Sagnir - 01.06.2001, Síða 93

Sagnir - 01.06.2001, Síða 93
Fræði sem komin eru á þennan aldur teljast sjaldnast nýmóðins og því er skiljanlegt að Jóni hafi fundist menn þurfa að færa sig nær nútímanum í þessum efnum. í öðru lagi virðast það merki um að búfræði Magnúsar hafi haft veruleg áhrif, jafnvel meiri áhrif en önnur búfræði á síðari hluta átjándu aldar og byrjun þeirrar nítjándu, að Jón Sigurðsson geri þau að umtalsefni. Að Jón sem á sinni tíð hefur verið einn þeirra manna sem höfðu hvað besta þekkingu á íslensku þjóðlífi og íslenskum atvinnu- háttum vegna sinna fjölbreyttu og víðtæku starfa skuli nefna búfræði Magnúsar sem einu búfræðin sem sé að vænta frá íslenskum bændum bendir til að skrif Magnúsar hafi haft víðtæk áhrif. Ummæli fleiri manna benda í þá átt að orð og gjörðir Magn- úsar Ketilssonar hafi haft áhrif þó að aldrei verði hægt að full- yrða nákvæmlega hvernig eða með hvaða hætti þau áhrif voru. Til að mynda getur Bjarni Thorarensen dómari við landsyfirrétt- inn þess í bréfi í árið 1818 að hann hafi verið að gera tilraunir með að fara eftir þeim hugmyndum sem Magnús setji fram í rit- gerðunum Um fceriqvíar og Um innilegu búsmala á sumrum.15 í bréfi sem ritað er í Saurbæ36 sumarið 1840 er bréfritari, Einar Thorlacius, að vandræðast við Finn Magnússon hvaða ráð hann gæti notað í baráttunni við fjárpestina og kvartar hann yfir því að menn séu hættir að hugsa um velferð fjárins síðan þeir liðu Skúli fógeti og Magnús Ketilsson. Tæpum fjórum árum síðar er Einar enn í svipuðum hugleiðingum en í bréfi til Jóns Sigurðssonar forseta snemma árs 1844 kallar Einar eftir að meira verði gefið út af lesefni á íslandi. Biðlar hann til yfirdóm- aranna í því sambandi og bendir á að afgangstíma hafi þeir Skúli fógeti og Magnús Ketilsson haft til að skrifa rit.3 Ummæli 20. aldar manna í hinu mikla verki sínu Lýsingu íslands kemur Þorvaldur Thoroddsen víða við. Um áhrif Magnúsar Ketilssonar og ann- arra manna er gerðu sig gildandi í búfræðum á 18. öldinni á samtíma sinn og síðari tíma segir Þorvaldur: „í nágrenni við hina miklu framfaramenn, Björn Halldórsson í Sauðlauksdal og Magnús sýslumann Ketilsson í Búðardal og nokkra aðra dugn- aðarmenn, munu þó dálitlar búnaðarframfarir hafa átt sér stað en sú viðleitni mun víðast hafa kulnað út í hinum miklu harð- indum fyrir og eftir aldamótin."38 Ólund, mótþrói, öfund og jafnvel háð og spott virðist oft hafa verið það sem helst mætti þeim sem reyndu að stuðla að framförum. „Framfaraviðleitni merkisberanna á 18. öldinni fór þó ekki alveg að forgörðum, þó lítill árangur yrði meðan þeir lifðu. Síðar, þegar alþýðan fór að mentast betur og þroskast á fyrsta fjórðungi 19. aldar, var jarð- vegurinn undirbúinn og almenningur fór þá betur að geta notað sér hin góðu ráð kennifeðranna, sem þeir höfðu látið eftir sig í ritum sínum.“3!' Með þessum ummælum virðist Þorvaldur vera að eigna 18. aldar mönnunum, Magnúsi og Birni, að töluverðu leyti þær framfarir sem urðu á 19. öldinni. í ritgerðasafninu Upplýsingin á íslandi er á nokkrum stöðum minnst á Magnús Ketilsson og er hans getið í átta af tíu rit- gerðum safnsins. í ritgerð sinni um réttarfarsmál á íslensku upp- lýsingaöldinni ræðir Davíð Þór Björgvinsson m.a. hina upplýstu refsispeki á íslandi. Segir hann þar lítið hafa verið um að vera en: „Helst sýnist ástæða til að kanna frekar rit Magnúsar Ket- ilssonar (1732-1803), sýslumanns Dalamanna en hann var einn afkastamestur rithöfundur meðal íslenskra lögfræðinga á 18. öld. Ritstörf Magnúsar Ketilssonar bera því vitni að hann bjó yfir mikilli þekkingu um margvísleg efni. Ýmislegt af því sem Magnús ritaði sýnir að hann hefur þekkt nokkuð til náttúrurétt- arhugmynda 17. og 18. aldar og hugmynda upplýsingarinnar."4" í umfjöllun um fræðslumál upplýsingatímans segir Loftur Guttormsson að „vert [sé] að benda á að upplýsingarmaðurinn Magnús Ketilsson (1732-1803) sýslumaður var eindreginn tals- maður þess að kristin trú væri notuð til að innræta mönnum hagsýnisviðhorf .... Óhagsýni almennings væri einmitt helsta undirrót, hins bága ástands í bún- aðarefnum fslendinga."41 Þessi ummæli koma í fram- haldi af umræðu um nýtt hlutverk presta á upplýs- ingatímanum sem m.a. fólst í að innrætingu félags- legs siðboðs í stað þess einhliða sáluhjálparmeðals sem kristindómurinn væri. Loftur gefur Magnúsi þá einkunn að hann hafi verið „óvanalega samkvæmur sjálfum sér í allri umbótaviðleitni“ en bætir síðan við og segir: „Fordæming á frjálsræði lausamanna og spillingaráhrifum sjóbúðar- og kaupstaðarlífs gengur annars eins og rauður þráður gegnum rit upplýsing- armanna, allt frá Magnúsi Ketilssyni til Tómasar Sæmundssonar.“42 Helgi Magnússon telur Magnús Ketilsson hafa verið sérlega heppilegan til að verða ritstjóri hjá Hrappseyjarprenti vegna þess hve lærður og fjöl- fróður hann hafi verið og áhugasamur um framgang prentsmiðjunnar. Það sé því líklega frá Magnúsi komið að augljósar: „... upplýsingarhugmyndir [komi] fram í því, að hún átti að prenta rit, sem fræddu menn um hagnýt efni til að efla atvinnuvegi landsins til sjávar og sveita. Þar með var tekin sú stefna, sem Lærdómslistafélagið og Landsuppfræð- ingafélagið áttu eftir að fylgja síðar.“43 Þótt hér hafi verið getið nokkurra ummæla Magnúsar um samtímamenn sína og ummæla ann- arra um hann má þessi frásögn ekki skoðast sem tæmandi greining heldur fremur sem sýnishorn af umræðu. Mun víðtækari rannsókn þarf að koma til ef greina á með einhverri vissu áhrif Magnúsar Ketilssonar á íslenskt þjóðlíf og atvinnuhætti. Hann virðist þó hafa verið athafnasamur og hafa komið víða við. Nánari rannsókn mun vonandi leiða í ljós hvort staða hans í íslandssögunni sé í samræmi við þau áhrif sem hann hafði. 91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.