Sagnir - 01.06.2001, Side 114
Auglýsingarkort
Kona á klettasnös með blaktandi
fána á stöng. Teikning, máluð.
Áritun: „Kaupirðu góðan hlut, þá
mundu hvar þú fékkst hann. Eflið
íslenskan iðnað. Álafoss.“
Listam.: Muggur (Guðmundur
Thorsteinsson), merkt G Th.
1921. Útg. ekki tilgreindur.
Borgarskjalasafn
'toupWu cóíaa hlul.
*f«i imuiilti hvnr |m írhkM
Skúla Thoroddsen flaggað
Fánastöng með blaktandi bláhvítum fána og
þar á er ljósmynd af Skúla Thoroddsen.
Skjaldarmerki sýnir hvítan fálka á bláum
grunni. Áritun: „ísland fyrir íslendinga.“ Og:
„Sú er krafa mín, að ísland sé fullveðja ríki,
og ráði að fullu öllum sínum málefnum, og
njóti í alla staði jafnréttis við Danmörku, og
sé aðeins við hana tengt með sameiginlegum
konungi. Skúli Thoroddsen.“ Útg.: A.J.
Johnson, Winnipeg, 1909. Prentsmiðja O.S.
Thorgeirssonar. Handlitað.
Benediktssafn
kvæði, stundaði rannsóknir og gróf eftir málmum í
Esjunni. Hann verslaði með vefnaðarvöru, leðurvöru
og pappírsvöru. Loks einbeitti hann sér að rit-
fangaverslun. Hann var þingmaður Gullbringu- og
Kjósarsýslu og bankastjóri Landbankans um skeið
eða fram undir 1930. Hann bjó á Vesturgötu 4,
hæðinni fyrir ofan ritfangaverslunina,15 þar sem
hann seldi kortin sín.
Póstkortaútgefendur á íslandi hafa sennilega ver-
ið á þriðja hundrað talsins. Vitanlega ýtti það undir
samkeppnina að gera betri kort. Eitt kort sent Carli
Linsen í Hafnarfirði 1903 er frá Ólafi Johnsen. Þar
segir: „Þessi mynd af Þingvöllum ætti að seljast vel.“
Á öðru korti frá Ólafi stendur: „Korta-business
gengur vel, töluverður concurrence.1115 Thomsen kom
að máli við þá félaga Carl og Ólaf og vildi kaupa af
þeim allar birgðir þeirra og einkarétt á útgáfunni.
Vildi hann borga fyrir upplögin sem svaraði tveimur
og hálfum eða þremur aurum stykkið. Voru þeir ófá-
Landnámsfcrð Ingólfs Arnarsonar til íslands
Leiðarstjarna á lofti, öndvegissúla í hafi fyrir stafni. Teikning. Titill:
„Landnáms-ferð Ingólfs 874, Landsýn í hillingum.“ Áletrun: Úr
ljóði og hugleiðingar Samúels. Listam.: Samúel Eggertsson, merkt:
S.E. í des. 1912. Útg.: Samúel Eggertsson. Handlitað.
Benediktssafn
anlegir til þess arna, sem leiddi til þess að Thomsen
fór sjálfur að gefa út kort.17
Kortin sem prentuð voru erlendis voru iðulega
með prentvillum. Einnig er rangt farið með nöfn
þekktra staða. Á íslenskum kortum prentuðum
erlendis kom p í staðinn fyrir þ og o eða d fyrir ð.
Aftan á sumum erlendu kortanna stendur einungis
Import.
Áðurnefndur Helgi Árnason var umsvifamikill í
kortaútgáfu. Hann gaf út 350 tegundir korta, auk
jóla- og tækifæriskorta sem flest voru skreytt af
Steindóri Björnssyni frá Gröf. Sjálfur var Helgi hönnuðurinn og
kom fram með ýmsar nýjungar í útliti og gerð korta umfram
keppinauta sína. Aðrir sem létu mjög til sín taka í kortaútgáfu
voru þeir Egill Jacobsen og Björn Kristjánsson, sem gáfu út 240
mismunandi kort. Baldvin Pálsson í Pennanum gaf út 200 teg-
undir korta. Þeir Helgi og Baldvin voru stórtækastir þegar líða
tók á öldina, og var Baldvin ívið lengur að. Helgi lét prenta sín
kort í Þýskalandi og Danmörku. Til að mynda er kort sem ber
titilinn „Til Fánans" prentað í Danmörku. Umboðs- og heild-
verslunin Ó. Johnson &c Kaaber var um langa hríð umsvifamik-
ill kortaútgefandi, en gaf að auki út litprentaðar myndir frá
Ólympíuleikunum í Berlín 1936. Carl Finsen seldi versluninni
sinn hlut í kortagerðinni fyrir 1500 krónur.
Á fyrri hluta síðustu aldar gáfu nokkur erlend fyrirtæki út
kort með myndum frá Islandi. Voru það einkanlega Frakkar og
þá með myndum af fiskveiðum þeirra hér við land. Danir gáfu
út póstkort með myndum frá konungsheimsókninni 1921. Eitt
kort sem Danir gáfu út er ljósmynd af Danadrottningu, senni-
lega Alexandrínu, í íslenskum skautbúningi. Skipafélög eins og
Hapag í Hamborg og Norddeutscher Lloyds í Bremen, sem áttu
skemmtiferðaskip í förum um norðurhöf og höfðu viðkomu hér,
gáfu út póstkort með Islandsmyndum.18
íslensk póstkortaútgáfa á fyrri hluta aldarinnar einkenndist
af miklum sveiflum en hún var að stórum hluta bundin við
komur erlendra ferðamanna til landsins. Tvær heimsstyrjaldir
drógu tímabundið úr útgáfunni. Þýsk skip tóku að venja komu
sínar hingað kringum 1925, en hurfu aftur í seinni heims-
styrjöld. Skipaferðir komust aftur í eðlilegt horf kringum 1950.
Kortaútgáfan var blómleg á árunum 1905-14 og 1922-39, en
síðan nokkuð samfelld. Á fyrra skeiði komu eitt til tvö skip á
hverju sumri og ferðamenn 3-400 talsins. Einar Gunnarsson
kortaútgefandi segir árið 1905: „I sumar hafa komið hingað
ferðamenn með fleira móti. Meðal annars komu Þjóðverjar um
miðjan f.m. til Reykjavíkur á tveimur skipum afarstórum,
„Fúrst Bismarck“, sem er 8300 smálestir, og „Hamborg“, sem
er 10500 smálestir. Þetta eru stærstu skipin sem til landsins
hafa komið; voru á hinu fyrrtalda um 140 ferðamenn en um
300 á hinu.“19
Sumir kortaútgefendur, eins og Þórður Sveinsson & Co, gáfu
út 100 mynda röð á fjórða áratug aldarinnar af íslensku lands-
lagi, mannvirkjum og bæjum. Kortin voru númeruð á framhlið
og bæir og staðir tilgreindir. Helgi Árnason gaf til dæmis út
„Kveðju frá Islandi", safn 25 smámynda, og voru allar mynd-
irnar póstkort sem hann hafði gefið út.
Söfn póstkorta sem ratað hafa inn á opinberar stofnanir, s.s.
Þjóðminjasafn íslands, Landsbókasafn íslands - Háskólabóka-
safn og Borgarskjalasafn Reykjavíkur eru upprunalega einka-
söfn einstakra manna. Mörg korta úr söfnum þessum eru verð-
mæt, sökum sérstöðu, fágætis eða listfengis. Kort með hjóla-
skipi á Eskifirði þykir mikið hnoss. Það er talið elsta kort með
íslensku myndefni, trúlega frá lokum 19. aldar, sennilega
112