Sagnir - 01.06.2001, Page 109

Sagnir - 01.06.2001, Page 109
áhugasvið, jafnvel fordómar, og þá ekki síst heppni í leit að tor- gætu korti, draga þá ýmist sundur eða saman. Úti í heimi hefur áhugi farið vaxandi á söfnun og skráningu póstkorta og blómstrar nú um stundir. Með tilkomu alnetsins og í samvinnu við uppboðsvefi á netinu hefur seljendum og söfnurum gamalla póstkorta gefist tækifæri til að bjóða í eða kaupa póstkort hvaðanæva úr veröldinni. Með nýjustu tölvutækni er hægt að skanna póstkort fljótt og vel, og myndirnar má svo senda með undraverðum hraða - tölvupósti - til væntanlegs kaupanda, svo hann fái skoðað og metið kortið. I útlöndum hefur fjöldi manna, ungra jafnt sem aldinna, af miklum ákafa hafið póst- kortasöfnun sem nokkurs konar tómstundagaman og safnar þá t.a.m. tilteknu efnissviði. Fjöldi erlendra handbóka og fræðslu- rita er til um þetta tómstundagaman, og nokkur tímarit eru gefin út. Hvað er þá póstkort? Það er sérhannað kort með mynd á sem skrifa má á texta og senda viðtakanda. í árdaga hét það bréfspjald (danska: brevkort) og hafði oft enga myndina, og loddi það nafn við fram eftir öldinni. Póstkortið er teiknuð mynd, máluð, ljósmynduð, prentuð. Það getur líka verið máluð mynd blönduð ljósmynd til að gera hönnunina áhugaverðari. Það getur verið merkt listamanni eða ekki auðkennt honum. Kort sem merkt er listamanni felur í sér að eiginhandaráritun hans er að finna á því framanverðu. Hann getur hafa ritað fullt nafn sitt eða einungis fangamark, jafnvel einungis tákn. Mark hans má finna mögulega undir upphandlegg fyrirsætu eða neðst í horni korts, sem er hið hefðbundna. Umgerð póstkorts getur verið hvítur rammi, misstór, rifaður rammi eða myndin fyllir út í allan flötinn. Mynd getur einungis náð yfir hluta korts eða jafnvel verið agnarsmá. Kort getur haft ellimóða umgerð, lúið og þvælt, rifið á hliðum og hornin beygluð, en verðmætt engu að síður. Útgefendur fyrri tíðar sáu mikla hagkvæmni í að gefa út seríur eða samstæður korta. Þeir gerðu ljósmyndurum og lista- mönnum að skila verkum sínum í seríum og gengu síðan frá þeim í umbúðum sem höfðuðu til kaupenda. Þetta fyrirkomulag reyndist, eins og dæmin sanna, auka áhuga manna á kortum og söfnunargildi þeirra. Safnarar hafa greitt allt að þrefaldri upp- hæð til að eignast sjötta og síðasta kortið. Samstæður innlendra korta voru engar og seríur fátíðar. Upplag hérlendra korta gat hins vegar verið frá einu upp í þúsund. Uppruni og saga póstkorta Fyrstu póstkort voru gefin út í Vínarborg 1. október 1869, og áttu því 132 ára afmæli í október 2001. Hugmyndin var raunar runnin frá Þýskalandi. Þýski póstmeistarinn Heinrich von Stepen fékk fyrstur hugmyndina, en á hana vildu þýsk stjórn- völd ekki fallast. Þá var það Austurríkismaðurinn Emmanuel Herrmann sem kom hugmyndinni á framfæri við póstmeistara Austurríkis, von Maly barón, og með því hófst póstkortaútgáfa. Kortin urðu strax einstaklega vinsæl og fyrstu mánuðina seldist um hálf önnur milljón eintaka í Austurríki, enda burðargjald þeirra allmiklu lægra en sendibréfa. Þjóðverjar tóku brátt við sér, og áður langt leið komu póstkort á markað í Þýskalandi og Englandi. Álitið er að undir lok 19. aldar hafi þau verið orðin nokkuð algeng í flestum Evrópulöndum. Árið 1904 voru til dæmis póstlagðar á Englandi um 16 milljónir bréfspjalda.- Póstkort voru fyrst nefnd til sögunnar á Bretlandi árið 1870. Francis nokkur Kilvert, þrítugur velskur kapellán sveitakirkju, skrifar í dagbók sína 4. október 1870: „Today I sent my first post cards, to my mother, Thersie, Emmie, and Perch. They are capital things, simple, useful and handy. A happy invention.“ Póstlögin 1870 veittu leyfi til að selja fyrstu póstkortin 1. október. Kilvert var því ekki seinn á sér. Svo undarlega vill til að það er einungis deginum áður sem hann nefnir í dagbók sinni ii/UMnu rwwx Dama með hund í bandi Daman er með pilsið næstum upp um sig og dverghund flæktan í bandi um fótleggina. Art Deco. „Novelty“-kort. Handtaska döm- unnar var alsett gimsteinum, nú fallnir af. Áritun: „Illumna Vidunderkort.“ Á bakhlið: „Dete Kort lyser smukt i Morke efter forst at have været udsat for skarpt Lys“. Texti föður í „Höfn“ til dóttur: „31./5. 23: Hjer er fín stúlka með hundinn sinn og þau sjást líka í myrkri, það er það skrítna við þau. Þú verður líklega að reyna það inni í skáp því nú er aldrei myrkur heima, þó að hjer sje næstum því eins dimt á kvöldin og um hávetur. Pabbi.“ Handlitað. Höfundur Nýárskort Börn að tala í síma. Titill: „Gleðilegt nýár.“ Ljóð eftir M.G. Telpan segir: „Halló!“ og spyr: „Hvar fékkstu svona indælt kort?“ Og ekki stendur á svari hjá pilti: „Halló! En hjá honum Helga Árnasyni í Safnahúsinu! 1929. Skrautritun og skreyti: Steindór Björnsson frá Gröf. Útg.: Helgi Árnason. Höfundur Afmæliskort Lítil stúlka með húfu og muffu. Áritun: „Hamingjuósk - á - Afmælisdaginn.“ Ljóð eftir: Svb. B. Listam.: Muggur (Guðmundur Thorsteinsson). Útg.: Friðfinnur G. Guðjónsson, ca 1920. Kortið var sent telpu í Viðey, frá annarri stúlku í Viðey. Ragnheiður Viggósdóttir 107
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.