Helgafell - 01.10.1946, Page 7

Helgafell - 01.10.1946, Page 7
HVAR ERU ÍSLENZKU HANDRITIN BEZT KOMIN ? 189 hverjum fornsögum, sem þóttu of veraldlegs efnis, en þó væri fjarri sanni að telja slíkt meginorsök. Meiru olli vaxandi fátækt landsmanna, einkum eftir lok 16. aldar, bein afleiðing miskunnarlausrar skattheimtu og óheilla- áhrifa dönsku einokunarverzlunarinnar á atvinnuvegi þjóðarinnar. Mikið hefur farið í súginn vegna hraklegra húsakynna og ennfremur af þeim sök- um, að menn freistuðust iðulega í neyð sinni til að ,,hagnýta“ sér skinn, sem bækur voru skráðar á. En úr hvorugu þessu má þó heldur of mikið gera. Utlendingum, jafnvel þótt lærðir menn séu, veitist jafntorvelt að gera sér réttar hugmyndir um andlegt líf íslendinga á þessu skeiði sem útbreiðslu bókmenntanna meðal alþýðu manna fyrir siðaskiptin. Þegar maður rekst á ummæli eins og þau, að ,,menntalíf þjóðarinnar hafi liðið algjörlega undir lok“ á 17. öldinni, er þar að vísu um að ræða ágætt dæmi rökvísrar sagnrit- unar, þar sem fyrst er gengið að því vísu, að bókmenntaáhugi sé kominn und- ir efnalegri velmegun. En eigi að síður er sú skoðun reist á mikilli vanþekk- ingu á staðreyndum. Sannleikurinn er sá, að þrátt fyrir allt andstreymi ör- laganna var 17. öldin að mörgu leyti eitt af blómaskeiðum íslenzkrar menn- ingar.Þetta lýsir sér ekki aðeins í skáldskap, heldur og meiri hlutdeild alþýðu- manna í bókmenntastarfsemi og í endurvöktum áhuga leikra sem lærðra á sögulegum fræðum. Þótt ólíkindalegt megi þykja, átti þessi áhugi einmitt drjúgan þátt í hinum dapurlegu afdrifum skinnbókanna. Þess verður fyrst að minnast, að margar skinnbækur höfðu einnig fyrr á öldum smám saman slitnað og eyðzt af lestri og vanhirðu. Af þessu leiddi, að sífellt varð að halda bókastofninum við með nýjum eftirritum. Eftir að papp- írsnotkun varð almenn, á síðari helmingi 16. aldar, var fljótlega hætt að gera eftirrit á bókfell. Skinnbækurnar fornu voru því orðnar höfuðstóll, sem á var gengið, en ekki aukið við lengur. Einmitt af því að fornbókmenntirnar voru ekki orðnar úreltar í augum þjóðarinnar, menn litu ekki á skinnbækurnar sem forngripi, heldur bækur til fróðleiks og skemmtunar, tóku þeir nýja lampa fram yfir gamla, auðlæsilegri eftirrit á pappír fram yfir skinnbækur. Jafnskjótt og pappírseftirrit hafði verið gert af skinnbók, vofði glötunin yfir henni. Það var ekki nema fyllillega eðlilegt, að 17. aldar menn væru álíka glámskyggnir á mismunandi málfræði- og heimildargildi skinnbókar og pappírsbókar og menn fyrr á öldum höfðu verið á muninn á frumriti og eftir- riti. Þeim mun aðdáunarverðari er skilningur þeirra fáu, er betur vissu, og ber þar hæst Árna Magnússon. Það var ekki fyrr en löngu eftir hans dag, að út- gefendum fornrita yrði ljós gildismunur handrita. Mundi þykja fært að dæma allan bókmenntaáhuga og menntun af Bretum á dögum Elísabetar drott- ningar fyrir þá sök, að frumritin af verkum Shakespeares hafa glatazt ? Og hver veit, hversu mörg handrit, er síðar verður saknað, lenda í pappírs- körfum höfundanna á vorum tímum, er bækur þeirra hafa verið prentaðar ? Við þessar aðstæður áttu skinnbókasafnarar fremur hægt um vik, og verður að harma, að þeir skyldu ekki hafa verið á ferðinni fyrr, en þó ein- kum, að sá maður, er var þeirra allra mikilvirkastur og skarpskyggnastur, skyldi ekki koma til skjalanna fyrr en á elleftu stundu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.