Sagnir - 01.06.2001, Side 32

Sagnir - 01.06.2001, Side 32
Tilvísanaskrá: 1 Ég vil þakka þeim heiðurshjónum, Selmu Guðmundsdóttur og Árna T. Ragnarssyni, fyrir að taka mér opnum örmum og leyfa mér að gramsa í bókaskápum þeirra hjóna. Þau eiga veglegt safn heimilda um líf, list og arfleifð Wagners. Þessi grein er að stofni fyrirlestur sem haldinn var á veg- um Richard Wagner félagsins á íslandi \ Norræna húsinu 17.febrúar 2002. 2 Wagner taldi að hugtakið Oper væri ekki sæmandi sínum verkum því að þau væru ekki síður ljóð og leikrit. Ein tryggasta leiðin til þess að móðga þýskan Wagnerista er að kalla verk Wagners Oper. Á fæstum öðrum tungumálum eru til orð sem samsvara þýska orðinu Musikdrama, og eru verkin því jafnan kölluð óperur á öðrum málum. Svo er einnig á íslensku. Þess ber að geta að hugtakið Musikdrama tók Wagner ekki að nota fyrr en eftir að hann samdi Lohengrin. Samt sem áður kallaði hann fyrstu „þroskuðu“ óperurnar sínar, Der Fliegende Hollánder, Tannháuser og Lohengrin músíkdrömu eftir að hann tók það hugtak upp. Niflunga- hringinn, sem samanstendur af fjórum músíkdrömum, kallaði hann aftur Buhnenfestspiel. 3 Chancellor, John, Wagner. London, 1978, bls. 281. 4 Staða Knappertsbusch var einnig pólitískt táknræn því að hann var opinber andstæðingur nasista alla tíð. Þrátt fyrir æviráðningu við Ríkis- óperuna í Múnchen var honum vikið frá störfum 1936 að persónulegri skipun Hitlers. Richard Wagner. Götterdámmerung. Bayreuth Festival. Bromley, 1999. Fylgirit með upptöku af Götterdámmerung frá 4. ágúst 1951 í Bayreuth, útg. af Testament, nr. SBT 41, bls. 75. 5 Upphaf hátíðarinnar og fyrstu ár eru skilmerkilega rakin í: Spotts, Frederic, Bayreuth. A History of the Wagner Festival. New Haven, London, 1994, bls. 29-89. 6 Haas, Willy, „Richard Wagner und das neue Bayreuth“. Richard Wagner und das neue Bayreuth. Wieland Wagner ritstj. Múnchen, 1962, bls. 15-26. - Ruppel, K. H., „Bayreuth - alte Idee in neuer Form“. Richard Wagner und das neue Bayreuth. Wieland Wagner ritstj. Múnchen, 1962, bls. 206- 210. - Wagner, Wieland, „Denkmalschutz fúr Wagner?“. Richard Wagner und das neue Bayreuth. Wieland Wagner ritstj. Múnchen, 1962, bls. 231- 235. - Schreiber, Hermann og Guido Mangold, Werkstatt Bayreuth. Múnchen, Hamborg, 1986, bls. 17-40. 7 Spotts, Frederic, Bayreuth, bls. 212-214. 8 Árni T. Ragnarsson, „Wieland Wagner í Bayreuth“. í varðveislu höf- undar, bls. [3]. - Spotts, Frederic, Bayreuth, bls. 218-222. 9 Fyrir fáum mánuðum var hart deilt í ísraelska þinginu um fyrirhugaðan flutning á fyrsta þætti Valkyrjunnar í Jerúsalem síðasta sumar (sem varð að lokum). Var haft eftir einum þingmanni að ef helvíti sé til eigi Wagner þar heiðurssess. 10 Spotts, Frederic, Bayreuth, bls. 205. 11 Rétt er að benda á að ekkert rof varð í öðrum löndum á flutningi á verkum Wagners. Hræðslan við Wagner virðist því bundin við Þýskaland að mestu, og ísrael. 12 Strax í upphafi rómantískrar hugmyndafræði kom sú hugmynd fram (sterkast hjá Johann Gottfried Herder) að hver þjóð ætti sitt eðli og sér- stakan þjóðaranda (Volksgeist). 13 James, Harold, A Gerrnan Identity 1770-1990. London, 1989, bls. 34- 54. - Árni Björnsson, Wagner og Völsungar. Niflungahringurinn og íslensk- ar fornbókmenntir. Rvík, 2000, bls. 55-56. 14 Árni Björnsson, Wagner og Völsungar, bls. 42-59. 15 Millington, Barry, Wagner. London, Melbourne, 1984, bls. 123. 16 Undirtitill Lohengrin er Romantische Oper. 17 Texti óperanna fylgir flestum hljóðritunum þeirra og því óþarft að til- greina tilteknar útgáfur. 18 Sé innihald lokaræðu Sachs skoðað sést glöggiega að hann á ekki við að þýsk menning sé yfir aðra menningu, t.d. ítalska eða franska, hafin, heldur yfir stjórnmál og valdabaráttu. Hann segir að þýska þjóðin hafi lif- að við misgóða stjórn og kunni jafnvel í framtíðinni að verða undirokuð af öðrum þjóðum, en svo lengi sem hlúð sé eðlilega að menningararfleifð- inni sé þýsk þjóðarvitund ósnertanleg. Stjórnmál og valdamynstur eru jarðleg og stundleg, menning og sjálfsvitund andleg og eilíf, sé rétt á spöð- unum haldið. - Harold James er einn þeirra sem kannað hefur þjóðernis- hyggju í verkum Wagners. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að óperurnar séu að meira eða minna leyti endurspeglun á þjóðernishyggju Wagners og beri hennar víða merki. Hann tiltekur sérstaklega Tannháuser og Lohengrin. Rökstuðningur hans er Iangsóttur og beinist fremur að ýmsum smáatriðum en burðarásum óperanna eða meginhugmyndum. James, Harold, German Identity, bls. 92-102. 19 Marrus, Michael R., The Holocaust in History. London, 1987, bls. 9-10. 20 Ágætt yfirlit um andsemitisma í Evrópu á dögum Wagners, m.a. um kenningar manna eins og A. Gobineaus og H. S. Chamberlains, má finna í: Langmuir, Gavin I., History, Religion, and Antisemitism. London, 1990, bls. 318-346. 21 Wagner, Gottfried, Wer nicht mit dem Wolf heult. Autobiographische Aufzeichnungen eines Wagner-Urenkels. Köln, 1997, bls. 93. 22 Millington, Barry, Wagner, bls. 45-48 og víðar. - Andsemitismi Wagners er gjarnan rakinn til Parísarára hans. Á yngri árum Wagners var París háborg óperunnar. Þegar Wagner reyndi fyrir sér þar var gyðingur- inn Meyerbeer alls ráðandi í óperuheiminum. Meyerbeer var holdgerving- ur „grand opera“ stílsins sem Wagner taldi mjög andþýskan. Hjá Wagner gekk hvorki né rak fyrr en hann samdi óperu í þessum stíl, Rienzi. Hans von Búlow sagði stundum að Rienzi væri besta ópera Meyerbeers. Fram- gangur gyðinga og áhrif í tónlistarheiminum eru þá sagðar vera ástæður andsemitismans. Magee, Bryan, Aspects of Wagner. 2. útg. Oxford, New York, 1988, bls. 23-28. Chancellor, John, Wagner, bls. 55-75. 23 Rannsóknir Alex Bein á andsemitisma Wagners eru einna bestur inngangur um það efni. Hann leggur varnað á að lesa pólitískar skoðanir Wagners út úr óperunum og gefur lítið fyrir andsemitískar túlkanir á þeim. Hann rekur einnig dæmi þess að andsemitismi Wagners hafi gjarnan verið fremur í orði en á borði, og er sannfærandi. Hann hafnar hugmyndum um kynþáttahyggju í andsemitisma Wagners. Paul Lawrence Rose, sem einnig hefur rannsakað málið, er á öndverðum meiði við Bein hvað kynþáttahyggjuna varðar. Bein, Alex, The Jewish Question. Biography of a World Problem. Harry Zohn þýddi úr þýsku á ensku. Cranbury, London, Mississauga, 1990, bls. 600-608. Rose, Paul Lawrence, Revolutionary antisemitism in Germany from Kant to Wagner. New Jersey, 1990, bls. 358-379. 24 Nike Wagner (dóttir Wielands Wagners) er meðal þeirra sem hafa talið Parsifal vera öðrum þræði ádeilu á gyðingdóminn. Áhugaverðar hugleiðingar um þetta eru í: Wagner, Nike, Wagner Theater. 3. útg. Frankfurt am Mein, Leipzig, 1998, bls. 190 og áfram. 25 Wagner, Gottfried, Wer nicht mit dem Wolf heult, bls. 94-95. 26 Chancellor, John, Wagner, bls. 77-126. 27 Newman, Ernest, Wagner as Man & Artist. 2. útg. New York, 1924, bls. 27-153. 28 Nasisminn var margþætt fyrirbæri og vissulega ofinn úr fleiri þráðum en þeim tveimur sem hér eru dregnir fram, þjóðernishyggju og andsemitisma. Ástæða þess að fleiri þættir eru ekki skoðaðir í þessu samhengi er einfaldlega sú, að þeir sem hafa í gegnum tíðina viljað spyrða Wagner nasismanum hafa allir þyrpst á þessar tvennar víg- stöðvar. óhjákvæmilega hafa stórorrusturnar því farið fram á þeim, og í raun allar smærri einnig. 29 Því er oft slengt fram að nasistar eigi alla sök á mistúlkunum á verkum Wagners, en það er viilandi einföldun. Nasistar gengu reyndar lengst í mistúlkununum af öllum en tóku þó afar margt í arf. Nasistar voru t.d. fráleitt fyrstir til þess að lesa andsemitisma út úr verkum Wagners. Rose, Paul Lawrence, Revolutionary antisemitism, bls. 358-379. - Spotts, Frederic, Bayreuth, bls. 77. 30 Eftir dauða Richards nefndi hún hann nær aldrei með nafni heldur vísaði til hans með orðum sem þessum. 31 „Ich wurde in einem Mausoleum geboren!“, sagði Wieland Wagner síðar. Ádeilan í setningunni beindist að helgum óbreytanleika í öllum efnum, ekki síst listrænum. Wessling, Brendt W., Wieland Wagner. Der Enkel. Köln, 1997, bls. 8. 32 Spotts, Frederic, Bayreuth, bls. 90-122. 33 MiIIington, Barry, Wagner, bls. 117-118. - Cosima var dóttir Franz Liszt, tónskálds. 34 Spotts, Frederic, Bayreuth, bls. 127-128, 130-136. - Millington, Barry, Wagner, bls. 118. 35 Millington, Barry, Wagner, bls. 119. 36 Hann var sjálfur kaþólskur. 37 Um Siegfried og hátíðina á hans dögum er stuðst við: Spotts, Frederic, Bayreuth, bls. 123-158. 38 Burleigh, Michael og Wolfgang Wippermann, The Racial State: Germany 1933-1945. Cambridge, 1991, bls. 36. 39 Spotts, Frederic, Bayreuth, bls. 135-136 og víðar. 40 Spotts, Frederic, Bayreuth, bls. 140-143, 189, 192, 198. 41 Bullock, Alan, Hitler. A Study in Tyranny. 2. útg. Middlesex, 1962, bls. 387. 42 Syberg, Hans Júrgen, Winifred Wagner tmd das Geschichte des Hauses Wahnfried 1914-1975 II. Berlín, 1993. Myndband, útg. af Alexander Verlag, nr. ISBN 3-923854-85-4. 43 Speer, Albert, Inside the Third Reich. Þýdd úr þýsku á ensku af Richard og Clöru Watson. New York, 1970, bls. 219. 44 Syberberg, Hans Júrgen, Winifred Wagner I-II. - Spotts, Frederic, Bayreuth, bls. 140- 143, 166-168, 178, 187-188, 229, 266-269 og víðar. 45 Sachs, Harvey, Toscanini. London, 1978, bls. 224-226. 46 Spotts, Frederic, Bayreuth, bls. 159-173. 47 í september 1933 var sett á laggirnar sérstakt ráðuneyti sem fór með menningarmál í Þriðja ríkinu, Rcichskulturkammer. Það vann í fjölmörgum deildum eftir Iistgreinum og innan þess fór fram stefnumótunarvinna og framkvæmd hugmyndafræðinnar. Mjög góður yfirlitskafli um menningarstefnu í Þriðja ríkinu og framkvæmd hennar er í: Craig, Gordon A., Germany 1866-1945. New York, 1978, bls. 638-672. 48 Þegar Toscanini hvarf á braut, við fögnuð þjóðernissinna en þvert á vilja Wagnerfjöl- skyldunnar, hringdi Winifred í Hitler og bað hann um að telja Toscanini hughvarf. Wini- fred hafði reynt það árangurslaust. Hitler sendi Toscanini persónulegt bréf þar sem hann með fagurgala bað hann að snúa til baka og að hann hlakkaði til þess að sjá hann í Bayreuth á komandi hátíðarsumri. Toscanini svaraði Hitler með bréfi og kvaðst ekki sjá sér fært að snúa aftur við svo búið. Áður en til þessa tilstands kom höfðu nasistar snú- ist gegn Toscanini vegna andfasisma hans og bannað allar upptökur hans í Þýskalandi, bæði sölu og leik í útvarpi. Hitler reyndi m.a. að mýkja Toscanini með því að aflétta banninu, en þegar ekkert gekk var það sett aftur á. Sagt er að eftir þetta hafi sá átt reiði Hitlers vísa sem nefndi Toscanini og Wagner í sömu andrá. Sachs, Harvey, Toscanini, bls. 224-226. 49 Spotts, Frederic, Bayreuth, bls. 138-140 og víðar. 50 Millington, Barry, Wagner, bls. 122. 51 Millington, Barry, Wagner, bls. 122. Sjálfur er ég sammála Millington hvað þetta varðar. Þess verður að gæta að fjárframlögin komu frá ríkinu en ekki nasistaflokknum. 52 Á heimasíðu hátíðarinnar, og í ritum á vegum hátíðarinnar frá því að hún var endur- reist 1951, er jafnan talað um Winifred sem Festspielleiter 1930-1944. Eins og sjá má er þetta hálfsannleikur um tímabilið 1940-1944 því að þá skiptu Hitler og Winifred stöð- unni með sér. Winifred hélt þó titlinum opinberlega og Hitler talaði aldrei um sig sem Festspielleiter. 53 Um stjórnartíð Winifredar og Stríðshátíðarnar er aðallega stuðst við: Spotts, Frederic, Bayreuth, bls. 159-199. Syberberg, Hans Júrgen, Winifred Wagner I-II. 54 Syberberg, Hans Júrgen, Winifred Wagner I. - Spotts, Frederic, Bayreuth, bls. 85-112, 143-156, 213-267. 55 Syberberg, Hans Júrgen, Winifred Wagner I. 56 Syberberg, Hans Júrgen, Winifred Wagner I. 57 Spotts, Frederic, Bayreuth, bls. 203-204. 58 Syberberg, Hans Júrgen, Winifred Wagner I. 59 Hún ýjar reyndar að því í viðtalinu að Hitler hafi minnsta ábyrgð borið á henni, að hennar trú. 60 Sú gamansaga gekk í Bayreuth að réttara væri að kalla „yfirmann lýsingar“ á sýn- 30
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.