Sagnir - 01.06.2001, Page 75

Sagnir - 01.06.2001, Page 75
upp með þeim hætti að lesandinn geti sniðgengið texta minn í upphafi hvers kafla og lesið bréfin í annarri röð en þeirri sem þau eru í í bókinni. Þannig getur lesandinn dregið úr þeim áhrifum sem uppsetning bókarinnar hefur á lestur hans. Túlkun lesandans er háð gildismati hans og reynslu og sá sannleikur sem bókin hefur fram að færa er sá sannleikur sem skapast þegar lesandinn mcetir heimildum fortíðarinnar með opnum huga. Þessi fundur lesanda og heimilda krefst þess að lesandinn sýni heimildunum virðingu og geri sér grein fyrir möguleikum og takmörkunum eigin túlkunar. Túlkun hvers lesanda er upp- spretta nýrra sanninda um fortíð og nútíð og samband þessara tveggja tíma. Ég vil því síður lýsa efni bókarinnar of nákvæm- lega en get þó sagt að í mínum skilningi er þetta sönn saga sem inniheldur dramatíska árekstra einstaklingsins við samfélagið. Þetta er líka, svo dæmi séu tekin, ástarsaga, fjölskyldusaga, harmsaga og samfélagssaga. Nú er mikið til af persónulegum heimildum, bréfum, dagbókum og öðru, er einhver sérstök ástæða fyrir því að þetta efni varð fyrir valinu? Ég kynntist Finni Jónssyni gegnum bréf hans þegar ég var Erasmus-stúdent við Háskólann í Roskilde í Danmörku, vorið 1996. Ég hafði nokkuð frjálsar hendur í náminu og ákvað að skrifa tíu eininga ritgerð sem byggði á persónulegum heim- ildum. Bréf Finns fann ég á Konunglegu bókhlöðunni í Kaup- mannahöfn og hreifst strax af þeim. Þau lýsa á mjög fallegan hátt lífsviðhorfum ungs manns, framtíðardraumum hans og þeim möguleikum og takmörkunum sem hann telur samfélagið fela í sér. Þessi bréf eru fyrst og fremst reynslusaga einstakl- ingsins af samfélaginu. Síðar kynntist ég öðrum bréfriturum sem áttu í beinum eða óbeinum samræðum við Finn í skrifum sínum og margir þeirra eiga bréf í bókinni. Þeirra á meðal er móðir Finns, Anna Guðrún Eiríksdóttir. Hún var fædd árið 1828 en þrátt fyrir að hún hafi ekki hlotið neina formlega menntun eru bréf hennar einstaklega vel skrifuð og hafa mikla hlýju og alúð að geyma. Bréf Önnu Guðrúnar eru enda þau bréf sem ég held hvað mest upp á og þykir mikilvægast að hafa komið á framfæri með þessum hætti. Nú er þetta ansi viðamikið verk. Hvernig fór vinnsluferlið fram? Nýsköpunarsjóður námsmanna 1997 og 1998, Stofnun Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn 1999 og stuðningur frá Háskólaútgáfunni gerðu mér fjárhagslega kleift að vinna verkið. Vinnan fór þannig fram að ég las bréfin, sló þau inn í tölvu, bar innsláttinn saman við frumheimildirnar, sendi textann áfram til ritstjóra sem báru þau aftur saman við frumtexta og þar fram eftir götunum. Þar að auki býr töluverð hugmyndafræðileg vinna að baki bókinni sem einkum fór fram með lestri fræði- texta og samræðum við ritstjóra bókarinnar og aðra er sinnt hafa persónulegum heimildum. Vinnan við bókina teygði sig í heildina yfir tveggja ára tímabil eða rúmlega það. Er eitthvað sem kom þér á óvart við gerð annars vegar B.A. ritgerðar þinnar og bókarinnar hins vegar? Hvort tveggja kallaði á sífellda endurskoðun, bæði á sjálfum textanum og hugmyndafræðinni að baki verkinu - sem á ný kallaði auðvitað á spurningar um tilganginn með þessu öllu saman. Þetta eru auðvitað spurningar sem tilheyra allri fræði- legri vinnu en ekki verkefninu sérstaklega. Ef ég á að nefna eitt- hvað sem kom mér á óvart við sjálft viðfangsefnið þá var það einna helst hversu ótrúlega margræðar persónulegar heimildir eru og um leið hversu gefandi það er að vinna með þær þar sem þær veita manni bæði innsýn í mannlegt eðli og liðna tíð. Hversu góðar heimildir telur þú sendibréf vera? Sendibréf eru, eins og aðrar heimildir, texti sem skrif- aður var í fortíðinni. Það samhengi sem textinn var skrifaður í er með öðrum orðum horfið. Það að sam- hengið sé horfið þýðir þó ekki að hinn liðni tími sé okkur með öllu glataður. Sendibréf eru brot úr fortíð- inni og þessum brotum verðum við að reyna að púsla saman og setja í samhengi við önnur brot er vitna um liðna tíð annars vegar og hins vegar þær forsendur sem við göngum út frá í samtímanum. Gildi sendi- bréfa er háð því hversu vel okkur tekst að setja þau í samhengi við önnur brot úr fortíð og samtíð og um leið hversu vel okkur gengur að skýra forsendur höf- undar textans á sínum tíma sem og þær forsendur sem við göngum út frá þegar við vinnum með þennan sama texta í samtímanum. I kynningu sinni á viðfangsefninu á heimasíðu sinni segir Sigurður Gylfi persónulegar heimildir ekki hafa átt upp á pallborðið hjá flestum fræðimönnum, hverjar telur þú ástæðurnar vera fyrir því? Persónulegar heimildir lýsa ekki veruleikanum á hlut- lægan hátt eins og fjöldi annarra heimilda gefur sig út fyrir að gera og á ég þá einkum við opinberar heim- ildir af ýmsu tagi. Persónulegar heimildir fara ekki í felur með þá staðreynd að þær miðla ákveðnu og persónubundnu sjónarhorni á veruleikann. Þær fara með öðrum orðum ekki í felur með að þær eru afstæðar og sá sannleikur sem þær hafa fram að færa er því einnig afstæður og ætíð háður því samhengi sem hann verður til í annars vegar og því samhengi sem hann er skoðaður út frá hins vegar. Allar heim- ildir, allur texti, er í eðli sínu afstæður en persónuleg- ar heimildir leggja, ólíkt flestum öðrum heimildum, áherslu á þennan hátt í fari sínu. Persónulegar heim- ildir neyða sagnfræðinginn til að horfast í augu við spurningar er varða eðli og forsendur fræðigreinar- innar. Ekki eru allir sagnfræðingar tilbúnir til að inn- leiða spurningar, er varða forsendur og sannleiksgildi rannsóknanna inn í skrif sín um fortíðina. Þeir hinir sömu sagnfræðingar hafa því litið framhjá persónu- Iegum heimildum eða álitið þær óæðri opinberum heimildum en rökin fyrir þeim valdastiga hef ég ekki enn skilið. Hverja telur þú helstu kosti og galla persónulegra heimilda? Síðustu mánuðina hef ég verið að skoða hugmyndir þýska gyðingsins og fræðimannsins Walters Benja- mins um söguna og eru hugmyndir hans mér ansi hugleiknar sem stendur. Saga vestrænnar menningar hefur ætíð verið saga framfara. Þetta á einnig við um sögu minnihlutahópa sem síðustu þrjátíu árin hefur verið að hasla sér völl í hinni opinberu sögu. Saga minnihlutahópanna Iýtur í flestu sömu lögmálum og saga valdhafanna, hún er saga af framförum. Hún er með öðrum orðum saga sigurvegaranna, hvort sem er í smáu eða stóru. Hún er saga þeirra góðu. Þessi söguskoðun sem gegnsýrir enn þann dag í dag alla orðræðu um fortíðina hefur afskrifað þau ýmsu áföll sem vestræn menning hefur orðið fyrir með því að einangra þau og útskýra með tilvísun í mannvonsku einstakra manna. Nýjasta dæmið er hvernig hin ríkj- 73
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.