Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 119
„Ég velti fyrir mér í laumi hvort fyrirmynd
Olympiu skipti einhverju máli? Var ég ekki
að spyrja rangra spurninga? Gæti líf henn-
ar haft einhverja þýðingu fyrir sagnfræðina
eða skilning okkar á fortíðinni? Að sjálf-
sögðu gerði ég mér strax grein fyrir að það
mætti ekki orða þær upphátt, ég yrði að að-
hlátursefni allra sem heyrðu slíkar vanga-
veltur. Þær voru bara viðraðar lágum rómi
í trjágöngunum á Háskólalóðinni eftir
myrkur á leið minni heim á Ljósvallagötu
þar sem ég bjó um þær mundir.“
ekkert vitað. Þó er ljóst að hún var sjálf málari, sótti bæði tíma
í listsköpun og sýndi verk sín með reglulegu millibili í áratugi. Ég
komst síðar að því að ég var ekki sá eini sem hafði verið í leit að
fyrirmynd á síðasta aldarfjórðungi tuttugustu aldar og fengið
áhuga á lífi þessarar frönsku fyrirsætu. I upphafi árs 2002, nánar
tiltekið á degi Martins Luthers Kings 21. janúar, rakst ég nefni-
lega á bók í verslun í Pittsburgh í Bandaríkjunum sem heitir því
seiðandi nafni: Alias Olympia. A Woman's Search for Manet's
Notorious Model and Her Own Desire (New York, 1992). Höf-
undur bókarinnar, New York-búinn Eunice Lipton, lýsir ára-
löngum áhuga sínum á manneskjunni í módelinu og hvernig
þetta verkefni vatt upp á sig og leiddi hana heimshorna á milli í
heimildarleit um afdrif konunnar. Lýsing Liptons bregður ekki
aðeins ljósi á líf Victorine Meurent heldur ekki síður á örvænt-
ingafulla tilraun nútímakonunar til að skapa sér fyrirmynd. Fyrir
þessa áhugakonu um listasögu var enga kvenfyrirmynd að finna
í aldalangri umfjöllun fræðimanna um listir og vísindi. Ráðalaus
og ringluð varð Victorine Meurent á vegi Lipton. Hún gat ekki
hugsað sér að hætta við að hafa upp á þessum sérstaka einstakl-
ingi sem horfði djúpum augum í andlit milljóna manna um allan
heim og mótaði skoðanir þeirra á sögunni og stöðu kynjanna.
Nálgun Liptons býr yfir tvenns konar sjónarhæð. I fyrsta lagi
sýnir hún hversu mikilvægt það er að fylgja tilfinningu sinni fyrir
sögulegu efni, að láta ekki hugfallast þó svo að efniviðurinn liggi
ekki við fótskör fræðimannsins. í öðru lagi sýnir hún að leitin
sjálf er rannsóknin öll. Fortíðina er að finna í höfði fræði-
mannsins og hvergi annars staðar. Brotin sem við leitum að verða
aðeins skiljanleg í hugarheimi fræðimannsins og lýsingin á að-
ferðinni við leitina er jafnmikilvæg og fundurinn sjálfur. Lipton
tókst þrátt fyrir afar litlar og fábreyttar heimildir að gera hugar-
heim sinn og Victorine Meurent skiljanlegan og draga fram
stöðu tveggja kvenna á ólíkum tímaskeiðum.
Er hægt að ætlast til einhvers frekar af sagnfræðilegri umfjöllun?
117