Sagnir - 01.06.2001, Qupperneq 117

Sagnir - 01.06.2001, Qupperneq 117
hvernig valdhafar nota list og hvort list geti verið heimild um eitthvað annað en sjálfa sig. Umfram allt sýnir listasagan hvernig hægt er í gegnum tákn og form listaverks að lesa sig til skilnings á þjóðfélagsgerð og hugmyndastraumum samfélags á hverjum tíma; heimspekilegum, pólitískum, efnahagslegum, siðferðilegum. Listsköpun spannar vítt svið mannlegrar þekk- ingar og reynslu og meðal þeirra fræðigreina sem listasagan tengir sig við eru sagnfræði, fagurfræði, heimspek:, safnafræði (museologia), bókmenntafræði, sálarfræði, guðfræði, mann- fræði, félagsfræði, þjóðháttafræði og fornleifafræði. Það var Björn Th. Björnsson listfræðingur sem hóf kennslu í listasögu við sagnfræðiskor Heimspekideildar HÍ haustið 1974 en frá árinu 1994 hefur undirrituð haft kennsluna með höndum. Staða listasögu innan sagnfræðiskorar var frá upphafi hugsuð til bráðabirgða eða þar til sérstök skor í listasögu/listfræði yrði stofnuð við HÍ. Listasögunámskeiðin hafa alla tíð verið mjög fjölsótt og fljótlega komu upp hugmyndir um að gera listasögu að sjálfstæðri aukagrein til 30 eininga. Að undirlagi nemenda í sagnfræðiskor var árið 1979 sett á fót nefnd innan Heimspeki- deildar til að vinna í málinu. Nefndin ályktaði að „brýnt væri að hefja kennslu í listfræði hér við háskólann" og ennfremur að „brýna nauðsyn beri til að stofnað verði embætti lektors í list- fræði við Heimspekideild.". Síðan eru liðin 22 ár og málið nokkrum sinnum verið tekið upp og rætt innan deildarinnar. Ákvörðun um uppbyggingu listasöguskorar hefur þó ávallt verið frestað, oftast með vísun í takmarkaða fjárveitingu til Heimspekideildar sem leyfi ekki stofnun nýrrar skorar. Skiptar skoðanir eru um málið meðal kennara sagnfræðiskorar en end- anleg ákvörðun hvílir hjá rektor og háskólaráði. Eins og staðan er í dag við HÍ er hægt að taka eitt 5 eininga námskeið í listasögu á ári, þrjú ár í röð, samtals 15 einingar. Um er að ræða námskeiðin Listasaga 1 sem tekur til myndlistar á tímabilinu frá miðöldum og fram á 19. öld, Listasaga 2 sem er nútíma-og samtímalistasaga og Listasaga 3 sem er íslensk mynd- listarsaga. Nokkrir nemendur hafa auk þess skrifað 5-10 ein- inga BA ritgerð í listasögu (innan sagnfræði, bókmenntafræði og frönsku) og útskrifast því með 20-25 einingar á sviði lista- sögu. Þótt listasaga sé kennd innan sagnfræðiskorar hefur hún þá sérstöðu að vera einnig sótt af nem- endum í öðrum greinum Heimspekideildar og úr Félagsvísindadeild. Þær hugmyndir sem lagðar hafa verið fram um uppbyggingu náms í listasögu sem sjálfstæðrar fræði- greinar til BA prófs (auka-eða aðalgrein) gera í meginatriðum ráð fyrir eftirfarandi skipan náms: a) Aðferðafræðilegt inngangsnámskeið þar sem fjallað er um grundvöll og þróun fræðigreinarinnar listasögu, mismunandi listsöguskoðanir, m.a. félags- sögulegar, formrænar, feminískar. Einnig er fjallað um aðferðir myndgreiningar og nemendur þjálfaðir í grundvallaratriðum í ritun fræðiefnis á sviði listasögu. b) Listsöguleg yfirlitsnámskeið, bæði íslensk og erlend (svipuð að uppbyggingu og þau sem kennd eru við sagnfræðiskor HÍ) c) Listheimspekileg námskeið. d) Fagurfræði. e) Safnafræði (museologia) f) Sértæk valnámskeið þar sem kafað er dýpra í list- söguleg viðfangsefni af ýmsum toga. Talsverð þörf er í íslensku samfélagi fyrir háskóla- menntað fólk með sérfræðiþekkingu á sviði lista. Meðal þeirra starfssviða sem grunnmenntun í lista- sögu nýtist á má nefna listasögukennslu á grunn- og framhaldsskólastigi, störf við safna- og menningar- stofnanir, við dagblöð, útvarp og sjónvarp. Þá er námið hugsað sem undirbúningur fyrir frekara nám erlendis í listasögu eða listtengdum fræðum (menn- ingarfræðum) ekki hvað síst fyrir þá sem hyggja á rannsóknir, ritstörf og kennslu á háskólastigi. 115
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.