Sagnir - 01.06.2001, Page 125
[rof er rof er rof]
Listin á sér ekki landamæri í sama skilningi og við tölum um
landfræðileg mörk þjóða. Kvikmyndin á sér engin slík mæri,
ekki einu sinni þau sem fræðimenn hafa sett upp og kalla kvik-
myndagreinar eða genre. Kvikmyndagerðarmenn þverbrjóta
iðulega þau mörk sem eru á kreiki í þeim tilgangi að þjóna list-
rænum metnaði og búa í annarskonar veröld. Mörkin eru „góð
til að hugsa með“ einsog Levi-Strauss hélt fram að dýr væru
notuð í menningu frumbyggja. Það er aftur á móti andstætt
listinni og fræðimennsku að taka mörk sem gefin eða tekin í
merkingarlega tölu dýrlinga. Kvikmyndalistin er í þeim skilningi
andstæð „dauða“ þess sem er orðið sjálfsagt og enginn hefur
fyrir því að spyrja um hvers vegna.
[rof er rof er rof]
Ég hef ekki ennþá lesið skrif eftir íslenskan gagnrýnanda á
síðum dagblaðanna sem tekur starf sitt „dauðans" alvarlegar en
svo að standa skil á umsögnum um kvikmyndir á umsömdum
tíma. Gagnrýnandinn er ekki að horfa á listaverk og deila þeirri
reynslu með okkur, greina listræna sýn verksins, setja það í sam-
hengi við stefnur og strauma í samtímanum og benda á listræn
tog. Þess í stað fáum við hraðsoðnar umsagnir um kvikmyndir,
hvort sem þær eru erlendar eða innlendar. Hugsið ykkur, öflug-
asta menningartæki samtímans, sjónvarpið, þessi „ruslakista
kvikmyndanna“ eins og Þorgeir Þorgeirsson kallaði það í
útvarpsviðtali árið 1991, það á sér engan vettvang gagnrýnnar
umræðu. Hvað þá að verið sé að ræða um innihald þess á list-
rænum nótum. Það er eins og list sé ekki að finna í þessum
svörtu kössum sem glóa. Kannski minnir sjónvarpsboxið okkur
alltof mikið á líkkistur til þess að koma til álita sem vettvangur
líflegrar menningarmiðlunar.
[rof er rof er rof]
í nýlegri bók eftir Bandaríkjamanninn Paolo Cherchi Usai, The
Death of Cinema: History, Cultural Memory and the Digital
Dark Age, fjallar hann um þá útópísku draumsýn nútíma-
mannsins að kvikmyndalistina sé hægt að varðveita um ókomna
tíð. Því miður er það stór misskilningur hjá alltof mörgum, líka
þeim sem vinna á söfnum og það fyrir fræðimönnum ægileg
sannindi. Við lifum á tímum safnahugsjónarinnar þar sem söfn-
unarárátta 19. aldar manna er að ná hæstu hæðum. Aldrei sem
fyrr hefur jafnmiklu verið safnað úr ranni mannsins, né heldur
verið eytt jafnmikið af peningum almennings til þess að varð-
veita menningarminjar. Skal þá bera einhvern kvíðboga fyrir
mætti eyðingarinnar? Ég held ekki. Það má segja að líkt og forn-
leifafræðingar komast bærilega af í sinni kenningarsmíð með
sínar fátæklegu vísbendingar, þá séu lífdagar annarra fræði-
manna sem einhvern áhuga hafa á kvikmyndalistinni nokkuð
blómlegir. í það minnsta hafa þeir bókmenntir að styðjast við,
en þar hefur hver bókin á fætur annarri verið skrifuð, þar sem
sögu rúmlega 100 ára sögu kvikmyndarinnar er lýst. Svo má
ekki gleyma mónógrafíum eða viðtalsbókum um einstaka kvik-
myndir eða staka leikstjóra með listrænar sýnir. Hið sama gildir
um fátæklega skrifaðar heimildir eða rannsóknir sem gerðar eru
á íslenskri kvikmyndalist. Ekki má heldur gleyma fjölmiðlaum-
ræðunni, útvarpsviðtölunum, sjónvarpsviðtölunum og prent-
máli dagblaðanna. Þessir bautasteinar liggja á lausu fyrir kvik-
myndafornfræðinga eitthvað fram eftir þessari öld. En er þeir
falla fyrir tönn tímans verð ég kominn í blúndulagða samfellu,
flögrandi um með hvítum vængjum.
123