Helgafell - 01.10.1946, Side 40

Helgafell - 01.10.1946, Side 40
222 HELGAFELL 1804, er Minnisverð tíðindi hættu að koma út, og til 1817, og í 10 ár (til 1826) voru þessir litlu fjórblöðungar gefnir út á hverju vori, og sendir með kaupskipum til ýmissa hafna á íslandi. Ritin voru í tveimur bindum og fimm kaflar í hvoru, 30—60 tvídálka blaðsíður. Fyrsta deildin gekk fljótt til þurrðar, og ný útgáfa kom 1826. Finnur Magnússon, sem þá var orðinn kennari við háskólann, samdi allar fréttir, innlendar og útlendar. Þó kom í seinni deild- inni löng söguleg ritgerð eftir Bjarna Þorsteinsson og Árna Helgason, með- al annars um Jörundarmáliðl809. Frá 1820 var hætt að birta innlendar frétt- ir, því eins og höfundur segir, þá gátu menn nú lesið þær í Klausturpóstin- um. En Sagnablöðin fluttu alltaf margt frá bókmenntastarfsemi íslendinga í Kaupmannahöfn. Þetta var allt með hinum einkennilega rithætti Finns Magnússonar, sem ekki er alltaf sem aðgengilegastur. Auk þess fluttu ritin árskýrslur félagsins, meðlimaskrá, nokkur erfiljóð og önnur tækifæriskvæði. Sagnablöðin hlutu áreiðanlega vinsældir á íslandi, og þeim hefur í raun- inni verið haldið áfram til þessa dags, undir mismunandi nöfnum. Sama ár og Bókmenntafélagið var stofnað, var prentsmiðjan flutt frá Leirárgörðum að Beitistöðum og þaðan í Viðey 1819.Á Beitistöðum var prent- aður fyrsti og hálfur annar árgangur af nýju tímariti, er nefndist Klausturpóst- vcrinn eftir Viðeyjarklaustri, heimili Magnúsar Stephensens. Það átti að koma út mánaðarlega í litlu átta blaða broti, þétt prentað og með gotnesku letri. Þannig kom það út í níu ár 1818—1826, nema hvað síðasti árgangurinn kom út í einu bindi. Þetta varð ekki gróðafyrirtæki fyrir útgefandann, enda kvart- ar hann oft um þær fjárhagslegu byrðar og erfiðleika, sem útgáfan baki sér. Við lok fjórða árgangs bauðst hann til þess að afhenda hana hverjum, sem vildi halda henni áfram, en ekkert tilboð virðist hafa komið. Þetta fyrsta mánaðarrit á íslenzku var miklu fullkomnara en fyrirrennari þess frá Hrapps- ey og var lengi talið meðal beztu tímarita. Efnið í hinum níu árgöngum var fjölbreytt. Fréttirnar tóku upp allmikið rúm, en einnig var mikið af skýrsl- um um dóma, ný lög og tilskipanir. Þetta var eina leiðin til þess að koma þeim fyrir almenningssjónir, þar sem stjórnin gerði ekkert í þá átt, og mun þetta efni víst oft hafa létt á útgefandanum, sem var hlaðinn störfum. Margar ritgerðir birtust þar um búskap og heimilishagi. Var það Magnúsi kært efni og samdi hann sjálfur BúsJiaparhugVekjur í öll bindin. Oddur Hjalta- lín skrifaði margar greinar um læknisfræði og heilbrigðismál. Þá voru oft greinar um ýmis efni, sem virðast stældar eftir enskum átjándu aldar rit- gerðum (essays). Venjulega voru þær gerðar af útgefanda sjálfum. All- mörg kvæði voru þar einnig, og sum ágæt, svo sem þau, er voru eftir Svein- björn Egilsson, Bjarna Thorarensen og fleiri. En hin mörgu kvæði útgef- anda sjálfs eru í flokki út af fyrir sig. Þau eru vanalega athyglisverð hvað efninu við kemur, en rími og máli er mjög ábótavant. Skáldskapur Magnúsar átti fremur rót sína að rekja til lærdóms en upprunalegrar skáldgáfu. Þá voru þar einnig birt nokkur erfiljóð, en þó vafalaust miklu færri en útgefanda hafa borizt, enda varar hann menn við því, að einungis góð kvæði verði tekin; með öðrum verði menn að borga, ef þau á annað borð verði prentuð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.