Helgafell - 01.10.1946, Síða 12

Helgafell - 01.10.1946, Síða 12
194 HELGAFELL sem þau Kafa verið þar lengur geymd. Þetta stafar þó alls ekki af því, að verkefnin séu þegar tæmd. Aðeins örfá handrit hafa verið gefin út með þeim hætti til þessa, að hægt sé að líta svo á, að ekki þurfi um að bæta. Það eru ekki sízt þessi rök, sem til þess liggja, að óskir íslendinga um endurheimt handritanna hafa gerzt æ eindregnari síðustu tuttugu árin, eða síðan 1924. Vér höfum ekki borið þær fram fyrr en vér fundum og vissum, að handritin mundu ekki liggja ónotuð hér á landi, heldur hefðum vér betri skilyrði til að vinna úr þeim en aðrar þjóðir. Þegar því heyrist enn við borið, að heimflutningur handritanna til íslands mundi hafa í för með sér óviðurkvæmlega einangrun þeirra frá umheiminum, mætti halda, að slíkar raddir kæmu úr gröfum framliðinna, en ekki að vör- um lifandi manna. Þegar þess er gætt, að auk Norðurlanda hljóta þau lönd beggja megin Atlanzhafs, þar sem ensk tunga er töluð, að verða frjósamasti jarðvegur fyrir þau fræði, sem hér um ræðir, a. m. k. fyrst um sinn, og ef jafnframt er haft í huga, hvernig ísland liggur við flugleiðum framtíðarinnar, verður ljóst, að Reykjavík er í rauninni betur í sveit komið en öðrum höfuð- borgum Norðurlanda. Hér verður enn að drepa á mikilvægt atriði. Væru handritin á íslandi, mundu allir erlendir fræðimenn, sem vildu kynna sér þau, eiga kost á að læra lifandi íslenzkt mál á auðveldan og eðlilegan hátt, meðan þeir dveljast hér, og standa fyrir bragðið allt öðru vísi að vígi gagnvart fornmálinu. Þeir mundu hitta hér fyrir óvenjulega áhugasaman hóp eldri og yngri fræði- manna, og þeim mundi gefast tækifæri til að kynnast hinni sérstæðu náttúru landsins og lífskjörum þjóðarinnar. Frá tíu ára námsdvöl minni í Kaup- mannhöfn er mér það kunnugt af eigin reynd, að því nær allir útlendir stúd- entar og fræðimenn, sem þangað komu til að fást við fornnorræna málfræði, leituðu aðstoðar og leiðbeininga hjá íslenzkum stúdentum. Það er naumast á almanna vitorði á Norðurlöndum, hversu margir erlendir málfræðingar hafa stundað nám í Háskóla íslands á tímabilinu 1918—1939, ekki aðeins frá Evrópulöndum, heldur og frá Ameríku og sambandslöndum Breta. Ef flutningur handritanna til íslands gseti neytt æ fleiri iðkendur norrænna fræða til þess að leggja leið sína þangað, væri þeim fræðum með því einu mikill greiði gerður. Það þarf ekki að lesa margar blaðsíður eftir fræðimann á þessu sviði til þess að ganga úr skugga um, hvort hann hefur komið til íslands og er handgenginn lifandi íslenzku máli eða ekki. Lærður háskóla- kennarar frá Norðurlöndum hafa látið svo um mælt við mig eftir fárra daga dvöl á íslandi, að þeir fyndu, að kennslu sinni mundi verða ávinningur að för- inni, jafnvel þótt þeir yrðu þegar að hverfa heim aftur. Væru handritin í vörzlum íslendinga sjálfra, mundu þeir telja sér það ljúfa skyldu, að gert yrði miklu meira en áður með opinberum ráðstöfunum til þess að greiða fyrir þeim erlendu náms- og fræðimönnum, sem að garði bæri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.