Sagnir - 01.06.2001, Page 99

Sagnir - 01.06.2001, Page 99
Ódæðisverk Rússa voru notuð til að efla baráttuþrek Þjóðverja undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. í átökunum í fyrrverandi Júgóslavíu kom ennfremur fram, hvernig áróðursmeisturum hefur tekist að gera tímann af- stæðan. Bosnískar konur, sem urðu fórnarlömb nauðgana her- flokka Serba, sögðu frá því að gerendurnir hafi kallað þær „bule“ eða „blije“ sem eru hefðbundinn nöfn múslimskra kvenna og þeirra kristinna kvenna sem snérust til Islam þegar Ottómanar réðust inn í landið. Sagan segir að trúskiptingar þessir hafi verið grimmari Serbum en Tyrkir og því var verið að hefna 500 ára gamalla saka með skipulögðum nauðgunum.34 Þannig er sagan endurskoðuð og fundið sérhvert atvik þar sem þjóðin hefur verið fórnarlamb til þess að réttlæta ofbeldisglæpi. Augljóst er að skýringa á glæpum má oft leita í upprifjun á fortíðinni, þannig fléttast nútíð og fortíð saman á stríðstímum. Hins vegar er ekki síður athyglisvert hvernig alið er á kvenhatri í stríði. Dæmi um þetta eru veggspjöld í Belgrad á meðan loft- árásum NATO stóð en þar voru látin flakka kynferðisleg ókvæðisorð um Chelsea Clinton, dóttur Bandaríkjaforseta.3' Vegna landfræðilegrar afmörkunar þeirrar styrjaldar var ekki mögulegt að „heiðri“ Chelsea stæði nein ógn af serbneskum hersveitum og virðist því frekar hafa verið ætlað að hvetja til kynferðislegra ofbeldisglæpa í næsta nágrenni. Nauðganir í stríði eru ofbeldisverk gagnvart almennum borgurum og teljast því til stríðsglæpa. Þrátt fyrir það hefur lítið verið gert til þess að rétta hlut fórnarlambanna að styrjöldum loknum. Má í því sambandi benda á Núrnberg-réttarhöldin þar sem bandamenn réttuðu í stríðsglæpum nasista og sem sigurveg- arar var ekkert réttað í þeirra eigin málum. Áður hafa verið nefndar fjöldanauðganir Sovétmanna í Þýskalandi en auk þess er þekkt að hermönnum í franska hernum frá Marokkó, sem hertóku Ítalíu 1943-1944, virðist hafa verið gefið fullt frelsi til að nauðga ítölskum konum. Ástæðan fyrir því að ekki er refsað fyrir nauðganir er meðal annars sú að lítil vinna hef- ur verið lögð í að skrá reynslu fórnarlambanna og án skjalfestra gagna fyrnast málin smám saman.36 í því samhengi vekur furðu að enn í dag hefur lítið verið aðhafst til að rétta hlut þeirra kvenna frá Kóreu, Kína, Filippseyjum, Indónesíu, Búrma (Myanmar), Hollandi og Japan sem Japanir neyddu til vændis í skipulögðum vændishúsum í herbúðum þeirra. Þó að japanskir embættismenn hafi viður- kennt tilvist þessara vændishúsa þá hefur fórnar- lömbunum gengið treglega að leita réttar síns og virðist vera sterk hreyfing í Japan að þurrka þennan blett úr minni þjóðarinnar (sbr. nýútkomna námsbók þar í landi).37 Að einhverju leyti mætti álykta að erf- iðara sé fyrir konur sem verða fórnarlömb svo skipu- lagðra og umfangsmikilla nauðguna að leita réttar síns en þeirra sem lenda í einni tilviljanakenndri. Þar má vísa til karllægra sjónarmiða líkt og komu hér fyrr fram í króatísku dagblaði um lauslátu konuna sem spyrnir ekki á móti og sé því í eðli sínu ólík karl- manni sem hefði barist á móti. Sé mið tekið af þeim áróðri, sem hefur verið reifaður hér, mætti ætla að þær konur, sem neyddar voru til vændis, hafi ekki verið bein fórnarlömb ofbeldis heldur líka fómar- lömb lélegs siðferðis sjálfra sín. Þetta virðist harðla furðuleg staðhæfing en ég tel að ætla megi að sá áróður sem miðar að því að sverta eigin konur, einkum þegar illa gengur, miði að því að búa sig undir það versta. Þegar ósigur er fyrirsjáan- legur eða mögulegur þjónar ófrægingaráróður gagn- vart eigin konum þeim tilgangi, að frýja karlmenn undan þeirri ábyrgð að verja þær. Við ósigur og hugs- anlegar nauðganir sem honum fylgja er ósigur karl- manna minni þar sem konurnar voru ekki verðar þess að fyrir þær væri barist. Áróðri er ekki einungis ætlað það hlutverk að safna saman liði eða fá menn til fylgis við ákveðna skoðun, heldur virðist hann ekki síður vera tæki til að færa ábyrgð frá einum hóp til annars. Notkun kvenímynda í stríðsáróðri virðist því öðru fremur í grófum dráttum grundvallast á svívirðu þeirri sem konur „okkar" hafa orðið fyrir af hendi „þeirra“ sem réttlætir hefnd „okkar“ á konum „þeirra“. En ef „við“ stöndum okkur ekki í stríðinu verða konur „okkar“ svikular og lauslátar. Niðurstöður Sú ofnotkun kvenímynda í styrjaldarrekstri, sem hér hefur verið reifuð, virðist furðuleg með tilliti til þess að styrjaldir hafa nær alla tuttugustu öldina verið „karlmannsíþrótt" og væri því eðlilegra að nota táknmyndir um karlmannlega hreysti og styrk. í sálfræðihernaði þeim sem rekinn er fyrir stríði, virðist þó vera heppilegra að verið sé að berjast fyrir háleitari og göfugri markmiði en því einu að vernda eigin skráp. Styrjöld til verndar móður og fósturmold sem eitt og hið sama verður að þakkargjörð fyrir um- hyggju og góðu uppeldi. Vernd hinnar óflekkuðu meyjar og háleitra hugsjóna frelsis er vörður um þær „hreinu“ hugmyndir sem fara forgörðum nema fyrir þær sé barist. Það hefur löngum þótt miður karlmannlegt að aumka sig eða kveinka sér, verði karlmaður fyrir mis- gjörðum af annars hendi. Með því að færa sársauk- ann og kvölina á kvenþjóðina er hins vegar hægt að 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.