Helgafell - 01.10.1946, Qupperneq 28
210
HELGAFELL
Landsyfirrétt á stofn í Reykjavík, er nú var smám saman að verða höfuð-
staÖur landsins.
Fram yfir miðja 18. öld var aÖeins ein prentsmiÖja á öllu landinu, og
var hún undir stjórn Hólabiskupa, eins og fyrr var sagt. Um stutt skeið
(1685—1703) var hún þó í Skálholti, en þvínæst flutt aÖ Hólum afur. En
meÖ konungsbréfi, 4. júní 1 772, var Ólafi Ólavíusi veitt leyfi til aÖ setja á
stofn prentsmiðju innan Skálholtsstiftis, og honum heimilaÖ að prenta hvers-
konar bækur, aðrar en guðsorða- og skólabækur. Skyldi þetta ákvæÖi vernda
HólaprentsmiÖju fyrir samkeppni. Olavíus var félítill og varÖ því að fá
peningalán hjá Boga hinum auðga Beneditytssyni í Hrappsey. Árið 1773
kom Ólavíus með prentsmiðju sína til Stykkishólms, en þar sem ekkert
húsnæði var þar fáanlegt undir hana, var hún flutt til Hrappseyjar og var
þar um 20 ár. Fljótlega tók þeim Boga og Ólavíusi að semja illa, og lauk
viðskiptum þeirra svo, að Ólavíus seldi Boga sinn hluta, og varð Bogi þannig
einn eigandi prentsmiðunnar. Upp frá því hafði Bogi alla umsjón með prent-
smiðjunni og útgáfu bóka þaðan, með aðstoð Magnúsar sýslumanns Ketils-
sonar.
Magnús Ketilsson (1730—1803) var um margt á undan samtíð sinni.
Hann var allvel lærður og hafði fjölþættan áhuga á andlegum sem efna-
lögum framförum. Afskipti hans af prentsmiðjunni urðu til þess, að stofnað
var fyrsta tímaritið á íslandi. Fyrsta heftið kom út í október 1773. Það var
mánaðarrit á dönsku og nefndist Islandsfye Maaneds Tidender. Hélt Magnús
útgáfu þess áfram í þrjú ár. Fyrsta og annað bindi (árgangar) virðast hafa
komið reglulega út í Hrappsey, í mánaðarheftum, og var hvert hefti 16 blað-
síður í litlu átta blaða broti. Þriðja bindið, sem nær yfir tímabilið frá október
1775 til september 1776, var prentað í Kaupmannahöfn, og er það með
titilblaði, en svo er ekki um hin tvö. Fyrstu þrjú heftin (okt.—des. 1773)
voru með latínuletri, en uppfrá því var ritið með gotneskum stíl. Engin
greinargerð fylgdi um stefnu né tilgang tímaritsins, og ekki var nafns út-
gefanda getið. Það er ekki fyrr en í janúarheftinu 1774, að útgefandi ávarpar
lesendur tímaritsins. Biður hann þar afsökunar á því, að hann riti ekki
dönsku, svo að vel sé, ,,sízt af öllu svo, að samboðið sé smekk þessara upp-
lýstu tíma,“ eins og hann kemst að orði. En enga skýringu gefur hann á
því, hvers vegna hann sé þá að gefa tímaritið út á erlendu máli. Ekki hefur
orsökin verið sú, að hann væri á bandi þeirra fáu afvegaleiddu íslendinga
á hans dögum, sem réðu blátt áfram til þess, að landsmenn tækju upp
dönsku í stað íslenzkunnar. Hann leggst einmitt ákveðið gegn slíkum tillögum
í grein, sem hann skrifar síðar í tímarit sitt (III., 81—87), þar sem hann
sýnir fram á, að erfitt eða jafnvel ógerlegt mundi verða að koma slíkri
breytingu á, og bendir ennfremur á, hvílíkt tjón mundi leiða af því að
glata niður íslenzkunni. Utgefandi beinir máli sínu ekki til almennings í
tímaritinu, heldur til skólagenginna manna og danskra embættismanna, og
hlýtur hér að koma fram ástæðan til þess, að hann hefur valið dönskuna
að ritmáli, því að fæstir skildu Danir íslenzku. Þó má vel vera, að hann hafi