Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 8

Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 8
190 HELGAFELL Hversu hefði nú farið um skinnbækurnar og fornbókmenntirnar, ef af- skipti þessara safnara hefðu ekki komið til ? Að því verða vitanlega aðeins getur leiddar. Um skinnbækurnar er vafa- lítið, að mörg þeirra brota, sem varðveitzt hafa til þessa, mundu hafa týnzt með öllu. Sumt væri að líkindum óglatað enn, einkum stóru skinnbækurnar, t. d. Flateyjarbók, sem gengið hefðu að erfðum í velmegandi ættum. En eftirritun handrita var stunduð af miklu kappi, einnig á 18. öld og langt fram á hina nítjándu, og því er ekki sennilegt, að fleiri bókmenntaverk hefðu glatazt fyrir fullt og allt. En hljótum vér íslendingar þá ekki þrátt fyrir allt að vera þakklátir hand- ritasöfnurunum fyrir björgunarstarf þeirra ? Tvímælalaust, að svo miklu leyti sem skinnbækur hefðu farið forgörðum án þeirra tilverknaðar. En frá mannlegu sjónarmiði ætti þó að vera skiljanlegt, hvernig íslendingum hlýtur að vera innanbrjósts, er þeim verður til þess hugsað, að þessar dýrmæt- ustu gersemar þeirra eru allar í erlendum söfnum, en engin í vörzlum þeirra sjálfra. Grískur maður harmar að sjálfsögðu, hversu mörg af ágætustu lista- verkum fornaldarinnar hafa glatazt með öllu, en þó mun honum svíða missir- inn með öðrum hætti, er hann virðir fyrir sér The Elgin Marbles í British Museum en þegar honum verður hugsað til Seifsstyttu Feidíasar, sem glötuð er um aldur og ævi. Það er eftirtektarvert, að einhvér skilningur á þessu er fólginn í þeim lagafyrirmælum í ýmsum löndum, er banna flutning fornmenja úr landi, þótt hins vegar séu engin ákvæði í þeim um viðurlög fyrir vanhirðu eða glötun slíkra gripa, sem eru í eigu einstaklinga. Það má sannarlega ekki meta lítils slíkar tilfinningar á því tímabili rammrar þjóðernishyggju, sem vér nú lifum, en í sjálfu sér eru þær einar haldlítill samningagrundvöllur. Verður annar traustari fundinn ? Ég leiði hér hest minn frá umræðum um hinn lagalega rétt, enda er gildi hans í milli- ríkjamálum mjög svo takmarkað. En hvað skal þá segja um , .siðferðilegan rétt?“ Ég get ekki annað en öfundað þá menn, sem eru svo stálslegnir í lög- málum siðfræðinnar og siðferðilegri breytni, að þeir treysta sér til að af- greiða það mál með einum pennadrætti. Mín skoðun er sú, að eðlilegast sé, að það vandamál, htíar íslenzfyu handritin séu bezt kpmin, verði ekki aðeins athugað í ljósi nútímaskilnings á eignarrétti eða sögu liðinna alda, heldur fyrst og fremst með verkefni og skyldur framtíðarinnar í huga. IV. HtíatS er mönnum heimilt að eiga? Fyrr á tímum mátti heita, að engar skorður væru við því settar. Órahægt og gegnum ægilegar þrengingar á vettvangi félags og alþjóðamála virðist mannkynið vera að ryðja sér braut til skynsamlegri skilnings á eðli og takmörkun eignarréttarins. En ýmiss konar umbætur í þeim efnum, t. d. afnám þrælahalds og átthagafjötra, tákna þó samkvæmt eðli sínu brotthvarf frá frumstæðu ræningjasiðferði og skref í áttina til nýrrar menningar. Þær þjóðir, sem búið hafa við hernám nazista, hafa öðlazt nýja reynslu um þann háska að selja sál sína, þá virðingu fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.