Sagnir - 01.06.2001, Síða 30

Sagnir - 01.06.2001, Síða 30
Kunst!“ Ýmsum þótti nóg um umsnúning þeirra félaga í list- rænum efnum, fráhvarfið frá natúralisma til symbólisma. Hans Knappertsbusch var t.d. af gamla skólanum og lítt gefinn fyrir hinn nýja stíl, Neu-Bayreuth. Þegar hann var síðar spurður að því hvers vegna hann hafi ekki mótmælt dökkri og fábrotinni sviðsmyndinni í Parsifal svaraði hann um hæl: „Á æfingum hélt ég alltaf að sviðsmyndin væri í smíðum og ætti eftir að koma.“ Allt var endurmetið og fátt var heilagt lengur.60 Vondur aðdáandi? Á aldarafmælishátíðinni í Bayreuth 1976 ávarpaði Walter Scheel, forseti V-Þýskalands, hátíðargesti. Lokaorð hans í ræðu- stól voru þessi: vegna opinskárrar umræðu Winifredar um sam- bandið við Hitler og glímuna við fortíðina. „Ef Hitler gengi inn um dyrnar núna mundi ég taka honum opnum örmum og sem vini. Ég þekkti Hitler að góðu einu“, var meðal þess sem Winifred sagði. Þetta er í hnotskurn lausnin sem Wagnerfjölskyldan sér á vandanum, a.m.k. opinberlega. „Ég þekkti Hitler aðeins persónulega, sem vin, en ekki sem Fúhrer. Við ræddum um lífið og tilveruna, Wagner. Stjórnmál voru aldrei rædd“, sagði hún ennfremur. Winifred hefur eftir Thomasi Mann, að þegar hann ferðaðist um Þýskaland við annan mann nokkru eftir stríð hafi þeir ekki fundið neinn sem gekkst kinnroðalaust við því að vera stuðningsmaður Hitlers og sannur þjóð- ernissósíalisti, nema eina konu í Bæjaralandi, og hún var ensk! Allt til dauða síns 1980 hélt Winifred tryggð við Hitler og hugsjónir nasismans.54 Það er ótrúlegt að hlusta á Winifred lýsa Hilter af innilegri aðdáun: „einstaklega barngóður“, „hrífandi maður“, „hlýlegur með gott hjartalag“, o.s.frv.55 Þegar hugsað er til helfararinnar og þeirra voðaverka sem Hitler fór fyrir liggur við sjálft að dæma Wini- fred gamalæra. En það er ekki skynsamlegt. Að vissu leyti á hún sér málsbætur. í fyrsta lagi er ekkert sem mælir gegn því að Hitler hafi verið fjölskyldunni góður, traustur og skemmtilegur vinur, unnið hugi barnanna, og fyrst og fremst komið til Bayreuth sem Wagneraðdáandi.sí í öðru lagi hnígur allt að því, að Winifred hafi alla tíð verið ósnortin af andsemitisma Hitlers og nasismans. Áður hefur verið minnst á synjun hennar á beiðni Hitlers um að ýmsum „óæski- legum“ starfsmönnum hátíðarinnar væri vísað frá. Að stríði loknu var Winifred flokkuð með harðsvíruðustu nasistum. Þegar mál hennar voru tekin til nánari skoðunar kom hins vegar í ljós að hún hafði aðstoðað nokkra gyðinga við að komast úr landi í stríðinu.” Sjálf segir hún í viðtalinu, að auk persónulegrar aðdáunar á Hitler hafi hún verið, og væri enn, stuðningsmaður nasista, en ekki á grunni andsemitisma. Hitler kom reglu á glundroða sam- félagsins, efnahagurinn komst á réttan kjöl og Þýska- land varð sterkara en aldrei fyrr. „Við áttum ekkert. Við áttum hvorki peninga né mat.“ Þá kom Hitler.58 Aðspurð um helförina sagði Winifred hana hræðilega. Það breytti því hins vegar ekki að hún þekkti Hitler að góðu einu; meðan svo væri sæi hún ekki ástæðu til að bregða vináttu við hann.5’ Þessi skýra lína sem Winifred dró milli persónulega vinar- arins Hitlers og stjórnmálamannsins, og er dæmigerð fyrir Wagnerfjölskylduna, er skiljanleg en óréttlætan- leg. Fullyrðingar Winifredar um að hátíðin hafi aldrei verið nasísk og að Wagner hafi ávallt verið í fyrir- rúmi en ekki Hitler, og einnig bregður fyrir hjá öðrum fjölskyldumeðlimum, eru rangar. Hátíðin var um skeið áróðurshátíð nasista með Hitler í fyrirrúmi ekki síður en Wagner. Umgjörðin var pólitísk en ekki persónuleg, hún upphóf ekki Hitler án nasismans heldur Hitler sem Fúhrer og þá stjórnmálastefnu sem hann stóð fyrir. Þegar hátíðin var endurvakin 1951 var Winifred enn í fullu fjöri og, með samþykki Siegfrieds, Festspi- elleiter til lífstíðar. Yfirtaka sona hennar, Wolfgangs og Wielands, var þáttur í hlutleysingu hátíðarinnar og var ætlað að undirstrika að nýjir tímar væru gengnir í garð. Skilti var sett upp í Festspielhaus, keimlíkt því sem eitt sinn var: „Hier gilt nur die Saga Bayreuthhátíðarinnar er hluti af sögu Þýskalands. Misstig hennar eru misstig þjóðar okkar. í þessum skiln- ingi getum við þekkt okkur sjálf í sögu Bayreuthhátíðar- innar. ... Við getum einfaldlega ekki eytt burtu dökkum kafla í sögu Þýskalands og sögu Bayreuthhátíðarinnar.61 Wolfgang vissi vart hvernig hann átti að snúa sér við þessi orð. Viðtalið við Winifred var sýnt árið áður og gerði hann æfan. Nú var því enn haldið fram að hátíðin ætti sér dökka sögu. Wolf- gang kannaðist ekki við það. Fullyrðingar um að Wagnerfjöl- skyldan hafi verið pólitísk lengst af, stutt nasista og hátíðinni hafi eftir stríð verið stjórnað af mönnum sem báðir áttu dökka pólitíska fortíð féllu í grýtta jörð í Bayreuth. Þrátt fyrir ákafar tilraunir bræðranna tveggja til að hreinsa ímynd hátíðarinnar var langur vegur frá því að hún væri pólitískt hlutlaus í huga almennings, síst í augum útlendinga. í fyrsta lagi voru margir sem komu að hátíðinni eftir stríð fyrrum nasistar. Þjóðverjar, sem sjálfir voru nasískir upp til hópa í Þriðja ríkinu, settu það lítt fyrir sig þótt margir sem kæmu að hátíðinni ættu nasíska fortíð. Þeirra fortíð var ekkert frábrugðnari en margra annarra Þjóðverja. Sé einungis litið til stjórnendanna eftir stríð bregður fyrir mörgum fyrrum nasistum. Á endurvígsluhátíðinni 1951 stjórnaði, auk Knappertsbusch, Herbert von Karajan, sem hafði undanfarin ár átt erfitt uppdráttar vegna meintrar nasískrar for- tíðar.62 Níundu sinfóníu Beethovens stjórnaði Furtwángler, þekktur aðdáandi Hitlers.63 Síðar var Karl Böhm leiðandi stjórn- andi í Bayreuth, fyrrum ákafur nasisti. Böhm var meðal áhorf- enda þegar Scheel hélt ræðuna 1976 og brást ókvæða við. Hann kom af fjöllum eins og Wolfgang.64 Auðvitað forðuðust þeir bræður að spyrða hátíðina við nas- isma. En hvers vegna hefur gengið jafnilla að horfast í augu við fortíðina í Bayreuth eins og raun ber vitni? Strax kemur í hug- ann það sem lengi hefur verið haft fyrir satt: Wolfgang, Wieland, Böhm og fleiri fyrrum nasistar voru bæði nokkuð ákafari stuðningsmenn nasismans en seinna var látið, og ef til vill ekki jafnmikið „fyrrum" og gefið var út. Winifred, Wolf- gang, Wieland og Verena voru öll flokksbundnir nasistar og virðast ekki einungis hafa verið aðdáendur Hitlers sem persónu- legs vinar. Wolfgang varði lengst af skjalasafnið í Wahnfried fyrir ágangi fræðimanna, en þegar hann loksins lét undan þrýstingi hafði hann fjarlægt allnokkuð af skjölum og fargað. Af hverju? Mörgum kann einnig að detta í hug gleymska fjölskyldunnar og Þjóðverja; þau séu staðráðin í að muna ekki eftir dökkum þáttum í sögu sinni eftir ósigurinn 1945. Sjálfum dettur mér þó helst í hug að það sé ekki gleymska sem hefur hrjáð Wagnerfjöl- skylduna, og aðra þá sem vilja ekkert kannast við slæma fortíð, heldur þvert á móti gott minni. I þessu sambandi er rétt að rifja upp viðkvæðið sem oftast er viðhaft þegar fjallað er um fortíð- arvanda Wagnerhátíðarinnar og tengsl Wagners og nasismans: Wagner geldur þess að hafa átt vondan aðdáanda. Ég hafði 28
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.