Helgafell - 01.10.1946, Page 36
218
HELGAFELL
vel tekið. í þessu riti kemur Magnús fram sem sannur fulltrúi upplýsingar-
stefnunnar og hlífist ekki við andstæðinga sína. Alþýðan hafði hingað til
einkum vanizt við fornsögur, rímur og lestur guðsorðabóka, sem út komu á
Hólum. Þessu vildi Magnús breyta, og hann ásetti sér að bæta venjur
og smekk fólksins. Hann vildi draga úr trúarofstæki þess, og sérstaklega
var honum í nöp við mörg föst orðtök í guðsorðabókunum. Hann var and-
stæður stefnu oftrúarmanna, og hann reyndi að kenna fólki að leita trúarskoð-
unum sínum meira samræmis við skynsemi og þekkingu. Hann vildi fá fólkið
til þess að hætta við sína gömlu lesningu, en leggja þess í stað stund á þær
útlendu bókmenntir, sem hann hugði vera nytsamar, fræðandi og skemmti-
legar. Fyrstu tilraunir hans í þessa átt mættu þegar í byrjun öflugri mót-
spyrnu, og ekki sízt þær, er trúmálin snertu. í formála og eftirmála Vina-
gleðinnar og ýmsum greinum hennar skýrði Magnús stefnu sína og tilgang
og lýsti andstæðingum sínum, eins og þeir komu honum fyrir sjónir. í þeim
dálítið hátíðlega stíl, sem honum er laginn, kemst hann svo að orði, að til-
gangur sinn sé ,,að mennta og flytja gleði, að hveihja Zífið Ijós í myr\rinu,
aÖ draga blœjuna af smánarlegum löstum, að tíegsama hátign og gœSi
dyggÖanna og sýna, htíernig náttúran syngur sl^aparanum lof“. Hann segist
reyna að rita málið snoturlega og smekklega og forðast tvennar öfgar, út-
lend orð og slæma málfræði annars vegar, og öfgastíl, þrunginn af guðfræði
eða eftirlíkingum frá gömlum tímum hins vegar. Hann segir, að kvæðin í
ritunum séu valin til þess að bæta skáldskaparsmekk fólksins og sé hið
upprunalega rím þeirra stundum látið haldast, þótt það hafi verið áður
óþekkt á íslandi, en það sé gert til að kynna mönnum útlend lög. Kjarninn
í bókinni er samtal milli fjögurra manna. Fílódemus er aðalmaðurinn, en
hinir þrír eru gestir hans, komnir til að leita sér fróðleiks og skemmtunar.
Þeir heita Matthías, Kandídus og Hílaris. Athugavert er, að þeir bera allir
útlend nöfn. Fílódemus heldur fyrst lofræðu um þekkinguna, en síðan koma
ýmis konar ritgerðir, skáldsögur, ferðasögur, náttúrufræði og loks prédik-
un og sálmur. Af efninu má nefna tvær sögur eftir Marmontel, nokkur kvæði
eftir Gellert, Baggesen og fleiri, þýdd af ýmsum. Allt óbundna málið skrif-
aði Magnús sjálfur, og er það að miklu leyti þýðingar, en auk þess orti hann
hann sum kvæðanna. Bókin endar með ,,áminningu til allra myrkravina
og ljósfælinna manna á íslandi“, og er hún lögð í munn Fílódemusi. Ræðst
höfundur þar harkalega á andstæðinga sína. Þessi ögrunartónn mun hafa
valdið því, að bókin hlaut miklar óvinsældir hjá sumum, og er sennilega
ástæðan til þess, að ekki kom meira út af henni.
En Magnús Stephensen var ekki af baki dottinn. Næsta ár, 1798, gaf
hann út nýtt rit með svipuðu sniði. Það var Margtííslegt gaman og altíara,
áttblöðungur, 176 bls. Á kápunni er boðað, að höfundur ætli að gefa út sams
konar hefti árlega. Ur því varð þó ekki. Annar og síðasti hlutinn kom út
1818, og segir útgefandi í formálanum, að fyrsti hlutinn hafi selzt upp á
skömmum tíma. Þessir tveir kaflar áttu að mynda fyrsta bindi. og titilblað
átti að prenta, ef nægilega margir óskuðu þess. Það mun þó aldrei hafa ver-