Sagnir - 01.06.2001, Side 5

Sagnir - 01.06.2001, Side 5
Ritstjóraspjall Sagnfræði, listir og listasaga Sif Sigmarsdóttir er fædd áriö 1978. Hún útskrifaóist með 8A próf í sagnfræði frá Háskóla íslands árið 2001. Sif stundar nú MA nám í sagnfræði við sama skóla. Sagnfræðingnum er fátt óviðkomandi. Forvitni hans leiðir hann áfram í þekkingarleit sem seint tekur enda. Þrátt fyrir að nemum við sagn- fræðiskor Háskóla íslands gefist aðeins tækifæri til að kynnast listasögu í fimm eininga námskeiði á ári eru listir óaðskiljanlegur hluti hinna ýmsu þátta sagnfræðinnar. Nemendur hafa verið duglegir við að velja sér við- fangsefni listasögunnar í rannsóknarverkefnum sínum eins og þessi 22. árgangur Sagna ber skýrt vitni um. Þema þessa árlega afkvæmis sagn- fræðinema er að þessu sinni „sagnfræði, listir og listasaga“. Listasaga er í flestum háskólum Vesturlanda sjálfstæð, akademísk fræðigrein, kennd til BA prófs, mastersgráðu og doktorsprófs. Við Háskóla íslands hefur alloft komið til tals að hleypa af stokkunum lista- söguskor innan heimspekideildar. Takmarkað fjármagn hefur þó verið steinn í götu listasögunnar og komið í veg fyrir að úr hafi ræst. Þá hafa heldur ekki gengið eftir hugmyndir um að sett yrði á laggir námsbraut í arkitektúr við Háskóla íslands sem þó hefði fyrir margra hluta sakir verið nærtækt. Einhver fræðsla á sviði listasögu mun nú veitt við Listaháskóla íslands og næsta haust mun hefjast kennsla í arkitektúr við þann skóla. Ekki er örgrannt um að ýmsir hafi efasemdir um að rétt sé að láta Lista- háskóla íslands alfarið um kennslu verðandi arkitekta. Enn er listasaga ekki kennd sem sjálfstætt fag við íslenskan háskóla. Háskóli íslands ætti ekki að „gefa eftir“ þau fræði líkt og virðist hafa orðið með byggingar- listina. Tafarlaust á efla kennslu í listasögu og jafnvel að hefja undir- búning að stofnun listasöguskorar innan heimspekideildar. Vinsældir hins árlega námskeiðs í listasögu eru miklar og námskeiðið er vel sótt. Áhuginn er því augljóslega fyrir hendi. í þessum 22. árgangi Sagna er af nógu að taka. Greinar sem tengdar eru þema blaðsins, „sagnfræði, listum og listasögu“, eru af ýmsum toga. Fjallað er um listamenn, afurðir þeirra og iðn, viðtökur verkanna og skilning á þeim svo eitthvað sé nefnt. Auk þess voru fengnir fimm valin- kunnir einstaklingar til að rita hugleiðingar um þema blaðsins. Loks má geta þess að myndlistarmaðurinn Ágúst Bjarnason var fenginn til að myndskreyta eina grein. I greininni „Móðurást á 18. öld“ er að finna tvær myndir sem hann útbjó sérstaklega fyrir Sagnir. Þeir sem kæra sig kollótta um listasögu og listir ættu þó vafalítið að finna eitthvað við sitt hæfi þar sem í blaðinu er einnig að finna fjölbreyttar og áhugaverðar greinar sem lítt eða ekkert tengjast listasögu. Kann ég þeim öllum kærar þakkir sem komu að þessum 22. árgangi Sagna með einu eða öðru móti. Sérstaklega þakka ég þó höfundum greina framlag þeirra til blaðsins. Nemendur Háskóla íslands í öllum deildum fást við afar fjölbreytt viðfangsefni og nálgast þau stöðugt frá nýjum sjónarhóli. Háskóli íslands á að vera „universitas" í alþjóðlegri merkingu þess orðs. Ég leyfi mér að vona að það sýnishorn greina sem hér birtist beri þess vitni að nemendur sagnfræðiskorar Háskóla íslands leggja sitt af mörkum til að Háskóli íslands rísi undir nafni. Njótið heil. Sif Sigmarsdóttir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.