Sagnir - 01.06.2001, Side 60

Sagnir - 01.06.2001, Side 60
undirbúið jarðveginn á löngum tíma, bæði fræði- menn og starfandi leikhúsmenn. Á engan er hallað þó að hér séu nefnd nöfn tveggja manna sem flestum betur unnu að því að halda hugsjóninni á lofti á síð- ustu öld, þegar áður en atvinnuleikhús var orðið að veruleika, Lárusar Sigurbjörnssonar borgarskjala- varðar og Haralds Björnssonar leikara. Lárus vann ómetanlegt söfnunar- og skráningarstarf auk þess sem hann skilaði merkum frumrannsóknum og skrif- aði læsilegar greinar fyrir almenning. Haraldur hélt til haga öllum gögnum um feril sinn, ritaði um málið og dreymdi um að hús hans við Bergstaðastræti gæti orðið aðsetur slíks safns í framtíðinni, þó að ekki séu miklar líkur á að svo verði þegar þessi orð eru rituð. Samtök um leikminjasafn eru þannig skipulögð að tuttugu og eitt félag af ýmum toga, leikhús, bandalög, stéttar- og fagfélög mynda saman eina stóra stjórn sem kemur saman 3-4 sinnum á ári. Þessi stjórn kýs síðan fimm manna starfsstjórn sem fundar að jafnaði vikulega. Á því hálfa ári sem liðið er frá stofnun samtakanna hefur starfsstjórnin lagt af mörkum mikið starf sem allar vonir standa til að skili áþreifanlegum árangri innan skamms tíma. Það verk- efni, sem lögð er á megináhersla nú, er undirbún- ingur sýningar í tilefni aldarafmælis Halldórs Lax- ness á næsta ári, um tengsl hans og leiklistarinnar. Sýna á frumsamin leikrit hans, leikgerðir verka hans í ólíkum miðlum, áhrif leiklistarinnar á sjálfan hann o.s.frv. Áætlað er að halda þessa sýningu í Þjóðmenn- ingarhúsinu í nokkrar vikur á undan afmælisdeg- inum og hafa í henni mikið ívaf lifandi leiklistar. Halldór Laxness var, eins og margir miklir listamenn, alvörugefinn grallari, tragískur spaugari. Leikhúsið var honum vettvangur hugarflugs og leiks, ekki nat- úralisma eða einfaldrar siðaboðunar og kannski var það þess vegna sem hann varð sem leikskáld hálf- gerður einfari í íslensku leikhúsi. Ymsar tilraunir leikhúsfólks til að endurvinna verk hans fyrir leiksvið og bíó hafa hins vegar jafnan átt forvitni og áhuga almennings vísan, þó að árangurinn hafi ekki ætíð verið öllum að skapi. Hundrað ára afmælið ætti að vera kjörið tækifæri til að viðra ólíkar skoðanir á því. Að öðru leyti leggur starfsstjórnin nú mest kapp á að hefja söfnun og skráningu þeirra leiklistarminja sem má telja í mestri glötunarhættu og er sannarlega enginn skortur á þeim. Komið hefur verið á samstarfi við Sarp, skráningarkerfi Þjóðminja- safnsins, og verður því haldið áfram eftir því sem starfið eflist. Samtökin hafa komið sér upp starfsaðstöðu ásamt góðri geymslu í húsnæði Reykjavíkurakademíunnar og geta því veitt viðtöku ýmsum smærri einkasöfnum sem fólk vill koma í öruggt skjól. Framtíðaraðstaðan er hins vegar ekki fundin, hvorki til geymslu né sýningahalds. Þá er kynningarstarf mikilvægur þáttur í starfi samtakanna og allt sem lýtur að því að minna á og gera leiksöguarfinn sýnilegan á eins lifandi hátt og hægt er. Sú tíð, þegar leiksögusöfn voru ekki annað en dauðar upp- stillingar af gínum í gömlum búningum, ljósmyndir á veggjum og annað þess háttar góss er löngu liðin. Miðlunartækni nú- tímans gerir mönnum kleift að blása lífi í viðfangsefnið á allt annan hátt en áður var. Þar hefur tölvutæknin valdið byltingu sem opnar hugmyndaríkum safnamönnum ótal leiðir. Sum af bestu leikminjasöfnum nágrannalanda okkar leitast ekki síst við að höfða til barna og yngra fólks, m.a. með reglubundnu sam- starfi við skóla sem senda nemendur sína í heimsóknir þar sem þeir eru leiddir inn í heim leikhússins. En þessi söfn eru einnig rannsóknamiðstöðvar í góðum tengslum við háskólastofanir, því að leiklistarfræðin er auðvitað föst kennslugrein hjá flestum háskólum, þó að svo sé ekki við Háskóla íslands. Þar á þarf auðvitað að verða breyting hið snarasta og mætti m.a. undirbúa jarðveginn með samvinnu milli leikminjasafnsins, þegar það er orðið að veruleika, og háskólagreina eins og sagnfræði, bók- menntafræði og íslensku. Gætu þá nemendur í þessum greinum tekið að sér ýmis skráningar- og rannsóknarverkefni á safninu og fengið þar undirstöðuþjálfun. Þannig væri hægt að leggja grunn að raunverulegri íslenskri leikhúsfræði sem okkur skortir sárlega nú. Stjórn og starfsstjórn Samtaka um leikminjasafn Starfsstjórn, kosin á fyrsta stjórnarfundi 15. maí 2001: Aðalstjórn er þannig skipuð: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, fyrir Rithöfundasamband íslands Ari Kristinsson, fyrir Framleiðendafélagið / SÍK Benóný Ægisson, fyrir Leikskáldafélag íslands Björn G. Björnsson, fyrir Félag leikmynda- og búningahöfunda Geir óttarr Geirsson, fyrir íslensku óperuna Helga Steffensen, fyrir brúðuleikhússamtökin Unima á íslandi Hjálmtýr Heiðdal, fyrir Félag kvikmyndagerðarmanna Ingibjörg Björnsdóttir, fyrir Félag íslenskra listdansara og ísl. dansflokkinn Jón Viðar Jónsson, fyrir Félag leiklistarfræðinga Jón Þórisson, fyrir Leikfélag Reykjavíkur Magnús Geir Þórðarson, fyrir Bandalag sjálfstæðra leikhúsa og Leikfélag íslands ólafur J. Engilbertsson, fyrir Ríkisútvarpið Pétur Eggerz, fyrir Assitej á íslandi (barnaleikhússamtök) Pjetur Stefánsson, fyrir Samband íslenskra myndlistarmanna Stefán Baldursson, fyrir Þjóðleikhúsið Stefán Jónsson, fyrir Félag íslenskra leikara Sveinn Einarsson, fyrir Félag leikstjóra á íslandi Sigurður Hróarsson, fyrir Leikfélag Akureyrar Tryggvi M. Baldvinsson, fyrir Félag ísl. tónlistarmanna, FÍH og Tónskáldafélag íslands Vilborg Valgarðsdóttir, fyrir Bandalag íslenskra leikfélaga Formaður: Varaformaður: Ritari: Gjaldkeri: Meðstjórnandi: ólafur J. Engilbertsson, leikmyndahöfundur, ole@binet.is sími 698-7533. Sveinn Einarsson, leikstjóri, sveinn.einarsson@mrn.stjr.is, sími 551-4032. dr. Jón Viðar Jónsson, leiklistarfræðingur, sími 863-6437. Björn G. Björnsson, leikmyndahöf., listsaga@mmedia.is, sími 892-8441. Jón Þórisson, leikmyndahöfundur, minus@mmedia.is, 552-1892. Samtökin hafa aðsetur í húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar að Hringbraut 121 á 3. hæð. Starfsstjórn kemur jafnan saman á þriðjudögum kl. 17:00. Jón Viðar Jónsson er í hlutastarfi hjá samtökunum og veitir allar nánari upplýsingar um verkefni þeirra. Kennitala: Aðsetur: Póstáritun: Banki: Netfang: Sími: 570501-2320 Hringbraut 121, 3. hæð, 107 Reykjavík. Pósthólf 1603, 121 Reykjavík. íslandsbanki, Lóuhólum, reikningsnúmer 537-26-269412 leikminjar@akademia.is 511-2324 58
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.