Helgafell - 01.10.1946, Síða 42

Helgafell - 01.10.1946, Síða 42
224 HELGAFELL sögn um ferð Bontekoes til Indlands, saga af Gústaf Adólf og Valves, og löng grein um Pétur mikla, samin af útgefanda eftir bók Voltaires og öðrum heimildum. Yfirleitt var þetta góð og skemmtileg lesning. Með þessum tímaritum lauk hinni löngu og virðingarverðu útgáfustarf- semi Magnúsar Stephensens. 1826 var ráðizt á hann í dönskum blöðum fyrir stjórn hans á Landsuppfræðingarfélaginu, og brátt tóku landar hans einnig þátt í árásunum. Þetta leiddi til rannsóknar, sem lauk með þeim úr- skurði, að félagið væri hætt störfum og Viðeyjarprentsmiðja væri opinber eign, sem skyldi háð eftirliti stjórnarinnar. Hún var þó leigð Magnúsi Stephensen, og rak hann hana til dauðadags 1833. Vegna alls þessa voru síðustu ár hans beiskju blandin. Hann var án efa oft hlutdrægur og ráðrík- ur og æsti menn upp gegn sér og málsstað sínum. Hann hafði lagt alla sína elju og miklu þekkingu í þjónustu ættjarðar sinnar, en fannst það einatt vera lítils metið. Áhrif hans voru aðeins til bráðabirgða, og það var sjálfs hans sök. Hann vildi veita nýjum straumum inn í líf þjóðarinnar, en hann gerði sér ekki ljóst, að það gat því aðeins borið árangur, að þeir væru í samræmi við menningu hennar og erfðir. Þetta skildist Magnúsi ekki frem- ur en mörgum öðrum 18. aldar mönnum. Störf hans sköpuðu því engan varanlegan grundvöll, er andlegt líf þjóðarinnar gæti þróazt á í framtíð- inni. Samt sem áður mun hans jafnan verða minnzt, sem eins af mikil- mennum landsins. Þó hann byggði ekki upp, þá ruddi hann að minnsta kosti brautina og opnaði ný útsýni. Á fundi Hafnardeildar Bókmenntafélagsins 3. apríl 1827 var ákveðið að breyta nafni Sagnablaðainna í S\írni og brotinu í áttblöðung. Þannig hófst það tímarit, er enn kemur út og er nú elzta tímarit á Norðurlöndum. Frá upphafi til 1904 var tilhögun þess alltaf hin sama. Það flutti árlega skýrslu um útlenda viðburði auk ýmisslegs annars. í fyrsta árgangi var skrá um danskar bækur frá árinu á undan, og varð slík skrá síðan fastur liður í ritinu, og síðan (1866) var einnig tekið að geta helztu bóka á norsku og sænsku. Enga ritdóma eða umsagnir, varðandi bækumar, flutti Skírnir nema í einum árgangi (1830). Frá 1867 var svo farið að birta skrá yfir ís- lenzkar bækur ársins, sem kom sér mjög vel, því upplýsingar um slíkt var hvergi annars staðar að fá. Seinna flutti Skírnir ennfremur skrár um útlend- ar bækur, er við komu íslandi og norrænum fræðum, en engin gagnrýni fylgdi þeim heldur. Hafnardeildin lagði til 1839, að íslenzkar bækur skyldu ritdæmdar, en Reykjavíkurdeildin vildi ekki fallast á það. Þá flutti Skírnir frá upphafi skýrslur um fundi félagsins og fjárhag, auk félagaskrár. Um skeið var þetta gefið út sérstaklega undir nafninu Skýrslur og reiTjningar. Finnur Magnússon skrifaði fyrsta árganginn, en síðan ýmsir. Ritstjórinn var vanalega kosinn á aðalfundi félagsins og oft skipt um. Þess vegna eru einstakir árgangar, eins og að líkum lætur, oft ólíkir að efnismeðferð og rit- hætti, eftir skoðunum og hæfileikum höfundanna. En yfirleitt var félagið heppið með val á þeim, og ritið varð mjög vinsælt á íslandi, og þar biðu menn með óþreyju eftir að fá það með vorskipunum. Utlendu fréttirnar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.