Helgafell - 01.10.1946, Page 28

Helgafell - 01.10.1946, Page 28
210 HELGAFELL Landsyfirrétt á stofn í Reykjavík, er nú var smám saman að verða höfuð- staÖur landsins. Fram yfir miðja 18. öld var aÖeins ein prentsmiÖja á öllu landinu, og var hún undir stjórn Hólabiskupa, eins og fyrr var sagt. Um stutt skeið (1685—1703) var hún þó í Skálholti, en þvínæst flutt aÖ Hólum afur. En meÖ konungsbréfi, 4. júní 1 772, var Ólafi Ólavíusi veitt leyfi til aÖ setja á stofn prentsmiðju innan Skálholtsstiftis, og honum heimilaÖ að prenta hvers- konar bækur, aðrar en guðsorða- og skólabækur. Skyldi þetta ákvæÖi vernda HólaprentsmiÖju fyrir samkeppni. Olavíus var félítill og varÖ því að fá peningalán hjá Boga hinum auðga Beneditytssyni í Hrappsey. Árið 1773 kom Ólavíus með prentsmiðju sína til Stykkishólms, en þar sem ekkert húsnæði var þar fáanlegt undir hana, var hún flutt til Hrappseyjar og var þar um 20 ár. Fljótlega tók þeim Boga og Ólavíusi að semja illa, og lauk viðskiptum þeirra svo, að Ólavíus seldi Boga sinn hluta, og varð Bogi þannig einn eigandi prentsmiðunnar. Upp frá því hafði Bogi alla umsjón með prent- smiðjunni og útgáfu bóka þaðan, með aðstoð Magnúsar sýslumanns Ketils- sonar. Magnús Ketilsson (1730—1803) var um margt á undan samtíð sinni. Hann var allvel lærður og hafði fjölþættan áhuga á andlegum sem efna- lögum framförum. Afskipti hans af prentsmiðjunni urðu til þess, að stofnað var fyrsta tímaritið á íslandi. Fyrsta heftið kom út í október 1773. Það var mánaðarrit á dönsku og nefndist Islandsfye Maaneds Tidender. Hélt Magnús útgáfu þess áfram í þrjú ár. Fyrsta og annað bindi (árgangar) virðast hafa komið reglulega út í Hrappsey, í mánaðarheftum, og var hvert hefti 16 blað- síður í litlu átta blaða broti. Þriðja bindið, sem nær yfir tímabilið frá október 1775 til september 1776, var prentað í Kaupmannahöfn, og er það með titilblaði, en svo er ekki um hin tvö. Fyrstu þrjú heftin (okt.—des. 1773) voru með latínuletri, en uppfrá því var ritið með gotneskum stíl. Engin greinargerð fylgdi um stefnu né tilgang tímaritsins, og ekki var nafns út- gefanda getið. Það er ekki fyrr en í janúarheftinu 1774, að útgefandi ávarpar lesendur tímaritsins. Biður hann þar afsökunar á því, að hann riti ekki dönsku, svo að vel sé, ,,sízt af öllu svo, að samboðið sé smekk þessara upp- lýstu tíma,“ eins og hann kemst að orði. En enga skýringu gefur hann á því, hvers vegna hann sé þá að gefa tímaritið út á erlendu máli. Ekki hefur orsökin verið sú, að hann væri á bandi þeirra fáu afvegaleiddu íslendinga á hans dögum, sem réðu blátt áfram til þess, að landsmenn tækju upp dönsku í stað íslenzkunnar. Hann leggst einmitt ákveðið gegn slíkum tillögum í grein, sem hann skrifar síðar í tímarit sitt (III., 81—87), þar sem hann sýnir fram á, að erfitt eða jafnvel ógerlegt mundi verða að koma slíkri breytingu á, og bendir ennfremur á, hvílíkt tjón mundi leiða af því að glata niður íslenzkunni. Utgefandi beinir máli sínu ekki til almennings í tímaritinu, heldur til skólagenginna manna og danskra embættismanna, og hlýtur hér að koma fram ástæðan til þess, að hann hefur valið dönskuna að ritmáli, því að fæstir skildu Danir íslenzku. Þó má vel vera, að hann hafi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.