Helgafell - 01.10.1946, Qupperneq 44

Helgafell - 01.10.1946, Qupperneq 44
226 HELGAFELL höfðu skólarnir ekki gefið nein rit út, en 8. september 1827 skip- uðu stjórnarvöldin svo fyrir, að skólinn skyldi heiðra konung með því að gefa út rit á afmæli hans; það átti að vekja föðurlandsást íslendinga sem danskra borgara og glæða ástundun kennaranna. Þar með var tekinn upp siður, sem lengi hafði tíðkazt í Danmörku, og upp frá þessu og fram til 1895 kom næstum því árlega út slíkt rit frá skólanum. Með tilskipun 14. sept. 1839 var ákveðið, að ritinu skyldi fylgja ársskýrsla skólans, og bréf frá 5. des. 1840 m.ælti svo fyrir, að ritið skyldi koma út sem boðsrit til að vera við árspróf skólans, er fór fram í maílok. Þegar skólinn var fluttur til Reykjavíkur, var próftíminn færður til júníloka og nokkru seinna var skipað svo fyrir, að boðsritið skyldi koma út bæði á íslenzku og dönsku. Þessu var þó ekki framfylgt með boðsritið sjálft, en skýrslan var prentuð á báðum málum 1847 til 1873, er dönsku þýðingunni var sleppt eftir tilmælum Jóns Þorkelssonar. Boðsritin komu út undir nafninu S\6la- hátíS, árin 1828—1840, eða þá með latínskum titli, Solemnia academica, ef þau voru á því máli. Næstu árin voru þau kölluð BoSsrit, en eftir 1851 hét hvert sínu nafni eftir efninu. Ritum þessum var venjulega útbýtt ókeypis, en virðast þó stundum hafa verið boðin til sölu. Þegar tímar liðu var skýrslan prentuð á sumrin og útbýtt við skólasetningu í október. Loks hætti Alþingi að veita styrk til að gefa út boðsritið 1895, en lét upphæðina ganga til dr. Jóns Þorkelssonar sem eftirlaun, og eftir dauða hans var fjárveitingin felld niður. Er sú ráðstöfun þinginu til lítils sóma. Frá upphafi voru boðsbréfin jafnan samin af kennurunum og voru frá- bærlega vel úr garði gerð. En enda þótt rit slíkra ágætismanna sem Jóns Þorkelssonar og Björns Gunnlaugssonar séu mjög merkileg, þá eru þó verk Sveinbjarnar Egilssonar mikilvægust. Er hér einkum að nefna þýðinguna af ÓdysseifsliviSu í óbundnu máli, sem byrjaði að koma út 1829 og var lokið við 1840. Hún skapaði nýtt tímabil í sögu málsins, svo að með henni er hægt að tala um endurfæðingu íslenzkra bókmennta. Aldrei á síðari tímum hafði svo fögur íslenzka sézt á prenti, og af þessu fengu menn ennfremur ráðið, að nýir straumar voru uppi í skólanum. íslenzka var ekki náms- grein við skólann, en hún var kennd óbeinlínis, og vissulega með miklum árangri eins og sumir af lærisveinum hans síðar sýndu. Þessa óbeinu að- ferð notaði dr. Sveinbjörn sérstaklega. Hann lagði kapp á að láta nemendur þýða gullaldarrit á góða og hreina íslenzku, og gefur þýðing hans af Hómer nokkra bendingu um, til hvers hann hefur ætlazt af nemendum sínum. Seinna gaf hann út góða útgáfu af Snorra-Eddu með ritgerðunum. I skóla- stjórnartíð Bjarna Jónssonar hnignaði þessu öllu, því hann hirti lítið um boðsritin eða lærdóm yfirleitt, þó að hann væri raunar duglegur stjórn- ari. Hins vegar bar það, sem kom út í stjórnartíð Jóns Þorkelssonar, vott um lærdóm hans og elju. Árið 1828 sendu tveir stúdentar í Kaupmannahöfn, Baldvin Einarsson og Þorgeir GuSmundsson út sýnishorn af tímariti, er þeir ætluðu að gefa út undir nafninu Ármann á Alþingi. Fyrsta bindið kom út 1829, en alls
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.