Sagnir - 01.06.2001, Síða 53

Sagnir - 01.06.2001, Síða 53
Freymóður Jóhannsson, Fjalla-Eyvitidur. Leikfélag Reykjavíkur 1930. kennilega hreinleik íslenzkrar náttúru sem jók enn á áhrif þessa mikla leikrits."15 Leikmyndir Freymóðs fyrir LR ollu stundum deilum og sjálfur lenti hann í deilum við aðra leikmyndahöf- unda sem honum þóttu ekki nógu natúralískir. Árið 1933 kom Lárus Ingólfsson heim, lærður í sömu kúnst, með reynslu úr Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn í farteskinu. Par hafði hann teiknað búninga og gert módel af leikmyndum og gert leikmynd fyrir 0nsket eftir Jóhann Sigurjónsson. Hann segir að mestu breytingarnar í leikmyndastíl hafi orðið þegar hann var við nám og störf í Kaupmannahöfn: „Þá tóku ýmsir frábærir leiktjaldasmiðir eins og Piscator hinn þýski og Craig hinn enski að stílfæra leiktjöld og skafa af þeim raunsæismótið, „naturalismann“, og þetta fannst okkur mikil bylting." Lárus Ingólfsson vann 1934-35 með danska leikstjór- anum og teiknaranum Gunnari R. Hansen, sem kom hingað með nýjar áherslur. Segja má að Lárus og Gunnar hafi komið með módernismann, vonum seinna inn í íslenska leikmyndlist. Gunnar komst ungur í kynni við Guðmund Kamban er hann vann við tökur á Höddu Pöddu árið 1923. Gunnar R. Hansen Verk Gunnars R. Hansen breyttu um margt viðhorfinu hér til leiklistarinnar almennt og lenti hann m.a. í ritdeilum við Frey- móð Jóhannsson um nauðsyn „réttra“ leikmynda frá raunsæis- sjónarmiði. Meginþrætueplið var hvort máluð tré á baktjaldi í sýningu LR á Jeppa á Fjalli eftir Holberg gætu snúið í átt gagn- stæða þeirri vindátt sem ríkti á sviðinu. Freymóður nefndi einnig til sögu stíl innréttinga og húsgagna á óðals- setrinu, sem hann segir í „snúnum jólakertisstíl“ og sagði „gripnar úr nýjustu þýzkri byggingagerð.“16 Hann gagnrýndi jafnframt litinn á forhenginu, sem hann kallaði „líktjald.“17 Gunnar svaraði því til að þekkt væri að staðvindar úr vestri sveigðu ungar trjá- plöntur til austurs og þær gætu síðan ekki rétt sig við þó blési í gagnstæða átt. Einnig sagði hann að hann hefði verið þrjú ár í Frakklandi og kynnt sér sérstak- lega tímabilið 1700 til 1730 en Jeppi á Fjalli var frumfluttur 1722. Þá hafi rókókóstíllinn byrjað að ryðja sér til rúms og verið þá mun einfaldari en síðar varð. Hann hafi miðað við tiltekið málverk í Louvre af þessum ástæðum. Varðandi forhengið segir hann að erlendis séu víðast hvar notuð nær eingöngu svört tjöld, því þau eigi að vera hlutlaus: „Áhorfendur eiga að horfa á leikendurna, ekki á tjaldið. “18 Þarna koma fram viðhorf um einfaldari framsetn- ingu samhliða tryggð við höfundinn sem má kalla fyrsta vísi að módernisma í hérlendri leikmyndlist. Hérlendis höfðu sýningar í raunsæjum ofhlæðisstíl átt upp á pallborðið og var Freymóður talsmaður þeirra og taldi tryggð við höfundinn fólgna í sem nákvæmastri eftirmynd veruleika sögunnar. Gunnar hafði, líkt og Guðmundur Kamban, verið undir áhrifum frá rússneska leikstjóranum Konstantin Stanislavsky, sem lagði mikla áherslu á innlifun í efnið og að bera virðingu fyrir höfundinum.1’ Gunnar var oft gagnrýndur fyrir að fylgja fyrirmælum höf- unda of nákvæmlega. Þeir Freymóður áttu því ýmis- legt sameiginlegt í því hvernig þeir nálguðust verkin. Hinsvegar voru leikmyndir Gunnars jafnan stíl- færðar, enda taldi hann sjálfsagt að „klæða leik í nýjan búning, svo framarlega sem hann hæfir efni leiksins og áformi höfundarins." Og hann var opinn fyrir táknsæi; „Eg er á því, að nota eigi hinar ýmsu stíltegundir við leiktjaldagerð, einnig symbólisma, svo framarlega sem það fellur að leiknum."20 Gunnar segir Kamban hafa haft svipaða skoðun á leik- tjöldum: „Hann vildi að þau væru eins og undirspil, styddu leikritið en yfirgnæfðu hvergi."21 Gunnar var hér aðeins um veturinn 1934-5 en átti eftir að koma til langdvalar síðar. Gunnar R. Hansen, Jeppi á Fjalli. Leikfélag Reykj‘avíkur 1934. 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.