Helgafell - 01.10.1946, Síða 5

Helgafell - 01.10.1946, Síða 5
I í I I SIGURÐUR NORDAL: eru íslenzku handritin bezt komin? I. !! í SAMNINGUM þeim, sem enn eru á döfinni, um reikningsskil milli hinna fyrverandi sambandsríkja, íslands og Danmerkur, hafa íslenzku full- trúarnir lagt megináherzlu á það atriði, að íslenzk handrit, sem nú eru geymd í dönskum bókasöfnum, verði flutt þaðan til íslands. Sumum kann að finnast þetta harla óbúmannleg ósk á þessari öld pólitískrar raunhyggju, en aðrir munu líta svo á, að hér sé freklega gengið á gróna hefð. íslendingar geta engan efnalegan hagnað haft af endurheimt handritanna, heldur hljóta að baka sér með henni drjúgan útgjaldaauka. Vér höfum ekkert bolmagn til þess að knýja fram ósanngjarnar kröfur, enda höfum vér í skiptum vorum við aðrar þjóðir einatt verið lítilmagnar og hart leiknir, en aldrei beitt yfir- gangi. Hér hlýtur þá að vera um mál að ræða, sem skiptir íslendinga sér- / staklega miklu, en öðrum þjóðum er torskilið, og því ætti stutt greinargerð fyrir viðhorfi voru að eiga nokkurt erindi til norrænna lesenda. Það skal tekið fram skýrum stöfum þegar í upphafi, að einungis íslenzk handrit í dönskum söfnum koma hér til greina að svo stöddu. Málið hefur einnig verið rætt í nokkrum sænskum blaðagreinum, þar sem vikið hefur verið að íslenzkum handritum í Svíþjóð. En um þau hafa engin tilmæli komið fram af hálfu íslendinga, svo að ég tel ástæðulaust að gera þau að sérstöku umræðuefni. II. „Sögueyjan" er nafn, sem heita má að heyri til barnalærdómi hinna skandínavísku þjóða, og þótt undir þessu gælunafni leynist að öllum jafn- aði mjög svo mikil vanþekking, bæði á ,,sögunni“ og ,,eyjunni“, felur það Þessi grein um handritakröfur íslendinga var samin á dönsku í desember s. 1. handa Nordisk tidskrift, — sem gefið er út í Stokkhólmi, en víðlesið um öll Norðurlönd, — og kom út í marzhefti þess tímarits. Jafnframt því, er greinin var send utan til birtingar, afhenti höfundur handrit hennar Helgafelli, og taldi ritstjórnin æskilegt, að hún kæmi fyrir almenn- ings sjónir hér á landi. Að vísu er greinin og rökfærsla hennar miðuð við erlenda lesendur, þekkingu þeirra og skoðanir. En hún ætti eigi að síður að geta átt talsvert erindi til ís- í lendinga. Hér er um samningamál að ræða, sem ekki er lítils vert, hversu flutt er af fslands hálfu. Og það skiptir miklu, að íslenzka þjóðin geri sér sem rækilegasta grein fyrir því frá öllum hliðum. Undir alhuga og þrautseigum vilja sjálfra vor og fullum skilningi á því, hvað er í húfi og hversu réttlátur málstaður vor er, hlýtur mjög að verða kominn sigur vor í mál- inu, hvort sem vér vinnum hann bráðlega eða þurfum enn að berjast til hans á komandi árum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.