Helgafell - 01.10.1946, Síða 9

Helgafell - 01.10.1946, Síða 9
HVAR ERU ÍSLENZKU HANDRITIN BEZT KOMIN ? 191 sjálfum sér, sem dýrmætari er öllum öðrum eigum manna. Það liggur í aug- um uppi, að fyrir Dani hafa íslenzku handritin aðeins gildi sem sýningar- munir og fræðaheimildir. Danmörk mætti heita jafnauðug án þeirra. Fyrir ís- land hafa þau allt annað og meira gildi. íslenzkar fornbókmenntir eru í heims- ins augum eina lamb fátæka mannsins og hinar fornu skinnbækur einu sýni- legu leifarnar frá mesta blómaskeiði þjóðmenningar vorrar. Geymsla þeirra í erlendum söfnum hlýtur sífellt að rifja upp mesta niðurlægingarskeiðið í dtjórnmálum vorum og efnahögum og gera oss þann þátt sögunnar miklu minnisstæðari en æskilegt væri. Ég er ekki í hópi þeirra manna, er líta svo á, að núlifandi kynslóðir í Danmörku beri ábyrgð á þeim þjáningum, sem for- feður þeirra leiddu yfir þjóð vora. En hins vegar finnst mér ekki, að Danir nú á tímum ættu að vera fastheldnir á þau sigurmerki frá þeim dapur- legu tímum, sem unnt er að skila aftur. Ég er sannfærður um, að hverjum Dana, sem þekkti raunarsögu íslands á 16.—18. öld til nokkurar hlítar, mundi vera hugarléttir að því að segja eitthvað á þessa leið við íslendinga: ,,Vér getum ekki vakið þá frá dauðum, sem urðu hungurmorða á þessum öldum. Forfeður vorir hefðu líka án efa hagnazt enn meir á íslandi, ef þeir hefðu haft vit á að reka þar skynsamlegri viðskiptapólitík. Ekki tjóar heldur að jagast út af peningum, sem fyrir löngu eru farnir í súginn og kæmi yður að litlu haldi í lífsbaráttunni héðan af. En takið í guðanna bænum aftur við öllu því herfangi frá þessum tíma, sem enn er í vorum fórum, og reynið svo að gleyma því, sem ekki verður aftur tekið. Ef gömlu skinnbækurnar geta orðið yður til harmabótar og yndisauka, ef þær eru brot af yðar sál, en ekki vorri, þá eigið þér þær með fullum rétti 1“ Það hefur styrkt trú mína á mennina á þess- um tvísýnu ólgutímum að mæta einmitt þessum skilningi hjá mönnum, sem hátt ber í dönsku menningarlífi, og frétta af svipuðum ummælum í dönskum blöðum. Slíkt vitnar um lausn af klafa trénaðra skoðana á eignarréttinum og þeirrar þjóðrembingsfullu eigingirni, sem heldur dauðahaldi í kjörorðið forna: Vœ tíictis I (Sigraðir menn verða að sætta sig við allt 1) * V. HtíaÖ er mönnum heimilt að selja og tíiÖ htíaða tíerÖi hafa menn rétt til að \aupa ? Það er kunnara en um verði deilt, að nokkur hluti hinna íslenzku handrita í Danmörku var fenginn þangað að láni, en aldrei skilað aftur. Nokkuð var flutt utan samkvæmt konunglegri áskorun, er heita mátti jafn- gild beinni fyrirskipun á þeim tímum. Árni Magnússon safnaði miklu, með- * Úr liinu mikla safni Árna Magnússonar æskja íslendingar vitanlega aðeins hinna íslenzku handrita. Fengi safnið af þeim ljósmynduð eftirrit (annaðhvort filmur eða ljósmyndir, að 6VO miklu leyti, sem þau hafa ekki þegar verið gefin út í ljósprentuðum útgáfum, sbr. hina frægu fornritaútgáfu Ejnars Munksgaards, Corpus codicum Islandicorum medii ævi), mundi fræða- gildi safnsins haldast óskert að mestu. Munurinn á því, sem íslendingar endurheimtu, og því, sem Danir héldu, yrði að nokkru leyti fólginn í minjagildi, sem er allt annað fyrir Dani en ís- lendinga, og að nokkru leyti í möguleikanum á því að lesa hina erfiðustu ritstaði, þar sem venju- legar ljósmyndir hrökkva ekki til. En til þess að ráða fram úr slíkum ritstöðum ættu íslenzkir málfræðingar að vera öðrum færari framvegis eins og hingað til.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.