Sagnir - 01.06.2001, Síða 16

Sagnir - 01.06.2001, Síða 16
Ríkisstjórn Steingríms Vextir verða frjálsir Á valdadögum ríkisstjórnar Steingríms Hermanns- sonar urðu verulegar breytingar í átt til markaðsvæð- ingar í íslensku efnahagslífi þó ekki væri við sama vanda að glíma og víða í hinum vestræna heimi, verðbólgu og atvinnuleysi, en atvinnuleysi var nánast ekkert á þessum árum. Sjálfstæðisflokkurinn hafði verið utan ríkisstjórnar frá 1978 og stefna hans sem kölluð var Leiftursókn gegn verðbólgu og mótaðist að miklu leyti af viðhorfum nýfrjálshyggjunnar, hafði ekki hlotið hljómgrunn meðal kjósenda. Klofningur og ósætti innan flokksins setti og mark sitt á þetta tímabil en frá 1980 sat hluti þingmanna Sjálfstæðis- flokksins í stjórn með Framsóknarflokknum og Alþýðubandalaginu undir stjórn varaformanns flokksins, Gunnars Thoroddsens. Formaðurinn og stærstur hluti þingflokksins var í stjórnarandstöðu. Framsóknarflokkurinn hafði hins vegar setið sam- fleytt í ríkisstjórn frá árinu 1971. Samstarf flokkanna hefur sennilega verið Sjálfstæðisflokknum mikilvægt til að hrinda hugmyndum hans í framkvæmd svo og til að stilla saman strengina eftir stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsens og klofning flokksins. I stefnuyfirlýsingu samstjórnar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er sagt að „dregið [verði] úr opin- berum afskiptum, þannig að neytendur og atvinnu- lífið njóti hagkvæmni frjálsrar verðmyndunar, þar sem samkeppni er næg.“4 Almennt var stefnuyfirlýs- ingin fremur á nótum aukins frjálsræðis. Gert var ráð fyrir því að draga úr umsvifum ríkisins, einfalda tekjuöflunarkerfi þess og lækka aðflutningsgjöld. Skattalögum skyldi breytt til að örva fjárfestingar, gera aðgang að fjárfestingar- og rekstrarlánum greiðari og setja heildarlöggjöf um bankakerfið. Frjálsræði í gjaldeyrisverslun skyldi aukið og réttur til að eiga gjaldeyrisreikninga rýmkaður. í þessari grein er ætlunin að skoða hvernig stefnu þessarar stjórnar var hrint í framkvæmd með tilliti til hugmynda nýfrjálshyggjunnar. Ut frá því verður reynt að svara þeirri spurningu sem varpað var fram í upphafi, hvort kalla megi ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar nýfrjálshyggjustjórn. Við upphaf níunda áratugarins var bankakerfið alfarið á for- ræði ríkisins. Vextir höfðu verið neikvæðir um langt árabil og aðgangur að lánsfé var því mikilvægur þar sem í óðaverðbólg- unni voru neikvæðir vextir sem fundið fé. Verðtrygging hafði verið tekin upp að nokkru leyti með Ólafslögum 1979 en raun- vextir voru neikvæðir fyrri hluta áratugarins.5 Ákvörðun vaxta var alfarið í höndum Seðlabankans og rík- isstjórnarinnar og stærsti hluti bankakerfisins, þrír stærstu bankarnir af sjö, lutu algerlega stjórn ríkisins og fulltrúa stjórn- málaflokkanna. Tómas Árnason, þáverandi viðskiptaráðherra, kom á laggirnar nefnd í júlí 1981 sem var falið að endurskoða bankakerfið, einfalda það og gera það hagkvæmara.6 í nefnd- inni áttu sæti Halldór Ásgrímsson, formaður; Matthías Á. Mathiesen, Jón Sólnes, Kjartan Jóhannsson og Lúðvík Jóseps- son en á vordögum 1983 hurfu þeir Halldór og Matthías í ráð- herrastóla og í þeirra stað komu Þorsteinn Pálsson, sem varð formaður, og Björn Líndal. Nefndin lagði fram tillögur sínar til viðskiptaráðherra í mars 1984 og voru helstu nýmælin að setja átti lög um alla banka í einn lagabálk, setja ákvæði um lág- marks eigið fé bankanna og ákvörðun um vexti skyldi vera hjá bönkunum sjálfum. Heimilt yrði að stofna banka að uppfylltum tilgreindum skilyrðum og umboðsskrifstofur erlendra banka yrðu heimilaðar.7 Hinn 21. janúar 1984, áður en nokkurt frumvarp um Seðla- bankann var lagt fyrir Alþingi, var bönkunum heimilað að ákveða vexti á hluta innlána og í millibankaviðskiptum8 á eigin spýtur en útlánsvexti ákvað Seðlabankinn áfram. í byrjun ágúst 1984 tilkynnti Seðlabankinn að frá og með 11. ágúst ákvæðu innlánsstofnanir eigin vexti, nema vexti af almennum spari- sjóðsbókum, vanskilavexti og vexti af endurseljanlegum afurða- lánum. Seðlabankinn setti einnig nýjar reglur um lausaskuldir bankanna við Seðlabankann, til að minnka hættuna á of miklum yfirdrætti bankanna. Með þessum aðgerðum varð stór hluti vaxtaákvarðana bankanna á þeirra forræði. Næsta skref var stigið með nýjum lögum um viðskiptabanka og sparisjóði sem samþykkt voru á Alþingi 1985.9 í lögunum fólust verulegar breytingar í átt til meira frelsis í starfsemi bank- anna. Með þeim var lögfest sú ákvörðun Seðlabankans að við- skiptabankarnir skyldu ákveða inn- og útlánsvexti sína og önnur þjónustugjöld bankanna. I lögunum var einnig ákvæði um að viðskiptabankarnir hefðu rétt til að versla með gjaldeyri Kjartan Jóhannsson sat í bankamálanefnd fyrir Alþýðuflokkinn en hann var utan ríkisstjórnar fram til 1988. Flokkurinn var sammála þeim breytingum sem gerðar voru þó flokkssamþykktir bentu til annars. Matthías Á. Mathiesen varð viðskiptaráð- herra í ráðuneyti Steingríms og hafði frum- kvæði að mörgum breytingum í frjálsræðisátt. Sjálfstæðisflokkurinn var merkisberi nýfrjáls- hyggjunnar á níunda áratugnum. Lúðvík Jósepsson var málsvari Alþýðubanda- lagsins í bankamálanefnd en flokkurinn var á móti auknu frjálsræði í vaxtamálum meðal annars vegna stöðu útgerðarinnar sem Lúðvík bar fyrir brjósti. 14
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.