Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 83

Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 83
Jón Leifs og Páll ísólfsson bjuggust við að gegna veigamiklu hlutverki við skipulagningu hljómlistar fyrir Alþingishátíðina sem haldin var árið 1930 í tilefni 1000 ára afmælis stofnunar Alþingis. Þeir voru á öndverðum meiði um hvort koma ætti með erlenda hljómsveit til íslands til að sjá um flutning tónlistar við hátíðina. Einnig komu upp deilur milli þeirra vegna keppni sem haldin var um hátíð- arkantötu sem flutt skyldi af sama tilefni. Þrátt fyrir oft og tíðum heiftúðlegar deilur virtust vin- áttubönd þau sem skapast höfðu milli Jóns og Páls halda, þótt sennilega hafi aldrei gróið fullkomlega um heilt með þeim eftir orrahríð þá sem undirbún- ingur Alþingishátíðarinnar var þeim. glapræði. Jón segir allt sem gert hafi verið til þess að undirbúa samkeppnina hlægilega vitlaust. „Það á að komandera tón- skáldunum einhverja texta, hvort sem þeir eru færir til listræns tónskáldskapar eða ekki“ segir Jón „og svo eiga „íslenzku tón- skáldin" að míga úr sér meistaraverkunum á nokkurra mánaða fresti.“ Jón segir það allt annað en ánægjulegt að þurfa að vera að ræða leynt og ljóst um „aðra eins vitleysu“ og „óvitaskap" eins og hann orðar það. „En þegar heiður landsins út á við er í húfi þá sé eg mér ekki annað fært en að taka alt þetta og annan menningarlegan undirbúning hátíðarinnar opinberlega til með- ferðar, ekki síst þar sem eg er nú einu sinni íslenzkur listamaður og kunnur sem slíkur..." tjáir Jón Páli. Verði Alþingishátíðin ekki „sómandi evrópskri menningarþjóð“ segir Jón að hún geti spillt allri framtíð sinni vestan hafs og austan og auðvitað fyrir allri þjóðinni um leið, bætir hann við. Að lokum beinir hann vinsamlegum tilmælum til Páls: „Ef nokkur mergur er í þér, Páll minn, þá lætur þú ekki þenna skrípaleik viðgangast, heldur skilar minnihluta-nefndaráliti til Alþingisnefndarinnar eða þingsins. Það er blátt áfram skylda þín að gera það, ef þú vilt ekki verða brennimerktur í íslenzkri tónlistarsögu um alla eilífð, því að hinir nefndarmennirnir eru óvitar, samanborið við þig-“13 Jón Leifs dró enga dul á fyrirlitningu sína á menntunarskorti þeirra manna sem unnu eftir bestu vitund og þekkingu að fram- gangi tónlistar á íslandi en þar fór Sigfús Einarsson dómorganisti framarlega í flokki. Strax á námsárum sínum hafði Jón rekið fleyg í samskipti sín og þeirra sem unnu að upp- byggingu tónlistar á íslandi með harðorðum blaðagreinum sín- um eins og fyrr segir. Árið 1927 hélt Jón fífldjarfur uppteknum hætti. í grein í Vtsi í desembermánuði ræðst Jón harkalega gegn þeim sem skipuðu söngmálanefnd Alþingishátíðarinnar: Nefndamenn eru fimm. Að eins einn af þeim hefir notið almennrar listmentunar í þessari listgrein. Hinir allir eru að mestu leyti sjálfmentaðir, lítt kunnandi og það jafnvel minst þeir, sem mestar gáfur munu hafa. Enginn þessara nefndamanna hefir stundað nokkurt nám viðvíkjandi hljómsveitarstjórn eða hljómsveitarmeðferð. Þekkingin er því af mjög skornum skamti, jafnvel eftir íslenskum og skandinaviskum mælikvarða. Mennirnir geta verið bestu menn fyrir því, duglegir og tiltölulega færir áhugamenn í söng og hljómslætti. Það er annað eftirtektarvert með þessa nefnd. Allir nefndarmennirnir hafa um langt skeið sýnt lítinn eða engan áhuga og skilning á íslenkum þjóð- lögum, stíl þeirra og eðli, nema heldur hið gagnstæða, en til slíkrar þjóðlagarannsóknar eingöngu þarf bæði mikla kunnáttu og mikið starf.14 Enn fremur skrifar hann um kantötuna: „Það á að stofna til nokkurskonar samkepni um einhverja svo- nefnda „kantötu11. Svo er til hagað, að slík „kantata" getur aldrei orðið neitt listaverk." Jafnframt taldi Jón fullvíst að eins og í haginn væri búið mundi ekkert listrænt tónskáld fást til þess að leggja hönd á slíkt verk og þetta mundu flestir eða allir nefndarmann- anna vita.15 Ekki var slíkum óhróðri látið ósvarað. Sigfús Ein- arsson og Páll ísólfsson endurguldu í sömu mynt fyrir hönd nefndarinnar í Vísi: Jón Leifs segir, að það sé „komið upp úr kaf- inu, að stofna eigi til nokkurs konar samkepni um svonefnda kantötu". En hann bætir því við, að „slík“ kantata geti aldrei orðið neitt listaverk. Nefndinni er ekki ljóst, hvers vegna það má ekki takast. Nú ætlar hún einmitt að benda Jóni á ráð, er hún hyggur, að hann muni telja nokkurn veginn óbrigðult. Og ráðið er þetta: Jón Leifs býr til kantötuna - hann sjálfur. Nefndin trúir því ekki fyr en í fulla hnefana, að hann vantreysti sjálfum sér til þessa lítilræðis. Þó að Jón telji alveg víst, að ekkert „listrænt tónskáld" muni fást til þess að Ieggja hönd á „slíkt verk“ (kantötuna), þá er sú staðhæfing töluð út í bláinn, og lítt skilj- anleg, nema því að eins, að Jón telji ekki uppi vera nema eitt „listrænt“, íslenskt tónskáld. Um þetta eina - sjálfan sig - getur hann vitað, en um önnur tónskáld varla.16 Ástæður þess að „slík kantata“ gæti aldrei orðið að listaverki segir Jón Leifs þrjár í grein í Morgun- blaðinu. í fyrsta lagi geti hún ekki orðið listaverk þar sem skipa eigi tónskáldinu fyrir um tilhögun verksins með ákveðnum texta. í öðru lagi á tónskáldið aðeins að fá nokkra mánuði til að semja kantötuna og geti hún því vart orðið listaverk og í þriðja lagi er engin trygging gefin fyrir því að hægt verði að flytja tón- verkið sómasamlega og því ekki fýsilegur kostur fyrir listrænt tónskáld að eyða tíma í að semja „eitthvert kantötugutl".17 Páll er ekki alls kostar sáttur við baráttuaðferðir Jóns. Nokkrum dögum eftir að svargrein Sigfúsar og Páls hafði birst í Vísi skrifar Páll Jóni: 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.