Sagnir - 01.06.2001, Page 115
Landnám fslands
Leiðir landnámsmanna til íslands. Teikning. Titill: „Landnám íslands 874-930.“
Áritun: „Óðalsbændurnir yfirgefa ættlandið.“ Listam.: Samúel Eggertsson,
merkt: S.E. 25./1. 1913. Útg.: Samúel Eggertsson. Handlitað.
Benediktssafn
prentað eftir ljósmynd frá áttunda áratug 19. aldar - og þá
skipið mögulega falsað inn á. Ljósmyndin gæti þó mögulega
verið eldri, en hingað komu upp úr miðri öldinni nokkur hjóla-
skip með erlendum höfðingjum. Kortið er í einkaeign. Póst-
kortasöfn Jóns Halldórssonar og Ragnheiðar Viggósdóttur eru
þau stærstu í einkaeign á íslandi.
Þáttur myndlistarmanna
Hér er ekki rúm til að fjalla nánar um ákaflega fjölskrúðuga
efnisflokka íslensku póstkortanna, en í lokin er rétt að geta
stuttlega um þátt þekktra innlendra myndlistarmanna í korta-
gerð. Þeir urðu hver með sínu móti til að ljá kortunum sögulegt
og einatt þjóðsögulegt innihald og yfirbragð, tengdu þau þannig
hugarheimi landsmanna með öðru móti en ljósmyndirnar gerðu.
Meðal eldri listamanna sem þar komu við sögu, sumir með einni
eða tveimur myndum, aðrir með fjölda mynda, voru eftirtaldir
einstaklingar: Bertel Thorvaldsen (1768/70-1844), Benedikt
Sveinbjarnarson Gröndal (1826-1907), Sigurður málari Guð-
mundsson (1833-1874), Samúel Eggertsson (1864-1949), Þór-
arinn B. Þorláksson (1867-1924), Einar Jónsson (1874-1954),
Ásgrímur Jónsson (1876-1958), Jóhannes S. Kjarval (1885-
1972), Eyjólfur J. Eyfells (1886-1979), Ríkarður Jónsson (1888-
1977), Muggur (1891-1924), Finnur Jónsson (1892-1993),
Guðmundur Einarsson frá Miðdal (1895-1963), Tryggvi Magn-
ússon (1900-1960), Höskuldur Björnsson (1907-1963), Barbara
Árnason (1911-1975) og Halldór Pétursson (1916-1977).
Póstkordn voru sófamálverk almúgans í landinu. í þau var
rýnt og um þau rætt manna á meðal. Þeim var raðað í albúm
eða öskjur innan um önnur slík eða hengd upp á veggi heimilis-
fólki til augnayndis. Einn kortsendandi bað bljúgur systur tvær
að hengja kort með íðilfagurri konumynd, sem hann var að
senda þeim, fyrir ofan rúmið þeirra, en hann langaði til að gefa
þeim „eitthvað en jeg hef ekkert nema þessa líti fjörlegu
stulku.“20
Liðin tíð virðist vera ein helsta fremd póstkortanna gömlu,
þótt fólk sem man þessa tíma, gullöld póstkorta, sé óðum að
safnast til feðranna. Ágæti póstkorta var þó helst að fagna
nýjungum. Það sem okkur þykir kostulegt eða fáránlegt í dag
var allt það nýjasta og æsilegasta á fyrri tíð. Þarna vegur salt hin
auðuga reynsla ævarandi nútíðar og elífð umliðins tíma. Sér-
hvert kort er í senn gamalt og nýtt. Póstkortið lýsir andrúmi og
kenndum samtíðarinnar, tilfinningalegum sannindum. Það birir
jafnt samfélagsgerðina sem sjálfsímynd landsmanna. Birtingar-
myndir hvers tímaskeiðs eru „allt eins fyrir hendi í hversdags-
legu umhverfi, í alþýðutónlistinni, í fatatískunni og ýmiss konar
mynd- og auglýsingaefni sem okkur þykir svo sjálfsagt að við
erum hætt að taka eftir því.“21 Kortin sameina ýmsa eiginleika
„æðri lista“ og hverfulla myndlýsinga hvunndagsins.
Tilvísanaskrá:
1 Greinin er byggð á B.A.-ritgerð höfundar 2001.
2 Guðmundur Sæmundsson, „Safnarinn.“ Heima er bezt 6 (2001).
bls. 204.
3 Phillips, Tom, The Postcard Century, 2000 Cards and their Messages.
London 2000, bls. 15.
4 Sama heimild, bls. 15.
5 Sama heimild, bls. 15.
6 Sama heimild, bls. 16.
7 Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Einkaskjalasafn nr. 155.
8 Höfundur.
9 Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn. Benediktssafn.
10 Sama heimild.
11 Sama heimild.
12 Sama heimild.
13 Þorsteinn Bernharðsson, viðtöl í ágúst og september 2001.
14 Akranes 1-2 (1949), bls. 2.
15 Þorsteinn Bernharðsson.
16 Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn. Benediktssafn.
17 Akranes, bls. 2.
18 Guðmundur Sæmundsson, „Safnarinn“, s. 204.
19 Unga ísland 8 (1905), bls. 59.
20 Borgarskjalasafn. Einkaskjalasafn nr. 196.
21 Aðalsteinn Ingólfsson, Jólamerki Thorvaldsensfélagsins 1875-2000.
Ritstjóri Hildur G. Eyþórsdóttir. Reykjavík, 2000.
113