Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 78

Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 78
Bragi Þorgrímur Ólafsson vinnur nú að bók sem geymir safn ritgerða sem nemendur Lærða skólans skrifuðu á tímabilinu 1846-1904. Bókin mun koma út í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar. Hvað geturðu sagt okkur um verkið? Tilgangurinn með ritgerðum nemendanna var að kanna stíl þeirra og rökhugsun. Þeir voru beðnir að segja frá einhverjum atburðum í lífi þeirra eða taka afstöðu til ýmissa mála og skrifa jafnframt læsilega frásögn. Nemendunum gafst þannig svigrúm að skrifa nokkurn vegin út frá eigin brjósti. Hér má finna frásagnir af ferðalögum, sveitalífinu, íþróttum, viðhorfum til hjátrúar, lýsingar á þjóðerniskennd, viðhorf gagnvart lestri rómana, áætlanir um sumar- leyfið og margt fleira. Meðal höfunda eru mörg stór- menni 19. aldar sem hér eru á unglingsaldri, má þar nefna Gest Pálsson, Hannes Hafstein, Einar Benediktsson, Einar H. Kvaran og marga fleiri. Þá má finna ritgerðir frá fyrstu konunum sem lærðu við skólann. Ég ásamt ritstjórunum ákváðum að móta viss efn- istök, því um mikið efni var að ræða og aðeins brot gat komist í bókina. Við ákváðum að taka til efni frá árunum 1846-1904, þann tíma er skólinn hét Lærði skólinn. Við ákváðum jafnframt að skrifa upp rit- gerðir er vörpuðu sem mestu ljósi á viðhorf og hvers- dagslíf nemendanna og taka jafnt ritgerðir frá þekktum sem óþekktum nemendum - innihald þeirra skipti mestu máli en ekki staða höfundanna. í bók- inni verða ritgerðir um svipað efni frá ýmsum árum settar í ákveðin þemu með stuttum inngangsköflum og örstuttu æviágripi hvers höfundar. Hver var dlurð bókarinnar? Tilurð bókarinnar er allsérstök. Sumarið 1999 var ég að vinna að nýsköpunarsjóðsverkefni í Þjóðdeild Landsbókasafns. Þar eru mörg forvitnileg rit eins og gefur að skilja, þar á meðal skólaskýrslur Lærða skólans sem hafa að geyma skrá yfir nemendur og prófverkefni þeirra. Ég kíkti í þær af einskærri til- viljun og sá þessi ritgerðarefni sem mér fannst mjög forvitnileg. Eftir stutta leit komst ég að því að rit- gerðirnar sjálfar eru varðveittar uppi á Þjóðskjala- safni. Ég vakti athygli Sigurðar Gylfa á þessu og hann stakk upp á því að gefa hluta þeirra út í ritröðinni. Sumarið 2000 fengum við styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Það sumar var ég á Þjóðskjalasafni og skrifaði upp töluvert magn af þessum ritgerðum. Síðan hef ég verið að vinna að inngangi og skýringum við bókina í hjáverkum. Bókin kemur svo út á næstu misserum. Nú er mikið til af persónulegum hcimildum, bréfum, dagbókum og öðru, er einhver sérstök ástæða fyrir því að þetta efni varð fyrir valinu? Þessu er auðsvarað. Þegar ég rakst á efnið sumarið 1999, fannst mér það einfaldlega of áhugavert að hægt væri að líta framhjá því. Hér er um að ræða ótal ritgerðir frá nemendum á unglings- aldri á síðari hluta 19. aldar þar sem þeir lýsa viðhorfum sínum og hversdagslífi. Þetta efni hefur ekki verið rannsakað áður mér vitanlega og því lá beint við að koma efninu á prent. En jú, það eru ótal margar spennandi heimildir sem leynast í handrita- söfnum sem gaman væri að sjá á prenti. Hvernig fór vinnuferli bókarinnar fram? Vinnuferli bókarinnar hefur verið nokkuð slitrótt, enda farið fram meðfram námi og vinnu. Eftir að ég rakst á efnið í skóla- skýrslum Lærða skólans sumarið 1999 fór ég upp á Þjóðskjala- safn og kannaði þar lauslega hve mikið magn væri af þessum rit- gerðum. 1 janúar 2000 gerði ég skrá yfir ritgerðarefnin upp úr skólaskýrslunum og merkti jafnframt við áhugaverð efni. Um vorið sóttum við Sigurður Gylfi síðan um styrk frá Nýsköpun- arsjóði námsmanna. Um sumarið var ég uppi á Þjóðskjalasafni og skrifaði upp áhugaverðar ritgerðir. Þeirri vinnu lauk í júlí. Þá tók við vinna að inngangi bókarinnar og milliköflum. Ég þurfti að sinna þeim samhliða öðrum verkefnum en nú (vorið 2002) er þeirri vinnu lokið. Nú taka við leiðrétdngar á próförkum og ýmis annar frágangur. I kynningu sinni á viðfangsefninu á heimasíðu sinni segir Sigurður Gylfi persónulegar heimildir ekki hafa átt upp á pallborðið hjá flestum fræðimönnum, hverjar telur þú ástæðurnar vera fyrir því? Á undanförnum árum hefur Sigurður Gylfi ritað töluvert um persónulegar heimildir og notkun þeirra en hann álítur að slíkar heimildir hafi einmitt ekki átt upp á pallborðið hjá þorra fræði- manna hér á landi fyrr en nú á síðustu árum. Hann telur nokkrar ástæður liggja fyrir því, einkum þá að íslensk sagnfræði hafi að miklu leyti snúist um stórviðburði eða þjóðfélagsþróun sem hafa haft mikil áhrif á hið formlega svið samfélagsins. Innan þessara rannsókna hefur ekki verið lögð mikil áhersla á sjónarhorn einstaklinga og persónulegar heimildir þeirra, einkum því illmögulegt er að alhæfa um flókna samfélagsþróun út frá sjónarhorni einstaklinga. Ég er sammála Sigurði Gylfa hvað þetta varðar. Þó að per- sónulegar heimildir komi víða fram í ritum um þjóðlegan fróð- leik hafa þær verið lítt notaðar innan sagnfræðinnar en þar hefur viðfangsefnið oftar en ekki snúist um atburði eða stofn- anir sem hafa sem mest áhrif á sem flesta eins og Sigurður Gylfi bendir á. Viðhorf og hugsanir fólks sem finna má í persónulegu heimildum gagnvart þessum sömu viðfangsefnum hafa hins vegar ekki hlotið sama pláss. Ætla má að þetta val á viðfangs- efnum sé arfur frá sagnfræði 19. aldar þar sem mikil áhersla var lögð á sögu einstakra þjóða, gullaldartímabil og stofnanir þeirra. Innan þessarar sagnfræði voru stórar heildir í fyrirrúmi en viðhorf einstaklinga látin liggja milli hluta - slík viðhorf voru líklega ekki álitin varpa nægilegu ljósi á heildina. Jafnframt má benda á að persónulegar heimildir eru vandmeðfarnar. Þær hafa oft að geyma viðhorf og hugsanir einstaklinga sem flókið getur verið að vinna með. Vinna með persónulegar heimildir er oft seinleg, þær eru yfirleitt óprentaðar og krefjast tímafrekrar 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.