Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 65

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Page 65
KAREN BLIXEN 195 inn. Hið nýja líf söngkonunnar hrynur til grunna. Iíún verður að leggja af stað aftur í hið árangurslausa æviflakk. Vera má, að sögunni sé stefnt gegn ungum rithöfundi, sem hlaut skyndifrægð með bókinni „En ajten i Jcoleraáret“ fyrir nokkrum árum. En hún er bein stæling á verkum Karenar Blixen. Þá má nefna söguna „Ib og Adelaide“, sem er löng skýrgreining á danska aðlinum. Höfuð- tilgangur hennar er sjálfsagt að draga fram kosti og lesti þessarar deyjandi stéttar. Samt er sagan gagnsýrð af hinum kunnu hugmynd- um Karenar Blixen. Aðalpersónurnar skilja tilgang lífs síns, kjósa hin sorglegu kjör og farast. Ib reynir ekki að komast undan ör- lögum sínum, heldur geldur líf sitt fullu verði og nær um leið valdi á hinu breyska eðli sínu. Þetta kemur skýrt fram í upphafi sögunnar í löngu samtali, sem gamali málari á við aðals- menn, sem satt að segja eru óvenjulega vit- grannir. Listamaðurinn rekur af stakri ná- kvæmni hvernig lífshættir hins gamla aðals eru í samræmi við lögmál harmleiksins, það er í viðurkenningu á harmsögu lífsins. Ib verð- ur fulltrúi þessara lífsskoðana. Ilins vegar er sem listamanninum vitrist æskufólk vorra tíma: „Það á sjálfsagt við skuldir að stríða — en það eru engar drengskaparskuldir, sem varða líf og æru. Víst fremur það sjálfsmorð — því er verr — en kviðristur verða þá horfnar úr tízku. En það getur svo flogið til tunglsins. Við teborðið verður skrafað og skeggrætt um leiðir og fargjöld til tuuglsins.“ Fjallað er um svipuð vandamál í sögunni ,JZn IIerregárdshistorie“, sem eflaust er bezta saga bókarinnar. Kjarni sögunnar er hugtakið réttlæti. Þegar í upphafssamtalinu rekumst við á það svar, sem .öll sagan er byggð á: „Réttlæti,“ endurtók hún undrandi og þagði við. „Eitel,“ sagði hún svo. „Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af réttlætinu. Örlögin eru réttlát, guð er réttlátur. í sameiningu dæma þau viturlega og endurgjalda, án þess að við leggjum þar orð í belg. Þess vegna getum við látið það ógert að dæma hvort annað.“ Síðar segir sama stúlkan: „Ó, Eitel,“ sagði Ulrikka, „við vitum svo lítið. Það gæti verið annað réttlæti í veröld- inni en það, sem við þekkjum, réttlæti, sem að lokum bætir fyrir allt.“ Síðan greinir sagan frá óðalseiganda og landseta hans, Linnert að nafni. Eitt sinn krefst landsetinn þess að fá aftur bolakálf, sem kominn er í kúahóp óðalsbóndans vegna mistaka. Ilann býður landsetanum fullorðinn tarf í staðinn. Bóndinn heldur fast við kröfu sína um réttlæti: Hann vill ekki fá annað en kálfinn sinn. Iíonum er boðið meira en hann átti, en hann neitar að þiggja af gjafmildi lífsins, neitar að þakka fyrir náðina. Óðals- eigandinn stækkar í sögunni og verður nokk- urskonar tákn hins gjafmilda guðs, en brátt verður hann líka tákn hins hræðilega guð- dóms, þegar hann setur bóndann upp á tré- liest og Iætur hann deyja á baki hans (saman- ber samtalið sem vitnað er í hér að framan um hinn göfuga og grimmdarfulla heim í fyrstu sögu kardínálans). Kona óðalseigandans vill greiða þá skuld, sem henni finnst að maður hennar og skyldu- lið eigi að gjalda ættingjum bóndans. Hún sendir því son sinn Eitel í fóstur til dóttur bóndans, sem Lóna heitir. Fyrir bragðið van- rækir Lóna sitt eigið barn, drenginn Linnert, sem bíður þess nú í fanglesinu í Haribo að verða hálshöggvinn fyrir tvö morð. Ungi drengurinn, Eitel, hefur á sama hátt og móð- irin reynt alla sína ævi að bæta fyrir meint afbrot föðurins. Kvöldið fyrir aftökuna kem- ur Lóna, gamla fóstran hans, í heimsókn og segir honum þá furðufrétt, að hún hafi haft nafnaskipti á börnum, það er að segja, að Eitel sé hold af hennar holdi. Þannig hafi hún viljað láta réttlætið sigra. Saga hennar er þó ósönn. Hún spinnur hana upp í vitfirringu og fremur svo sjálfsmorð. Hér verður það sama upp á teningnum og í sögunni„Vejene om- kring Pisa“. Sögupersónurnar reyna að tefla sjálfar á tafl örlaganna, en það fer allt í handaskolum, mennskir tefla ekki það tafl. Ungi aðalsmaðurinn, sem loks er það ljóst, að örlög hans og bóndans eru svo samofin, að ekkert fær þeim þokað, ákveður að heim- sækja þann dauðadæmda í fangaklefann. Ilann skilur þá til fullnustu sjálfan sig og tilgangslausa baráttu sína gegn örlögum guð- dómsins, er hann stendur þar augliti til aug- litis við örlög, sem gætu hafa fallið honum í skaut, eða eru að minnsta kosti bein afleið- ing af örlögum feðra þessara tveggja ungu manna. Eitel verður þetta og ljóst ekki sízt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.