Sagnir - 01.06.2001, Síða 104

Sagnir - 01.06.2001, Síða 104
Jörundur þurfti að dúsa í þessu fljótandi fangelsi um hríð í London. Myndin er eftir Jörund sjálfan. að halda honum í sem ströngustu varðhaldi.54 Samt aðhafðist Trampe ekkert við stjórn þeirra bræðra utan þess að skrifa þeim bréf þann 2. september og biðja um útlistun á samskiptum þeirra bræðra við Jörgensen og Phelps um sumarið. En Trampe var síst ánægður með skipan mála á íslandi og í skýrslu sem hann sendi Danakonungi frá London þann 28. nóvember 1809 sendi hann þeim bræðrum kaldar kveðjur. í henni segist hann m.a. ekki efast um að þeir bræður hafi þegar skýrt hans hátign frá nýrri stöðu mála á íslandi, samningnum við Jones, sem „þeir létu fá sér í hendur borgaralega stjórn eyjarinnar sem innbornum íslendingum eptir mig sem síðasta55 stiptamtmann". Hann heldur áfram og skorar á þá bræður að réttlæta framferði sitt um sumarið en segist þó ekki vilja „trúa pappírn- um...fyrir“ ástæðum ásakana sinna, heldur muni hann gera það seinna. Ennfremur leggur hann áherslu á það, að það sé einungis Jones að þakka að ísland sé enn undir dönsku krúnunni.56 Skyldi því engan undra að maður sem ber þennan hug til þeirra bræðra skuli ákveða að setja þá af en það gerði Trampe með bréfi dagsettu í London 29. mars 1810. Þá tilnefndi hann í þeirra stað þrjá menn í hina nýju interimistiske Stiftsbestyrelses-Commission i Island, þá Frydensberg landfógeta, ísleif Einarsson assessor og Stefán Þórarinsson amtmann í norður- og austur- amti.57 Skyldi nefnd þessi taka þegar í stað við störfum stiftamtmanns, þar eð Trampe væri sjálfur enn í Englandi vegna hinna undangengnu „politiske Omvæltninger". Þetta gerir Trampe í krafti eigin um- boðs frá 10. ágúst 1808, sem kvað á um aukin völd stiftamtmannsins.58 Þessir þremenningar áttu það sameiginlegt að hafa allir komist á einhvern hátt uppá kant við Jörgensen og Phelps en það er augljóst að Trampe taldi það ekki eiga við Magnús og Stefán. Samhliða skipunarbréfinu sendi Trampe þeim bræðrum mjög harðort bréf, sem Jón Þorkelsson, telur að hafi hvorki verið „vináttusamlega né vitur- lega ritað",5’ og er fátt um ástæður til þess að vera honum ósammála. f bréfinu segist Trampe ekki hafa séð þennan samning fyrr en 3. september, þegar Magnús hafi afhent honum hann en þá hafi hann ekki getað gert neitt í málinu sökum hans „dav- ærende Krigsfangenskab“. En nú er hann orðinn frjáls maður á nýjan leik og skipar hann þeim bræðrum að láta tafarlaust af störfum og hætta algjörlega að „indblande sig i de Islands stift- amtmandskab og sönderamtmandskab vedkommende forretn- inger“ og svo vitaskuld að afhenda hinni nýju stiftsnefnd öll gögn sem viðkomi embættunum. Athygli vekur við lestur bréfs- ins hversu niðrandi orðum Trampe fer um stjórn þeirra bræðra. T.a.m. er samningurinn við Jones kallaður „sákaldet fordrag“ og að í því er ekki eina einustu ástæðu að finna fyrir stjórnar- skiptunum aðra en þá að Trampe hafi tækifæri til að fram- kvæma þau.60Því fóru þau heldur ekki vinsamlega fram. Magn- ús sendi Frydensberg og ísleifi „þurlega" línu, um að þeir gætu sótt stiftamtsskjölin til sín að Innrahólmi á vissum degi en ísleif- ur tók það ekki í mál og skipaði Magnúsi að koma með þau til Reykjavíkur, sem Magnús og gerði um síðir. Ennfremur gerði hin nýja stjórn aðfinnslur „allnokkrar" um störf Magnúsar í skýrslu þann 2. júlí og var þá „flest til tínt.“61 Trampe tilkynnti konungi um hina nýju stjórnarskipan þann 20. júní og var hún samþykkt án athugasemda með konungsbréfi þann 23. júlí.“ En hvers vegna beið Trampe í rúmlega sjö mánuði með það að setja þá bræður af? Hann hafði engar nýjar fréttir af stjórn þeirra fengið, síðan hann fór frá íslandi 4. september 1809. Af hverju lét hann einfaldlega ekki verða af því þá? Til þess að svara þeirri spurningu er nauðsynlegt að skoða stöðu Trampes. Um það var aldrei deilt að hann væri löglegur fangi Phelps og hann neitaði sjálfur að þiggja frelsi. Hann var því ekki í neinni stöðu til þess að krefjast eins né neins. Trampe var ennfremur fangi undirskriftarmanna að samningnum frá 22. ágúst. E.t.v. hefur Trampe því litið þannig á málið að Magnús hafi þegið vald sitt frá þeim Jones og Phelps og að hann gæti ekki sem fangi þess síðarnefnda breytt ákvörðun eða samningi hans. Þegar hann var kominn til Englands var hann mjög upptekinn við að kæra Phelps og segist sjálfur ekki hafa haft tíma til að breyta neinu um stjórnskipan íslands. Sömuleiðis hefur sú stað- reynd, að engin skip voru í förum milli Englands og íslands þennan vetur, án efa átt sinn þátt í því að Trampe skrifaði ekki fyrr, þar eð þeir bræður hefðu setið áfram um veturinn hvort eð væri. 29. mars var Trampe ekki lengur fangi. Hann var öruggur um eigin stöðu, þökk sé yfirlýsingu Bretakonungs frá 7. febrúar 1810,63 og vissi að brátt færu skip til íslands. Þá var ekkert lengur því til fyrirstöðu að hann setti Magnús af. En það verður seint talið Trampe til tekna hvernig hann stóð sig í þessu máli. Hann og Magnús áttu tölvuerð samskipti áður en hann lagði af stað og það verður að teljast skrýtið að Trampe hafi ekki a.m.k. gefið Magnúsi eða undirmönnum sínum hug sinn til kynna. Lík- legt verður að þykja að Magnús hefði fremur kosið samstarf við fulltrúa Trampes, svo sem ísleif eða Frydensberg, heldur en að vera síðar settur af á jafnómaklegan máta og raun bar vitni. I stað þess að reyna skapa samstöðu meðal íslenskra embættis- manna, hélt Trampe ótrauður áfram á slóð persónulegra rifrilda og óvildar. Hann valdi þann kost að samþykkja að Magnús tæki 102
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.