Sagnir - 01.06.2001, Side 102

Sagnir - 01.06.2001, Side 102
Jörgen Jörgensen, valdaræninginn Jörundur hundadagakonungur. Eítir brotthvarf hans myndaðist pólitískt tómarúm sem Magnús Stephensen var fljótur að fylla. Magnús Stephensen, etatsráð og æðsti dómari landsyfirréttarins, af sjálfum sér settur stiftamtmaður 1809-1810. Stefán Stephensen, amtmaður í vest- uramtinu, yngri bróðir Magnúsar og óvirkur meðlimur tvímennings- stjórnar þeirra bræðra. Fredrik Christopher greifinn af Trampe. Hann var stiftamtmaður á íslandi frá 1806 til 1810 og helsti andstæðingur Magnúsar á íslandi. Magnúsi Stephensen að skipa eftirmann í hans stað, sem Magnús gerði daginn eftir er hann skipaði Sigurð Péturson, fyrrum sýslumann, assessor í stað ísleifs. En 12. ágúst snérist hugur Jörgensens á nýjan leik og ísleifur var aftur skipaður í dóminn.13 Þar sat hann enn er veldi Jörgensens leið undir lok. Starf Stephensensbræðra undir Jörgensen Þeir bræður Magnús og Stefán Stephensen sátu held- ur ekki aðgerðarlausir um sumarið. Stefán, sem var amtmaður í vesturamtinu, sendi Jörgensen yfirlýs- ingu um að hann vildi halda áfram störfum sínum þann 13. júlí.14 Hann gekk og erinda Jörgensens í verslunarmálum og lokaði fjölmörgum verslunum í vesturamtinu og þáði sérstaka greiðslu fyrir. 1. sept- ember 1809 bað hann svo stjórnina afsökunar á þessu framferði sínu en sagðist hafa gert þetta „í góðri meiningu".15 Um samskipti Magnúsar og Jörgensens er meira að segja og frásögur mismunandi manna koma ekki alveg heim saman hver við aðra. Magnús segir í varnarriti sínu,16 sem hann skrifaði Kaas dómsmálaráðherra í september 1815, að hann hafi ekki vitað af ástandi mála í Reykjavík vegna slæms veðurs sem hafi hindrað flestar samgöngur milli Innrahólms17 og Reykjavíkur, fyrr en í lok júní. Magnús segist síðan hafa farið til Reykjavíkur í embættiserindum „[fjyrsta mánudaginn í júlímánuði (þ. 6)“'® og þá fyrst hitt þá Jörgensen og Phelps.19 Þá var Isleifur eins og áður sagði í varðhaldi og gat því ekki tekið þátt í störfum dómsins, sem kemur heim og saman við dómabók Landsyfirréttarins. Sigurður Pétursson, sem Magnús skipaði síðar í stað ísleifs í dómarastöðuna, dæmir með Benedikti Gröndal og Magnúsi. Það sem kemur hins vegar ekki heim og saman við frásögn Magnúsar er sú staðreynd að sam- kvæmt sömu bókum var rétturinn samankominn þann 4. júlí 1809,20 og samkvæmt sinni eigin yfirlýs- ingu til Jörgensens hafði hann komið fyrst þann 1. júlí til Reykjavíkur.21 Ennfremur skrifaði Magnús stjórninni í Kaupmannahöfn skýrslu þann 4. sept- ember 1809 en í henni segir hann sig hafa verið í Reykjavík 2. júlí sama ár.22 Því er augljóst að Magn- ús kom í bæinn nokkuð fyrr en hann segir síðar frá. Þó er það varasamt að gruna Magnús um mikla græsku, því vitni eru fyrir því að Jörgensen hafi haft hann í stofufangelsi hjá Petræusi kaupmanni, þegar hann var nýkominn til Reykjavíkur, eins og hann segir sjálfur í varnarritinu.23 Þess ber einnig að geta að sam- kvæmt Jóni Espólín bauð Jörgensen Magnúsi stiftamtmanns- embættið á eftir ísleifi en á undan Gröndal en Magnús neitaði einnig.24 Þann 14. júlí sendi Magnús Jörgensen svo yfirlýsingu þess efnis að hann hygðist sitja áfram við embætti sitt, þar eð hann hafi í samtali við hlutaðeigendur fengið þá „til indtil videre at lade Landets nuværende Love og Anordninger blive i Kraft“, og svo hann geti stuðlað að því að „Roe og Orden“ haldist í landinu.25 Tekur Magnús þá þátt í dómsstörfum þann 9. ágúst,26 og stuttu síðar, þann 12. ágúst,27 ber Magnús, ásamt Stefáni bróður sínum, fram frumvarp til „bráðabirgðastjórnar- skipanar“ meðan á stríðinu stæði. Tillögur þessar eru til í ríkis- skjalasafni Danmerkur, í staðfestri afskrift Magnúsar,28 og einnig minnist hann á þær í bréfum er hann sendi eftir að hann var hafði tekið við stiftamtmannssvöldum. í bréfi til Trampe þann 3. september 1809, sagði hann að markmið tillagnanna hefði m.a. verið að „befrie Landet“ og „conservere det under den Kongel. danske Regiering“.25 Þær voru í stuttu máli á þann veg að ísland skyldi áfram tilheyra dönsku krúnnunni og engar breytingar gerðar á stjórnskipan þess. Það yrði varnarlaust og jafnframt óáreitt af Bretlandi. Utlendingar skyldu hlýða dönsk- um íslenskum lögum og samningur Notts og Trampe um versl- unarfrelsi allra þjóða á íslandi30 yrði áfram í gildi. Á sama tíma skyldu stjórnvöld tryggja öryggi erlendra þegna gagnvart íslend- ingum. Þá væri Englandi skylt að tryggja aðflutninga til íslands, þar sem það fylgdi nú hafnarbanni á landið. Líklegt verður að teljast, með hliðsjón af tillögum þessum, að Magnús hafi álitið að ensk stjórnvöld stæðu að einhverju leyti fyrir valdaráninu. Skemmst er frá því að segja að við það eitt að heyra fyrsta lið frumvarpsins, um að lsland skyldi áfram undir Danmörku, rauk Phelps út í fússi og hótaði þeim bræðrum öllu illu.31 Til ills kom þó ekki, því þann 14. ágúst sigldi inn til Reykjavíkur breskt herskip, the Talbot, undir stjórn Alexanders Jones skip- herra.32 Varð hann valdur að því að veldi Phelps og Jörgensens leið undir lok. Ensk stjórnvöld stóðu alls ekki fyrir atburðunum hér og Jones leit á þá sem hinn mesta skrípaleik sem yrði að stöðva. Það var gert eins og áður sagði þann 22. ágúst, er Magnús bauð fram þjónustu sína við að koma íslandi aftur undir krúnu Danakonungs. Samningurinn 22. ágúst Eftir að ljóst var að Jörgensen væri sviptur öllum völdum mynd- aðist valdatómarúm á íslandi en samningurinn milli Stephen- sena og Jones leysti úr því vandamáli. Upphaflega bauð Jones Trampe frelsi, að sögn Magnúsar,33 sem hann vildi þó ekki þiggja vegna þess að hann hugðist fara til Englands og kæra Phelps og Jörgensen. Samkvæmt sömu heimild átti svo Jones að 100
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.