1873 - 1876. 6. nóvember 1874.
10 ÞÍ. Reykjavík VI-18. Dómabók 1873 - 1876. 5. nóvember 1874.
11 ÞÍ. Reykjavík VI-18. Dómabók 1873 - 1876. 30. október 1874.
12 ÞÍ. Reykjavík VI-18. Dómabók 1873 - 1876. 31. október 1874.
13 ÞÍ. Reykjavík VI-18. Dómabók 1873 - 1876. 8. desember 1874.
14 Landsyfirréttar- og Hœstaréttardómar I 1875 - 1880. Rv. 1882, 65-66.
15 Páll Sigurðsson: Brot úr réttarsögu. Rv. 1971, 51-52.
16 Norske Lov. Hrappsey 1779. Dálkur 919 - 920.
17 Már Jónsson: Dulsmál á íslandi 1600 - 1920. Rv. 1985, 65 - 66.
18 Márjónsson: Dulsmál á Islandi, 85.
19 Lovsamlitigfor Island XX. Kh. 1887, 300.
20 Landsyfirréttar- og Hæstaréttardómar I 1875 - 1880, 7-8.
21 Már Jónsson: Dulsmál á Islandi, 90.
22 Pétur Pétursson og Snorri Már Skúlason: “Afbrot og sérstæð sakamál til fróðleiks
og aðvörunar”. Sagnir 12 (1991), 30 - 39.
23 Sóknarmanntal. Reykjavík 1862 - 1880.
24 Kirkjubók. Dómkirkjan Reykjavík 1881 - 1891.
25 Manntal 1890. Reykjavík.
26 Manntal 1901. Reykjavík.
27 Már Jónsson: Dulsmál á Islandi, 48.
SAGNIR 103