Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 113

Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 113
Hagsaga íslands Titill: „Islands Udvikling 1885-1902.“ Og.: „Grafisk Fremstilling af Islands Udvikling. Udarbejdet af Thor E. Tulinius i Anledning af den Islandske Udstilling, Kjobenhavn 1905.“ Á bakhlið er fálkinn á skjaldarmerki og stimpill sýningarinnar. Útg. ekki tilgreindur. Borgarskjalasafn orMiU I niMUUiRi *l Itum. if Ib»r I Tul>ni>» l IÍLAKUSKK (HMTIUJNC, Mæðgur Madame Lebrun og hendes Datter. Erlent, 1921. Þessi mynd hékk víða uppi á íslenskum heimilum á öndverðri öldinni. Borgarskjalasafn málastjórn og einstaklingum. Eftir 1906 voru þau gjarna tví- skipt á bakhlið. Annars vegar nafn og heimilisfang viðtakanda, hins vegar texti. Á stríðsárunum 1914-18 jókst framleiðsla íslenskra korta. Undir iok þess tímabils komu til sögunnar þjóð- legu kortin og vísnakortin tvískiptu sem Helgi Árnason hús- vörður í Safnahúsinu hóf að gefa út. Þau voru tækifæriskort, svo sem jólakort, nýárskort, fermingarkort og afmæliskort, og urðu feikivinsæl. Póstmálastjórnin gaf út bréfspjöld í byrjun aldarinnar og allt framundir 1920. Þau voru með skreyttum bekk á hliðinni sem ætluð var undir nafn og heimilisfang viðtakanda, en auð á hinni hliðinni, textahliðinni. Frá maímánuði árið 1900 hafa varðveist kort þar sem farið var að prenta mynd á auðu hliðina. Stundum var hún lítil, en öðrum stundum fyllti hún nálega flötinn og skyldi þá skrifa textann undir myndina.10 Póstkortaútgefendur Fyrstu póstkortaforleggjarar á íslandi, upp úr aldamótum 1900, eru taldir vera þeir Jón Vestdal, Ólafur Johnson, síðar stórkaup- maður, og Carl Finsen, síðar vátryggingaforstjóri. Fyrsta póst- kort með mynd sem gefið var út hérlendis er hugsanlega kort sent Carli Finsen 1. maí 1900.11 Þar segir: „Lukkuósk i tilefni af Ljósmyndakort Strætisvagnar á hraðferð upp Bankastræti. Ljósmynd máluð. Titill: „Reykjavík.“ Áferð silkikennd. Útg.: S. Guðm. Handlitað. Ca 1930. Höfundur 6. Maj 1900“. Sendandi er Gunnþórunn Jónsdóttir. Sé þetta fyrst þeirra þúsunda póstkorta, sem komu í kjölfarið, er myndefnið vel við hæfi, svo geysivinsæl sem kortin urðu. Kortið sýnir Geysi að gjósa gríðarlegum gufustrók. Annað póstkort dagsett sama dag sýnir Heklu spúandi eldi og eimyrju. Kortin eru varðveitt í Benediktssafni í Þjóðarbókhlöðu. í Benediktssafni er einnig að finna bréfspjald með þremur myndum, texta á framhlið og áletruninni „Kveðja frá Þing- völlum“.12 Það er sent 22. júní 1903 til Carls Finsens. Mun það vera meðal fyrstu íslenskra korta, sent af fyrsta póstkortaútgefanda á íslandi, Ólafi Johnson. Á kortinu segir hann, svo undarlega sem það hljómar í júní: „Gleðilegt ár!“ Kort af þessu tagi eru dæmigerð fyrir frumherjaskeið innlendra póstkorta: tvær eða þrjár myndir á framhlið ásamt skilaboðum og kveðju frá íslandi, Þingvöllum eða öðrum merkisstöðum. Ofangreindir félagar unnu allir við verslunarstörf og notuðu frístundirnar til frekari fjáröflunar. Kveður Ólafur ágóðann af kortasölunni vera meiri en nemi launum fyrir aðalstarf hans. Svipaða sögu hafði Carl að segja. Fyrir ágóðann af kortasölunni dvaldist hann um þriggja mánaða skeið í útlöndum. Jón Vestdal var uppeldissonur Sigfúsar Eymundssonar, sem síðar gaf út fjölda korta. Ólafur Hvanndal varð fyrstur til að gera prentmyndir hér á landi. Nemandi hans var Vikon Hjörleifsson sem lengi þjónaði Morg- unblaðinu.13 Þeir hljóta að hafa haft áhrif á korta- prentun hérlendis. Kortin voru i fyrstu prentuð í Þýskalandi, en seinna meir í prentsmiðjum Gutenbergs í Reykjavík, Davíðs Östlunds á Seyðisfirði og víðar. Víkingsprent prentaði einnig kort. Jón Vestdal lét einungis gera eina tegund korta sem prentuð var í 500 eintökum, en þeir Ólafur og Carl munu hafa haft fleiri tegundir á boðstólum, og var upplag þeirra jafnan 1000 ein- tök. Myndirnar voru frá Þingvöllum, Geysi, Gullfossi og allnokkrar frá Reykjavík og fleiri stöðum. Flestar þeirra tók Sigfús Eymundsson ljósmyndari. Sum kortanna eru skreytt þremur myndum með teiknuðu blómaflúri í kring. Þessi kort voru prentuð í Þýska- landi, og kostaði 15 mörk að prenta þúsundið eða 1,3 eyri á kort.14 Fyrstu kortin voru í svarthvítu, en síðar voru þau einnig prentuð í lit. Þeir félagar seldu kortin í umboðssölu, og urðu þau á skömmum tíma ákaflega vinsæl, enda handhæg fyrir margskonar orðsendingar. Kom þar til lægra burðargjald en fyrir venjuleg sendibréf, en fólki þótti líka mikill fengur í fjölbreytilegu myndefninu. Alls munu þessir fyrstu póstkortaforleggjarar hafa gefið út um 80 tegundir korta og þá flest svart- hvít. Þegar ljóst varð að kortasalan var fundið fé, var þess skammt að bíða að aðrir fetuðu í fótspor þeirra. Má meðal annarra nefna Einar Gunnarsson, Magnús Ólafsson, Helga Árnason, Gunhild Thorsteinsson, Thomsens Magasín og Egil Jacobsen, stundum í sam- vinnu við Björn Kristjánsson. Sé tekið dæmi af þeim síðastnefnda, þá hafði hann mörg járn í eldinum. Björn kom mikið við stjórnmálalíf Reykvíkinga á öðrum áratug aldarinnar. Hann lærði skósmíði, orti 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.