Sagnir - 01.06.2001, Side 106
Banks, helsta velgjörðarmanni íslands í Englandi,
bréf þann 8. ágúst 1812. í því sagði hann að það gæti
ekki verið ósk neins heiðsvirðs íslendings að ísland
félli Bretlandi í skaut, „whereas Iceland finds itself
happy under the sceptre of its lawful sovereigns, our
most gracious Kings of Denmark and Norway...“77
Meira að segja Helgi P. Briem, sem reynir eftir
fremsta megni að sýna fram á að telja beri Island sem
sjálfstætt ríki árið 1809, kemst að eftirfarandi niður-
stöðu: „Þó að Magnús og Stefán Stephensen skoðuðu
sig sem innborna Islendinga, voru þeir þó fyrst og
fremst trúir þegnar konungs.“78
Þegar ásakanir Trampes, helsta óvildarmanns
Magnúsar, eru dregnar saman og athugaðar gaum-
gæfilega standa því í rauninni einungis þær um að
Magnús hafi sagt ósatt um bréfaskrif sín til Jörgen-
sens og að hann hafi hugsanlega gerst sekur um dóm-
greindarleysi þegar hann leyfði eða fyrirskipaði
prentun auglýsinga hans. Vitaskuld liti það betur út
ef Magnús hefði einfaldlega axlað ábyrgðina á
þessum meintu gjörðum fremur en að standa í ein-
hverju leynimakki. En eftir stendur að þessi brot hans
eru ekki stór og hægt er að efast um að það hefði
breytt miklu til betri vegar hefði hann hegðað sér
öðruvísi. Um Trampe stendur það að í júní 1809
hegðaði hann sér langt frá því sem skynsamlegt getur
talist og má telja seinagang hans við að birta samn-
inginn við Nott sem eina helstu orsök valdaránsins.79
í ljósi þess verða ásakanir hans í garð Magnúsar og
þær móðganir sem þeim fylgja síst merkilegri en yfir-
hylmingar Magnúsar sjálfs.
Skemmst er frá því að segja að Magnúsi tókst
ekki að hreinsa sig fyllilega af hinum ýmsu ásökunum
sem á hann voru bornar, þótt málið hafi opinberlega
fengið þann endi að það hafi honum tekist. Áður en
Magnús fór frá Kaupmannahöfn 1816 var hann
sæmdur nafnbót konferensráðs og var einnig hreins-
aður af öllum ásökunum Trampes.80 En grunsemd-
irnar um óheiðarleika hans lifðu áfram og lifa enn í
dag.81 Rétt áður en Magnús dó birtist í Kjöbenhavn-
posten „spurningar til úrlausnar fyrir þá sem vel eru
að sér“ en þær voru þess eðlis að Magnús var með
þeim óbeint sakaður um að hafa sagt frá liðssafnaði
ísleifs og að hafa vitað af prentun auglýsinga Jörgen-
sens.82 Jón Þorkelsson telur að með varnarritinu hafi
„máli þessu [lokið] með öllu“.83 En það fer nær sann-
leikanum að segja að því hafi í raun aldrei lokið. Ingi
Sigurðsson orðar það svo að „upp frá þessu [1809-
1810] naut hann minni hylli hjá dönskum stjórn-
völdum en áður“,84 og Bjarni Thorsteinsson segir í
sjálfsævisögu sinni:
Enda þá [mars 1816] var M. St. búinn að
missa mikið af áliti sínu og áhrifavaldi, og
studdi eigi lítið að því allt Jörgensens standið
á íslandi 1809... Þar við bættist, að allt kans-
ellíið, ekki sízt Örsted - og rentukammerið
líka, var orðið honum svo gersamlega frá-
snúið, að ég hefði aldrei getað trúað því, ef
ekki hefði verið heyrnarvottur að því dags
daglega.85
Niöurlag
Eftir tíu mánaða starf í embætti stiftamtmanns, sem var að
minnsta kosti fullnægjandi ef ekki mjög árangursríkt, var
Magnús settur af, að því er virðist einungis vegna persónulegrar
óvildar Trampes stiftamtmanns í hans garð. Trampe sakaði
hann um sviksemi og lygar og jöðruðu ásakanir hans við drott-
insvik. Þótt ekki sé fullkomlega hægt að sanna mál Trampes,
virðist það engu að síður hafa átt við einhver rök að styðjast. En
þau rök voru fá og bentu einungis til sektar Magnúsar í smá-
vægilegum málum. Allar alvarlegri ásakanir voru út í hött.
Sorglegt er að segja frá því en allt útlit er fyrir að örlítil hrein-
skilni, líkt og sú sem Stefán bróðir hans sýndi undir sömu kring-
umstæðum, hefði getað haldið mannorði Magnúsar að mestu
leyti hreinu.
Eftir sumarið 1809 bar Magnús Stephensen aldrei fyllilega
sitt pólitíska barr á ný. Færa má rök fyrir því að veturinn 1809-
1810 hafi verið hápunkturinn á pólitískum ferli hans. Hann var
þó mikið meira en stjórnmálamaður og hann var engan veginn
dæmdur úr leik í íslensku menningarlífi. En þetta mál allt drap
ekki aðeins möguleika hans á pólitískum frama heldur
minnkaði vægi raddar hans í opinberri stefnumótun talsvert.
Tilvísanaskrá:
1 Svo lýsti Englendingurinn Sir George Steuart Mackenzie þeim umskiptum sem urðu á
stjórn íslands er Magnús Stephensen var settur af sem stiftamtmaður en hann var hér
staddur í vísindaleiðangri sumarið 1810. (George Steuart Mackenzie, Travels in the
Island of Iceland, during the summer of MDCCCX. Edinburgh, 1812, bls. 146).
2 „Bjarni Thorsteinsson, skráð af honum sjálfum.“ Merkir íslendingar. Ævisögur og
minningargreinar II. Reykjavík, 1947, bls. 263.
3 Dansk biografisk leksikon XIV. Kaupmannahöfn, 1983, bls. 666-667.
4 „Bjarni Thorsteinsson, skráð af honum sjálfum.“ Merkir íslendingar, II, bls. 276.
5 Páll Eggert ólason, íslenzkar æviskrár, frá landnámstímum til ársloka 1940 II.
Reykjavík, 1950, bls. 400-401.
6 Ingi Sigurðsson, Hugmyndaheitnur Magnúsar Stephensens. Reykjavík, 1996, bls. 61
7 Jón Espólín, íslands árbækur í sögu-formi XII deild. Kaupmannahöfn, 1855, bls. 29.
8 Helgi P. Briem, Sjálfstæði fslands 1809. Reykjavík, 1936, bls. 309.
9 Helgi P. Briem, Sjálfstæði íslands 1809, bls. 312-315.
10 Helgi P. Briem, Sjálfstæði íslands 1809, bls. 234-235.
11 Helgi P. Briem, Sjálfstæði íslands 1809, bls. 196-197.
12 ísleifur var grunaður um að safna liði gegn Jörgensen, og átti að hafa beðið aðstoðar
Magnúsar Stephensens til þess. Jörgensen og Hooker sögðu síðar að Magnús hefði þá
Ijóstrað upp um áform ísleifs. Helgi P. Briem fjallar um málið í Sjálfstæði íslands 1809,
bls. 220-230, og Jón Þorkelsson í bók sinni Saga Jörundar Hundadagakóngs, bls. 52-55.
Líklega er þó bestu umfjöllunina um það að finna í ritgerð Valgerðar Johnsen, „Magnús
Stephensen. Velgjörningar og ódæðisverk sumarið 1809“, námsritgerð í námskeiðinu
Sumarið 1809 við sagnfræðiskor H.í. (1999). í henni er kenningum Helga P. Briem alger-
lega hafnað og færð sterk rök fyrir því að Magnús hafi átt óbeinan þátt í handtöku ísleifs
en af illri nauðsyn og með hagsmuni landsins að leiðarljósi.
13 Helgi P. Briem, Sjálfstæði íslands 1809, bls. 375-377.
14 Yfirlýsingin er birt í bók Jóns Þorkelssonar, Saga Jörundar Hundadagakóngs. Kaup-
mannahöfn, 1892, bls. 172-173.
15 Jón Þorkelsson, Saga Jörundar Hundadagakóngs, bls. 86.
16 Varnarrit þetta var samið til að „hrinda þeim bakslettum og undirróðri“ sem Magnús
taldi sig hafa orðið fyrir eftir að hann lét af embætti. Um það verður fjallað meir síðar.
(Birtist fyrst í íslenskri þýðingu sem, Magnús Stephensen, „Varnarrit Magnúsar Etatsr.
Stephensens afhent Kaas dómsmálaráðherra í Kaupmannahöfn 19. september 1815“,
ísafold, 1882, nr. 2 og 4, bls. 5-8 og 13-15. Frumritið er í Rigsarkivet, Rtk. 373.133).
17 Innrihólmur á Akranesi, þar bjó Magnús.
18 Hér er e.t.v. um misminni að ræða hjá Magnúsi, því 6. júlí 1809 var fimmtudagur en
ekki mánudagur. En líklega er um villu sé að ræða í ísafoldarútgáfunni, þar sem Helgi P.
Briem segir: „Fyrsta mánudaginn í júlí (þ. 3).“ (Helgi P. Briem, Sjálfstæði íslands 1809,
bls. 223). Þar vitnar hann í útgáfu ísafoldar.
19 Magnús Stephensen, „Varnarrit“, bls. 7.
20 Landsyfirrjettardómar og hæstarjettardómar í íslenzkum málum 1802-1873, Klemens
Jónsson sá um útgáfuna, I 1802-1814. Reykjavík, 1916-1918, bls. 311.
104