Helgafell - 01.10.1946, Síða 11

Helgafell - 01.10.1946, Síða 11
< HVAR ERU ÍSLENZKU HANDRITIN BEZT KOMIN ? 193 inni og viðfangsefnum hennar. Þótt ekki megi gera of lítið úr öðrum sjónar- miðum, ætti málið að vera auðræddast og auðskýrðast frá þeirri hlið. Þessa skoðun hafa og íslenzku samningamennirnir látið ótvírætt í Ijós, og þar vakir ekki það eitt fyrir þeim, hvað íslandi sé fyrir beztu, heldur um.heiminum. Þetta viðhorf kannast menn mæta vel við í öllum menningarþjóðfélögum. f Þegar t. d. stórjörðum er skipt, er tilgangurinn ekki sá einn að sjá fleiri bændum fyrir jarðnæði, heldur er það fyrst og fremt gert í því skyni að auka afrakstur jarðarinnar. Verði brezku kolanámurnar þjóðnýttar, er það vegna þess, að eigendur þeirra hingað til hafa brugðizt þeirri skyldu að nýta þær nógu skynsamlega. Það er alkunna, að frá öndverðu og fram á þennan dag hafa Islendingar átt meginþátt í því að búa fornritin til prentunar og skýra þau. Þeir stóðu hér betur að vígi en aðrar þjóðir, vegna þess að íslenzk tunga er enn í dag að mestu óbreytt frá því í fornöld og samhengi bókmenntanna yfirleitt órofið. Ástæðan til þess, að íslenzkir útgefendur og skýrendur fornritanna dvöldust og störfuðu allflestir erlendis fram að síðasta mannsaldri, var sú, að þeir áttu ekki annars úrkosta. Handritin voru utanlands og enginn há- skóli til á íslandi. Fram að 1911, er Háskóli Islands var stofnaður, með kennarastóli í ís- lenzkri tungu og bókm.enntum og öðrum í sögu íslands, var Kaupmanna- hafnarháskóli einnig háskóli íslands í þessum fræðum. Segja má þó, að um- skiptin verði fyrst gagnger eftir 1918, er réttur íslenzkra stúdenta til Garð- styrks var afnuminn með sambandslögunum og fyrstu stúdentarnir voru skrá- settir til háskólanáms í íslenzkum fræðum í Reykjavík. Aðeins einn íslenzk- ur stúdent, innritaður eftir 1918, hefur tekið háskólapróf í norrænni (danskri) málfræði sem höfuðgrein í Kaupmannahöfn, en hins vegar hafa 18 meistar- ar og 17 kandídatar í íslenzkum fræðum lokið námi í Reykjavík á árunum 1923-1945. Átta þeirra hafa þegar varið doktorsritgerðir, tveir í Kaupmanna- höfn, tveir í Osló, fjórir í Reykjavík. Á þessu tímabili hefur háskólakenn- urum í þessum fræðum fjölgað úr tveimur í sjö, og aðsókn stúdenta fer sí- vaxandi. Um það verður ekki efazt, að hér eru góð skilyrði til víðtækrai starfsemi í þessari grein. Ymsu hefur verið komið í verk á þessum árum, og enn meira ætti að mega vænta, er stundir líða. En hér eru þó ekki öll kurl komin til grafar. Fyrr á tímum unnu margir skandínaviskir málfræðingar kappsamlega að útgáfum íslenzkra og nor- rænna fornrita, allt frá Verelíusi, Resen og Peringskiöld til Ungers, Bugges og Kálunds, svo að nokkurra nafna sé getið. Hins vegar hafa harla fáir nú- lifandi fræðimenn austan hafs verið starfandi á þessu sviði, og enginn athafna- samur að marki. Skýringin er blátt áfram sú, að Norðurlandaþjóðirnar og fræðimenn þeirra hafa snúið sér frá fornöld og bókmenntum íslendinga að sinni eigin sögu, tungu og bókmenntum í æ ríkara mæli — ef til vill svo ríkum mæli á stundum, að varhugavert mætti þykja. Að minnsta kosti er það stað- reynd, sem ekki verður hrakin, að því fer fjarri, að áhugi á notkun handrit- anna hafi aukizt í þeim löndum, þar sem þau nú eru niður komin, eftir því HELGAFELL 1946 ]3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.