Sagnir - 01.06.2001, Qupperneq 59

Sagnir - 01.06.2001, Qupperneq 59
Jón Vióar Jónsson er leiklistarfræðingur. Hann á sæti í stjórn og starfsstjórn Samtaka um leikminjasafn. Hvers vegna þurfum vió safn um leiklistarsögu? Með stofnun Samtaka um leikminjasafn síðastliðið vor var stigið stórt skref í átt til þess sem lengi hefur verið draumur íslensks leiklistarfólks: að koma hér upp fullgildu safni um leik- listarsögu okkar. Það sem á hefur skort hefur kannski einkum verið tvennt, annars vegar samstaða meðal allra sem málið varðar eða láta sig það varða, hins vegar trú á málstaðinn. En nú náðist slík samstaða sem sagt í fyrsta skipti, því að samtökin mynda allar stærstu leiklistarstofnanir þjóðarinnar auk helstu stéttar- og fagfélaga. Þá gerðust fjörutíu einstaklingar og einum betur stofnfélagar á stofnfundinum sem var haldinn með hátíð- arbrag í Iðnó 21. apríl sl. Þörfin fyrir leiklistarsögusafn er sem sagt ekki nýtt umræðu- efni. Með því er þó ekki sagt að allir, jafnvel ekki meðal þeirra sem starfa að leiklist, hafi sýnt málinu skilning. Leiklistin er list andartaksins, svo vitnað sé í gömul sannindi sem eru löngu orðin að klisju, og sumir virðast telja alveg nóg að svo sé. Hún bregði, þegar vel tekst til, lit og ljóma á líðandi stund, en sé síðan best geymd í minningu þeirra sem nutu hennar sjálfir, beint og milliliðalaust. Allt sem hún skilji eftir sig í áþreifanlegu, varanlegu formi sé svo fátæklegt endurskin þess viðburðar, sem eitt sinn ljómaði upp sálina, að það sé í rauninni betur gleymt en geymt. Hverju eigum við að svara slíkum skoðunum? Leiklistin er auðvitað list andartaksins, því verður ekki á móti mælt. Það er einmitt sérstaða hennar og styrkur, t.d. gagnvart kvikmynd- unum. Um síðustu aldamót var því spáð að hinn nýi miðill, sem í fínum kreðsum menningarborganna þótti hæfa best sem dægradvöl óupplýstra vinnukvenna, myndi innan örfárra ára- tuga útrýma lifandi leiklist. Sú spá rættist ekki. Tuttugasta öldin varð eitt litskrúðugasta blómaskeið allrar leiklistarsögunnar og fæddi af sér mörg stór leikskáld sem óþarfi er að telja upp hér. Kannski hefur ögrunin frá kvikmyndunum átt sinn þátt í því. Auðvitað er staðföst skoðun allra sem unna lifandi leiklist, lifandi drama, að hún bjóði upp á ýmislegt sem aðrar listgreinar, þ.á m. kvikmyndirnar geri ekki, og því muni hún lifa á meðan menn kunni að meta það. Hvað það nú nákvæmlega er sem gerir leiklistina að leiklist, dramað að drama, ætla ég ekki að hætta mér út í að ræða í stuttum pistli, sem á þar að auki að fjalla um allt annað. Eitt af merkjum siðmenntaðs samfélags er almennt talið að láta sér annt um bestu verk forfeðranna, allt sem gæti varpað einhverju ljósi á það líf sem þeir lifðu, hugar- heim þeirra og tilfinningalíf. Hvers vegna skyldi leik- húsið vera þar undanþegið? Oft hefur verið á það bent að sá sem reynir að kafa ofan í leiklistarsögu fyrri tíma er í raun í alveg sömu stöðu og þeir sem fást við almenna sögu. Viðfangsefnið sjálft, þ.e. við- burðir og menn liðins tíma, er horfið í djúp tímans en hefur skilið eftir sig ýmsar menjar sem við teljum okkur geta lesið úr upplýsingar með þeim aðferðum sem vísindin hafa þróað. Hverfulleiki leiklistarinnar er því, grannt skoðað, engin röksemd gegn því að við förum með hana eins og allt annað sem við viljum vita um fortíðina. Sé leiklistin betur gleymd en geymd, hlýtur þá ekki hið sama að eiga við um alla sagnfræði? Hvað sem því líður, þá hefur nú orðið löngu tíma- bær vakning meðal leikhúsfólks og allra, sem láta hag íslenskrar leiklistar sig nokkru skipta, um að snúa vörn í sókn og hætta að láta leiklistarsögulegar minjar þjóðarinnar tvístrast og týnast án þess nokkuð sé að gert. Þar hafa sannarlega orðið hryggi- leg slys. Bruninn í Lækjargötu 14, þegar m.a. bún- ingasafn L.R. brann að stórum hluta, er sjálfsagt frægast, önnur hafa orðið í kyrrþey, stundum vegna fáfræði eða kæruleysis, en einnig vegna þess að fólk vissi hreinlega ekki hvert það ætti að fara með hlut- ina. Bréf, skjöl og önnur pappírsgögn geta menn sett á opinber söfn, en hvað á að gera við sviðslíkön, bún- ingateikningar, leikmuni, sem vert er að halda upp á, eða búninga og búningahluta sem hafa sloppið undan eyðingunni? Spurningar sem þessar brenna auðvitað umfram allt á höfundum slíkra gripa, sem hugnast ekki að verkum þeirra sé sópað á haugana þegar búið er að nota þau og ekki lengur pláss fyrir þau í yfirfullum geymslum leikhúsanna. Því ætti ekki að koma neinum á óvart að sú hreyfing, sem nú hefur skilað sér í stofnun umræddra samtaka, kemur frá félagi leikmynda- og búningahöfunda sem á heiðurinn að því að hafa náð mönnum saman um það viðamikla viðfangsefni að skapa raunhæfan starfsgrundvöll fyrir safn framtíðarinnar. En ýmsir hafa auðvitað 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.