Helgafell - 01.10.1946, Síða 5
I
í
I
I
SIGURÐUR NORDAL:
eru íslenzku handritin
bezt komin?
I.
!! í SAMNINGUM þeim, sem enn eru á döfinni, um reikningsskil milli
hinna fyrverandi sambandsríkja, íslands og Danmerkur, hafa íslenzku full-
trúarnir lagt megináherzlu á það atriði, að íslenzk handrit, sem nú eru geymd
í dönskum bókasöfnum, verði flutt þaðan til íslands. Sumum kann að finnast
þetta harla óbúmannleg ósk á þessari öld pólitískrar raunhyggju, en aðrir
munu líta svo á, að hér sé freklega gengið á gróna hefð. íslendingar geta
engan efnalegan hagnað haft af endurheimt handritanna, heldur hljóta að
baka sér með henni drjúgan útgjaldaauka. Vér höfum ekkert bolmagn til
þess að knýja fram ósanngjarnar kröfur, enda höfum vér í skiptum vorum
við aðrar þjóðir einatt verið lítilmagnar og hart leiknir, en aldrei beitt yfir-
gangi. Hér hlýtur þá að vera um mál að ræða, sem skiptir íslendinga sér-
/ staklega miklu, en öðrum þjóðum er torskilið, og því ætti stutt greinargerð
fyrir viðhorfi voru að eiga nokkurt erindi til norrænna lesenda. Það skal tekið
fram skýrum stöfum þegar í upphafi, að einungis íslenzk handrit í dönskum
söfnum koma hér til greina að svo stöddu. Málið hefur einnig verið rætt í
nokkrum sænskum blaðagreinum, þar sem vikið hefur verið að íslenzkum
handritum í Svíþjóð. En um þau hafa engin tilmæli komið fram af hálfu
íslendinga, svo að ég tel ástæðulaust að gera þau að sérstöku umræðuefni.
II.
„Sögueyjan" er nafn, sem heita má að heyri til barnalærdómi hinna
skandínavísku þjóða, og þótt undir þessu gælunafni leynist að öllum jafn-
aði mjög svo mikil vanþekking, bæði á ,,sögunni“ og ,,eyjunni“, felur það
Þessi grein um handritakröfur íslendinga var samin á dönsku í desember s. 1. handa
Nordisk tidskrift, — sem gefið er út í Stokkhólmi, en víðlesið um öll Norðurlönd, — og kom
út í marzhefti þess tímarits. Jafnframt því, er greinin var send utan til birtingar, afhenti
höfundur handrit hennar Helgafelli, og taldi ritstjórnin æskilegt, að hún kæmi fyrir almenn-
ings sjónir hér á landi. Að vísu er greinin og rökfærsla hennar miðuð við erlenda lesendur,
þekkingu þeirra og skoðanir. En hún ætti eigi að síður að geta átt talsvert erindi til ís-
í lendinga. Hér er um samningamál að ræða, sem ekki er lítils vert, hversu flutt er af fslands
hálfu. Og það skiptir miklu, að íslenzka þjóðin geri sér sem rækilegasta grein fyrir því frá
öllum hliðum. Undir alhuga og þrautseigum vilja sjálfra vor og fullum skilningi á því, hvað
er í húfi og hversu réttlátur málstaður vor er, hlýtur mjög að verða kominn sigur vor í mál-
inu, hvort sem vér vinnum hann bráðlega eða þurfum enn að berjast til hans á komandi árum.