Sagnir - 01.06.2001, Side 45

Sagnir - 01.06.2001, Side 45
yfirvöld útvegi fræ,4S enda má gera ráð fyrir því að hin nýja skylda hreppstjóra, að „innræta almenníngi lyst og góða viðleitni með kályrkju, kálróta- og jarðepla-afla, allsstaðar hvar faung eða líklegheit eru til...“46 hafi verið næsta gagnslaus þegar engin fræ voru til í landinu. Sýslumaðurinn í Vestur-Skaftafells- sýslu hafði t.a.m. útdeilt fræjum á kostnað Suðuramtsins árið 1813. íbúarnir höfðu tekið stórum framförum í garðræktinni en þeir höfðu sérstaklega miklar mætur á gulrófuuppskerunni.47 Af vaxandi fjölda matjurtagarða í landinu að dæma má gera ráð fyrir að talsverður fjöldi íslendinga hafi tekið mark á hvatn- ingarorðum stjórnarinnar til landsmanna um nýtingu landsins til annarra nota en beitar. Frá árinu 1801 til 1810 hafði mat- jurtagörðum í landinu fjölgað úr 270 í 1194, árið 1813 voru garðarnir 1.659 og fjöldi þeirra náði svo hámarki árið 1817 þegar þeir voru 3.466 talsins.48 Helsta hvatning íbúanna hefur án efa verið sá staki skortur sem íslendingar stóðu frammi fyrir á styrjaldarárunum þar sem íslendingar nýttu sér öll tiltæk ráð til þess að komast lífs af. Fjallagrös, söl og fjörugrös íslendingar höfðu þó stöðugar áhyggjur „vegna þess að skipa- koman brást.“4S En í samræmi við boðskap Magnúsar Stephensens, reyndu margir íslendingar að bjarga sér sjálfir af náttúrunnar gæðum. Sjálfsbjargarviðleitnin leiddi meðal annars til þess að frú Gyða fór í tjaldferð í þrjár vikur á grasafjall sum- arið 1808 ásamt tveimur börnum sínum og sex af vinnufólki sínu. Mikil búbót var að ferðinni en að henni lokinni höfðu þau aflað heimilinu átta til tíu tunna af fjallagrösum.50 Víða er að finna heimildir fyrir grasaferðum íslendinga fyrr á tímum og hvernig fslendingar nýttu grös og jurtir til matar.51 Gagnsemi fjallagrasa í hallærum var ótvíræð. Eggert Ólafsson greindi frá konu sem hafði lengi þjáðst af lífsýki'2 en fengið fullan bata eftir að hún fór að hafa fjallagrös til matar.53 Þessar jákvæðu hliðaverkanir fjallagrasanna virðast þó ekki hafa verið á vitorði margra íslendinga.54 En nóg var af fjallagrösum hér eða líkt og Hooker greindi frá: „It is, perhaps, in no country found in such plenty, as in this from which it takes its name [Lichen islandicns].“5S Fjallagrösin voru yfirleitt þurrkuð og soðin niður með mjólk í graut.56 Söfnun á sölvum og ýmiskonar þangi til matar virðist ekki hafa verið eins algeng í gegnum tíðina. Eggert Ólafsson fjallar ekki nema afar lítillega um át íslendinga á slíkum strandjurtum5 sem bendir til þess að íslendingar hafi síður viljað leita í fjörur landsins en til fjalla eftir æti þar sem hann gerði svo rækilega grein fyrir söfnun og nýtingu landsmanna á fjallagrösum.58 En Eggert var „einn áhrifamesjti] áhugamaður um mataræði íslendinga“ á sínum tíma.55 Sjávarplönturnar taldi Eggert þó að væru afar gagnlegar til eldsneytis og skepnufóðurs og ljóst er að einstaka þangtegundir voru etnar af fátæklingum í hallærum.60 Magnús Stephensen sló á svipaða strengi en honum fannst ótrú- legt að sölin væru aðeins borðuð af fátæklingum í harðindum, þar sem „þau í öllu tilliti gefi mönnum gott fæði...“ .61 Margir íslendingar fóru að borða söl á styrjaldarárunum. Árið 1809 höfðu íbúar Dalasýslu „til stor nytte...indsamlet Fi- ældmos og Söl...“ þar af leiðandi „var ikke Stor Mangel paa Levnetsmidler denne gang...“.62 í Reykjavík árið 1813 hafði ástandið verið með versta móti. Guðrún Skúladóttir hélt því fram að fjöldi manna [hefði] dáið hér af hungri, á innnesjum, ef þeim hefði ei gefizt mikill skelfiskur, sem rak á flestar fjörur og fólk tók feginsamlega sér til lífs. Nokkrir tóku þang og gerðu sér þar af graut, og með þessu móti dróst lífið fram, svo fólk hefur ei dáið hungurs eða hors dauða nema fáeinir niðursetningar ... og tveir eða þrír fátæk- lingar.63 í þessari heimild má segja að Guðrún hafi óafvitandi fært okkur ákveðna útskýringu á því hvernig fólki tókst að draga fram lífið í skortinum. En líkt og þegar hefur komið fram og Magnús Stephensen skrif- aði um í hugvekju sinni til góðra íslenskra íbúa, voru söl eða þang dýrmætt lífsmeðal, sér í lagi við sjávar- síðuna, þar sem strandjurtirnar gætu að „reyndra Læknara dómi í Kaupmannahöfn“ unnið gegn skyr- bjúg.64 William Jackson Hooker varð víða var við að íslendingar borðuðu söl þegar hann ferðaðist á íslandi. Sölin voru tekin, þvegin rækilega og svo þurrkuð áður en þeim var pakkað í tunnur. Mat- reiðslan á sölvum var með ýmsu móti. Algengt var að borða þau með fisk og smjöri en efnameiri bændur suðu sölin gjarnan í graut, með mjólk og jafnvel rúg, ef svo bar við.65 Hugvitssemin virðist hafa leikið við íbúa Vestur-Skaftafellssýslu árið 1813. Þá greindi Jón Guðmundsson sýslumaður frá því að íbúar sýslunnar væru teknir að búa sér til velling eða graut úr blöndu af rófum og fjallagrösum „uden mindste anviisning fra landets læger.“66 Hvalkjöt, hákarlar og síli Sumum íslendingum tókst að draga fram lífið og koma í veg fyrir að falla úr hor með tilfallandi náð- argjöfum úr náttúrunni. Þær gat t.d. rekið á land. Jón Guðmundsson sýslumaður taldi t.d. óhætt að full- yrða að fjöldi íbúa í Skaftafellssýslu hefði lifað vet- urinn 1812-1813 af vegna þess að talsvert magn af sílum hafði rekið þar á land í lok mars.67 Síli rak reyndar svo oft á land við sandana í Skaftafellssýslu að farið var í lestum að leita að sílum í fjörunni. Lestarmenn „þvoðu af þeim sand og slepju og suðu í saltvatni eða sýrubornu vatni. Afgangurinn var súrs- aður. Stundum grafin í fönn til vors, þá hert eins og hey i flekkjum, fergð í íláti; hitnaði þar og varð bragðgott."68 Þó var algengara að hvali ræki á land og þá voru þeir umsvifalaust teknir og settir í súr eða étnir nýir.6’ Á tímabilinu sem hér er til umræðu voru slíkir við- burðir nokkuð tíðir og miklar bjargræðisstoðir. í maí árið 1808 rak t.d. hval á land í Strandasýslu, „til god Fordeel saavel for Ejerne, som tilgrænsende Indbyggere.“ 0 í Múlasýslu lenti hvalur á grynningum nærri góðviljuðum öldnum presti í Fáskrúðsfirði. Horfurnar á hungurdauða í Múlasýslum virtust úr sögunni „eftir að hvalinn rak, og á þessari guðs gjöf mega allir sjá og þreifa á varðveizlu forsjónarinnar og þeirri miskunnsemi guðs, er lýsir sér í því, hversu hans föðurauga vakir yfir öllum skepnum hans.“ Enda hafði ekki hval rekið á land í Suður-Múlasýslu í áraraðir. Mörg hundruð manna fengu mikilvæga bjargræðisstoð en ,,[ó]ttinn við hungrið og þess hræðilegu eftirköst hafði fram að þessu gagntekið og bugað hugi allra.“71 Árið 1812 rak 1100 smáhvali á land í Eyra- og Helgafellssveit „hvorved ikke allene dette men endog mange andre sysseler, bleve rigeligen forsynede med vinterforraad og nödvændigste livs ophold.“72 Og það sama var upp á teningnum á Reykjanesi þar sem smáhveli rak á land við Njarðvík í október á sama ári sem var íbúunum ómetanleg hjálparstoð.73 Úr hvalnum var unnið ýmiss konar lostæti. Hval- spik var notað sem viðbit í stað smjörs, og kjöt- snúðar og bollur búnar til úr þvestinu sem þóttu 43
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.