Helgafell - 01.10.1946, Page 11
<
HVAR ERU ÍSLENZKU HANDRITIN BEZT KOMIN ? 193
inni og viðfangsefnum hennar. Þótt ekki megi gera of lítið úr öðrum sjónar-
miðum, ætti málið að vera auðræddast og auðskýrðast frá þeirri hlið. Þessa
skoðun hafa og íslenzku samningamennirnir látið ótvírætt í Ijós, og þar vakir
ekki það eitt fyrir þeim, hvað íslandi sé fyrir beztu, heldur um.heiminum.
Þetta viðhorf kannast menn mæta vel við í öllum menningarþjóðfélögum.
f Þegar t. d. stórjörðum er skipt, er tilgangurinn ekki sá einn að sjá fleiri
bændum fyrir jarðnæði, heldur er það fyrst og fremt gert í því skyni að
auka afrakstur jarðarinnar. Verði brezku kolanámurnar þjóðnýttar, er það
vegna þess, að eigendur þeirra hingað til hafa brugðizt þeirri skyldu að nýta
þær nógu skynsamlega.
Það er alkunna, að frá öndverðu og fram á þennan dag hafa Islendingar
átt meginþátt í því að búa fornritin til prentunar og skýra þau. Þeir stóðu
hér betur að vígi en aðrar þjóðir, vegna þess að íslenzk tunga er enn í dag
að mestu óbreytt frá því í fornöld og samhengi bókmenntanna yfirleitt
órofið. Ástæðan til þess, að íslenzkir útgefendur og skýrendur fornritanna
dvöldust og störfuðu allflestir erlendis fram að síðasta mannsaldri, var sú,
að þeir áttu ekki annars úrkosta. Handritin voru utanlands og enginn há-
skóli til á íslandi.
Fram að 1911, er Háskóli Islands var stofnaður, með kennarastóli í ís-
lenzkri tungu og bókm.enntum og öðrum í sögu íslands, var Kaupmanna-
hafnarháskóli einnig háskóli íslands í þessum fræðum. Segja má þó, að um-
skiptin verði fyrst gagnger eftir 1918, er réttur íslenzkra stúdenta til Garð-
styrks var afnuminn með sambandslögunum og fyrstu stúdentarnir voru skrá-
settir til háskólanáms í íslenzkum fræðum í Reykjavík. Aðeins einn íslenzk-
ur stúdent, innritaður eftir 1918, hefur tekið háskólapróf í norrænni (danskri)
málfræði sem höfuðgrein í Kaupmannahöfn, en hins vegar hafa 18 meistar-
ar og 17 kandídatar í íslenzkum fræðum lokið námi í Reykjavík á árunum
1923-1945. Átta þeirra hafa þegar varið doktorsritgerðir, tveir í Kaupmanna-
höfn, tveir í Osló, fjórir í Reykjavík. Á þessu tímabili hefur háskólakenn-
urum í þessum fræðum fjölgað úr tveimur í sjö, og aðsókn stúdenta fer sí-
vaxandi. Um það verður ekki efazt, að hér eru góð skilyrði til víðtækrai
starfsemi í þessari grein. Ymsu hefur verið komið í verk á þessum árum,
og enn meira ætti að mega vænta, er stundir líða.
En hér eru þó ekki öll kurl komin til grafar. Fyrr á tímum unnu margir
skandínaviskir málfræðingar kappsamlega að útgáfum íslenzkra og nor-
rænna fornrita, allt frá Verelíusi, Resen og Peringskiöld til Ungers, Bugges
og Kálunds, svo að nokkurra nafna sé getið. Hins vegar hafa harla fáir nú-
lifandi fræðimenn austan hafs verið starfandi á þessu sviði, og enginn athafna-
samur að marki. Skýringin er blátt áfram sú, að Norðurlandaþjóðirnar og
fræðimenn þeirra hafa snúið sér frá fornöld og bókmenntum íslendinga að
sinni eigin sögu, tungu og bókmenntum í æ ríkara mæli — ef til vill svo ríkum
mæli á stundum, að varhugavert mætti þykja. Að minnsta kosti er það stað-
reynd, sem ekki verður hrakin, að því fer fjarri, að áhugi á notkun handrit-
anna hafi aukizt í þeim löndum, þar sem þau nú eru niður komin, eftir því
HELGAFELL 1946 ]3