Sagnir - 01.06.2001, Qupperneq 64

Sagnir - 01.06.2001, Qupperneq 64
byggðir landsins. Flestir þeirra tilheyrðu efri stéttum samfélagsins og komu frá stórborgum erlendis þar sem allir lifnaðarhætdr voru afar ólíkir fátæklegum búskaparháttum íslendinga. Læknalaust samfélag Fyrsta landlæknisembættið var stofnað hér árið 1760 en fram að þeim tíma hafði landið verið án lærðra lækna. Vegna erfiðra samgangna gátu læknar einungis sinnt íbúum úr nánasta umhverfi sínu meðan stærsti hluti þjóðarinnar var án læknishjálpar alla öldina. I þessu læknisleysi hafði samfélagið því komið sér upp eigin kerfi til að annast sjúka og slasaða. Mikil fjarlægð frá læknishjálp og almenn fátækt kom í veg fyrir að læknir væri sóttur til sjúkra og slasaðra en til að vitja læknis þurfti oft að fara langar dagleiðir í misjöfnum veðrum og ófærð hefur því eflaust margsinnis komið í veg fyrir að hægt væri að ná í hjálp í tæka tíð. Veikindi lögðust jafnvel á heilu fjölskyldurnar og þá var enginn til að sækja hjálp eða annast hina sjúku. Slíkt úrræðaleysi hefur stuðlað að því að ýmis húsráð og læknismeðul voru notuð í meiri mæli en annars enda var hjátrú líka mikil í bjargarleysi þessa gamla samfélags. Schleisner segir læknaskortinn á íslandi hafa gert náttúrulækningar útbreiddari hér en annars staðar í Evrópu og að margir búi yfir takmarkaðri kunnáttu í læknishjálp svo sem sóknarpresturinn, hreppstjórinn, blóðtöku- mennirnir og ljósmæðurnar. í hverjum hreppi á land- inu fyndust slíkir læknar sem stunduðu þess háttar lækningar ókeypis fyrir hreppsbúa. Kunnáttu sína sóttu þeir í gamlar bækur sem gengið höfðu um landið í fjölda uppskrifta í gegnum tíðina. Þessar bækur höfðu að geyma húsráð við ýmsum algengustu kvillum er hrjáðu landsmenn ásamt nokkrum undirstöðuatriðum læknavísindanna allt frá tímum fornaldar.23 Schleisner undrast að sjaldan skuli kallað eftir lækni til ungbarna þrátt fyrir háa dánartíðni þeirra á Islandi en nútímafræðimenn hafa oft dregið þá ályktun út frá þeim upplýsingum að mæður hafi hirt lítið um örlög ungbarna sinna.24 Sennilegri skýringu á því er þó vafalítið að finna í hinu aldargamla sam- hjálparkerfi er hér var við lýði, ásamt almennu úrræðaleysi lækna gegn barnasjúkdómum og farsóttum sem hefur dregið úr trú manna á mátt nútímalækna. Mögulega hafa þessar vannærðu og vinnulúnu mæður 18. aldar oftar fætt af sér óvenju lítil og veikbyggð börn sem aldrei áttu sér neina von í þessu frumstæða samfélagi en flest þessara ungbarna dóu á fyrsta mánuðinum og jafnvel á fyrstu tíu dög- unum. Einnig ber að geta smitsjúkdóma, t.d. ginklofans, sem dró um 70% allra ungbarna í Vestmannaeyjum til dauða á fyrstu tíu dögunum. Danska lækninum Schleisner tókst að útrýma ginklofanum í Vestmannaeyjum að mestu leyti á miðri 19. öld.25 Kuldinn, þrengslin og ólyktin í torfbæjunum hafa aukið smithættu og veikt mótstöðuafl ungbarnanna til muna en sá siður að setja ungbörn í reifar sýnir viðleitni mæðra til að verja þau gegn ofkælingu og hvers kyns hnjaski í hinum þröngu vist- arverum. Nýjar rannsóknir benda jafnvel á ótvíræða kosti þess að leggja börn í reifar af ýmsum ástæðum. Aó leggja barn í reifar Bókin Barnið okkar eftir Penelope Leach hefur hlotið mikla útbreiðslu á íslandi og verið vinsælt lesefni íslenskra foreldra á undanförnum áratugum. Þar segir m.a. að frumþarfir ung- barnsins séu hlýja, þægindi, öryggi og vökvi. Barnið þarf tíma til að venjast lífinu utan legs móðurinnar þar sem það hefur vaxið og dafnað í hlýju, mjúku og umfram allt öruggu umhverfi. Hiti er talinn ungbarninu afar mikilvægur en hann gerir það afslappað og því líður vel. Þegar loft leikur um húð barnsins líður því illa því það vill finna fataefni við líkama sinn. Gott ráð við óværð er því að dúða barnið vel og leggja í reifar því það veitir barninu hlýju og öryggistilfinningu.26 Að reifa ungbörn hefur tíðkast um alla Evrópu frá fornu fari. Heimildum ber þó ekki saman um hversu lengi börn voru höfð í reifum hér á landi en trúlega hafa aðstæður hverju sinni ráðið því. Á 19. öld segir Schleisner íslensk ungbörn einungis vera í vikutíma í reifum en síðan klædd í venjuleg föt.27 Á hinn bóginn segir Horrebow, sem hér ferðaðist um á miðri 18. öld, þau ekki klædd í föt fyrr en níu til tíu vikna gömul.28 Hugsunin á bak við reifun er að veita barninu sömu örygg- istilfinningu og það hafði í hlýjum og þéttum móðurkviði. Nýlegar rannsóknir sýna einmitt fram á það að reifuð börn eru rólegri, sofa meira, gráta minna og hafa hægari hjartslátt.29 Reif- arnar hjálpa nýfæddu barninu að venjast öllu því áreiti sem það verður fyrir í umhverfinu á notalegri máta en ella. Erfitt hefur reynst að sanna það að reifun hamli líkamlegum eða andlegum þroska barnsins vegna vöntunar á líkamlegri snertingu enda Sá siður að setja ungbörn í reifar sýnir viðleitni mæðra til að verja þau gegn ofkælningu og hvers kyns hnjaski í hinum þröngu vistarverum. 62
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.