Sagnir - 01.06.2001, Side 14
En þeir sörguðu af honum hausinn herra minn trúr
Að nota hér sögnina sarga á nokkuð vel við því þrjú
högg þurfti til að ná höfðinu af biskupnum þar sem
höggin komu í herðarnar en biskup var orðin svo
hokin að höfuðið stóð nálega fram úr bringunni.
„Þeir“ sem hér er vísað til eru að öllum líkindum
Daði Guðmundsson í Snóksdal, Marteinn Einarsson
biskup og Kristján skrifari", sem voru að líkindum
manna áhugasamastir að ná höfðinu af Jóni biskup.
herjans þrcelarnir gömlum og sonum hans tveimur
Fæðingarár Jóns biskups hefur löngum verið á reiki
en ljóst er að snatasagnfræðingurinn hefur rétt fyrir
sér með að vissulega var Jón orðin gamall þegar hann
var líflátinn þó deildar meiningar séu um hversu
gamall. Synir hans, Ari lögmaður og sr. Björn, voru
því engir stráklingar.12 Að höggva feðgana í stafrófs-
röð telur höfundar þessarar greinar dæmi um sér-
íslenska skipulagsgáfu.
ó það liggur svo berlega í augum uppi Snati minn
hve átakanlega vondur hann er þessi heimur
Um þessa skoðun snatasagnfræðingsins má deila
enda sýnist sitt hverjum um hvernig heimurinn fari
með menn. í ljósi eindreginnar samúðar snatasagn-
fræðingsins með Jóni vegna örlaga hans er þó
kannski rökrétt að draga ályktun sem þessa.
Þó að snatasagnfræðingurinn byggi í þeim dæmum
sem hér hafa verið rakin á þekktum mönnum og
atburðum í íslandssögunni er frásögn hans í heildina
nokkuð ólík fyrri frásögnum af sömu atburðum og
mönnum. Það hefur að líkindum heldur aldrei verið
meining snatasagnfræðingsins að feta þær troðnu
slóðir heldur er hann trúr sagnfræðistefnu sinni sem
lýst er í upphafi þessarar greinar. Sagan er eins og
snatasagnfræðingurinn vill að hún sé og undir
öruggri handleiðslu hans leggur skemmtanagildið
heimildagildið að velli í fræðilegum fangbrögðum á
hinum eilífu akurlendum sagnfræðinnar.
Tilvísanaskrá:
1 Megas [Magnús Þór Jónsson], Megas [hljómdiskur]. Skífan hf. Reykjavík, 1994,
[endurútgáfa 1994, fyrst útgefin 1972].
2 Textar. Almenna bókafélagið. Reykjavík, 1991, bls. 48.
3 Sturlunga saga, Árna saga biskups, Hrafns saga Sveinbjamarsonar hin sérstaka I. Rit-
stjóri örnólfur Thorsson. Svart á hvítu. Reykjavík, 1988, bls. 439.
4 Satna heimild, bls. 439.
5 Hér er átt við þá sem eru áfengisdauðir.
6 Sturlunga saga, Árna saga biskups, Hrafns saga Sveinbjarnarsonar hin sérstaka I,
bls. 439-440.
7 Páll Líndal, Reykjavík sögustaður við sund I. bindi, A-G. Bókaútgáfan örn og örlygur.
(Reykjavík( 1986, bls. 131.
8 Megas [Magnús Þór Jónsson], Textar, bls. 49.
9 Páll Eggert ólason, Menn og menntir siðaskiptaaldarinnar á íslandi, I. bindi. Reykja-
vík, 1919, bls. 291-292.
10 Sama heimild, bls. 415-416.
11 Jón Egilsson, Biskupa-annaálar, bls. 97.
12 Sama heimild, bls. 96-97.
12