Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 35

Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 35
stöfum er pennaflúr samsett úr fíngerðum geometrískum formum og laufformum. Innan um má oft finna litlar fígúrur, tvífættar kynjaskepnur, dýr sem líkjast hundum eða ljónum, fugla og stundum mannamyndir, án sérstakrar merkingar. Þessi skrautform eru einkennandi fyrir hinn rómanska stíl sem festi rætur í íslensku handverki og hélt lengi velli í íslenskum hand- ritaskreytingum eftir lok miðalda. Til eru allmörg handrit frá 16. og 17. öld sem skreytt eru hinum teinungsvöfðu rómönsku upphafsstöfum. Þekktust þeirra eru líklega Jónsbókarhandrit feðganna Gríms Skúlasonar og Björns Grímssonar, t.d. AM 161 4to, Thott 2102 4to og Reykjabók (AM 345 fol.) með hendi Gríms, og GKS 3274 a 4to, ríkulega skreytt handrit sem talið er víst að sé handarverk Björns.4 Þessar uppskriftir eru gjarnan teknar sem dæmi um handrit frá því eftir lok miðalda sem geyma merkilegar skreyt- ingar. Fleiri Jónsbókarhandrit mætti nefna frá þessum tíma, en þau höfðu frá miðöldum verið meðal þeirra handrita sem ríku- legast voru skreytt. Hér má einnig kynna til sögunnar þrjú grallarahandrit frá upphafi og fyrri hluta 17. aldar sem eru lítt þekkt en þó glæsi- lega skreytt. Þetta eru Add. 17 4to, Add. 29 4to og ÍB 281 4to, Öll einvörðungu skreytt stórum rómönskum upphafsstöfum með hinum hefðbundnu þéttu spíralvafningum (sjá mynd). Þessi handrit eru uppskriftir Grallarans sem Guðbrandur biskup Þorláksson lét prenta árið 1594 og er athyglisvert að rómanska upphafsstafi skuli vera að finna í þessari tegund handrita sem ekki var farið að skrifa upp fyrr en eftir tilkomu prentunar. Hin prentaða útgáfa Grallarans er lítið sem ekkert skreytt og kannski þess vegna sem upphafsstafir í gamla stílnum eru not- aðir í þessum uppskriftum hans frekar en skrautstafir af þeirri gerð sem annars er algeng í prentuðum bókum frá þessum tíma. Prentaðar fyrirmyndir og frjálslegir útúrdúrar Þegar kemur fram á síðari hluta 17. aldar og 18. öld virðist sem rómönsku stafirnir hætti að mestu að sjást í handritum og myndskreyttir sögustafir koma ekki fyrir nema í undantekning- artilvikum. Algengastir í handritum frá þessum tíma eru ýmiss konar flúrstafir, og það eru flúrstafir sem eiga meira sammerkt með upphafsstöfum prentaðra bóka en pennaflúrstöfum miðaldahandrita. Flúrstafi af þessari gerð má gjarnan finna meðal rómönsku stafanna í handritum frá 16. öld og öndverðri 17. öld, en þegar hér er komið virðist sem áhrif prentaðra bóka hafi náð yfirhöndinni og fáir hafi lengur gömlu skrautgerðirnar á valdi sínu. Óhætt er að segja að flúrstafir handritanna séu stundum ekki annað en eftirlíkingar prentaðra upphafsstafa. Nefna má sem dæmi sálmahandritið NKS 139 a 4to frá fyrri hluta 18. aldar, en þar er nákvæmlega líkt eftir skrautstöfum sem sjá má til dæmis í Guðbrandsbiblíu (sjá myndir). Þessir stafir eru af tveimur gerðum; bæði stórir og mjög skrautlegir stafir úr samfléttuðum borðum og stafir af minni gerð með einkennandi s-laga formum á uppkrulluðum flúrlínum. Stærri stafirnir eru af gerð skrautstafa sem þróaðir voru af erlendum skrif- meisturum á 16. öld og sjá má í ýmsum tilbrigðum í sýnisbókum þeirra.5 Vera má að prentmót þessara stafa hafi komið hingað erlendis frá, eins og sennilegt þykir um mót myndskreytinganna sem einnig eru í Guðbrandsbiblíu.6 Stafi af þessari gerð er að finna í fleiri handritum en NKS 139 a 4to og í öðrum út- færslum, t.d. í Lbs. 779 4to (uppskrift kvæðabókar sr. Ólafs Jónssonar á Söndum frá 1712) og ÍB 467 8vo (uppskrift Samúelssálma frá um 1739). Minni stafina má sjá í mörgum prentuðum bókum sem al- gengari voru en Guðbrandsbiblía, svo sem Dcegra- styttingum Steins Jónssonar, og má nefna fleiri hand- rit þar sem samviskusamlega hefur verið líkt eftir þeim, t.d. NKS 139 b 4to og JS 341 4to (uppskriftir kvæðabókar sr. Ólafs á Söndum frá 17. öld og 1765). En þótt líkt hafi verið á þennan hátt eftir stöðl- uðum upphafsstöfum prentuðu bókanna er sjaldnast hægt að kalla upphafsstafi handritanna staðlaða eða einsleita. Þvert á móti er þeim best lýst sem geysilega fjölbreytilegum og má segja að hvert skreytt handrit hafi sína útfærslu. Þó að í grunninn séu prentaðir stafir gjarnan hafðir sem fyrirmynd, er eins og skrif- arar handritanna hafi oft ekki getað stillt sig um að bæta við ýmiskonar lykkjum og krulli frá eigin brjósti, laufskrúði, blómum og glaðlegum andlitum til uppfyllingar. Vel má ímynda sér að þeir sem á ann- að borð skreyttu handrit sín hafi séð tækifæri til að gera handverk sitt líflegra en prentuðu bækurnar sem stuðst var við. Til þess notuðu þeir blóm og plöntu- form frábrugðin fíngerðu línuflúri prentuðu bókanna, að ónefndum litunum sem eru af skornum skammti í prentuðum bókum frá þessum tíma. Ekki er óalgengt að í einu og sama handriti ægi saman upphafsstöfum af ýmsum stærðum og gerðum, án þess að nokkur tilraun sé gerð til að hafa samræmi eða heildarsvip yfir skreytingunum. Skrif- arar á þessum tíma virðast hafa haft lítil not fyrir þá nákvæmu stigskipun í stærð og skreytingum sem einkennir gjarnan upphafsstafi miðaldahanda. Efnis- skil í textanum eru oft auðkennd á annan hátt í yngri handritunum, t.d. með skrautbekkjum milli kafla eða (t/Ötfem: -<?ýnc. hcíjad jom cr íviíiií vmr itmiwfd 2- 'jimtnym-; * ?. itnðaaH fc uj. «tti T«ij j TV&4 i.iitqui Mur^rtnffl Upphafsstafir (H og Þ) í ÍB 105 4to (kvæðabók frá 1758-1768). Upphafsstafur og skrautborði í Upphafsstafir (L og H) í JS 13 8vo (sálmasafni frá um 1770). Lbs. 886 a 4to (sálmaupp- skriftum frá 1772). 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.