Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 46
228
HELGAFELL
Flóanum. heldur skuggalegur og ekki mjög greindur, vel efnaður, féspar og ið-
inn, en honum er illa við allar nýjungar og vill halda öllu í hinu gamla
horfi. Onundur er meðalmaður á vöxt, ljós og grannur, spjátrungur, fljót-
greindur, en yfirborðsmaður. Hann er þorpsbúi af Seltjarnarnesi og hefur
drukkið í sig skoðanir, sem hann heldur að séu ríkjandi í höfuðstaðnum.
Fyrirlítur allt, sem er íslenzkt, en stælir það, sem útlent er. Hann notar
óspart erlend orð og oftast afbökuð. Þessar persónulýsingar ollu tímaritinu
nokkrum óvinsældum og andstöðu, því margir urðu til þess að trúa því, að
þeim væri beinlínis stefnt gegn þeim héruðum, sem hinir tveir síðasttöldu
voru frá, en þessu neitaði Baldvin afdráttarlaust og kvað hér vera aðeins
að ræða um lýsingar á ólíkum gerðum manna, sem mætti finna hvarsem væri.
í samtölunum í Sýnishorni var skýrð stefna ritsins. Hún var sú fyrst og fremst
að koma þjóðinni til skilnings um það, að menntunin væri sérstaklega mikil-
væg fyrir hana. Það væri höfuðnauðsyn að annast vel uppeldi barnanna,
sjá þeim fyrir góðri menntun og þekkingu á því, er þau vildu taka sér fyrir
hendur, og kenna þeim að meta gildi nýjunga, sem nytsamar væru. Auk
þessa leggja útgefendurnir áherzlu á ýmsar endurbætur og breytingar. Það
var eiginlega ekkert nýtt í sjálfri stefnuskránni. Magnús Stephensen hafði
lagt áherzlu á það sama, en hér var farið að á annan hátt. Hér áttu fram-
farirnar að byggjast á þjóðlegum grundvelli, sem Magnúsi og samherjum
hans hafði svo oft gleymzt. Það er nægilegt að bera saman persónurnar
í Vinagleði og í Ármanni. Hjá Baldvin eru það alíslenzkir menn, vaxnir
upp úr íslenzkum jarðvegi, en hjá Magnúsi voru það innfluttar persónur
með útlendum nöfnum. Bændurnir hittast á sögulegasta stað landsins
en samtal hinna fór fram innan fjögurra veggja í húsi Fílódemusar. í Ár-
manni á Alþingi kemur fyrst fram endurvakning þjóðlegs anda, sameinuð
óskinni um aukna þekkingu og hagnýta reynslu. Baldvin Einarsson, sem
var óvenjulega gáfaður og duglegur maður, skrifaði langmest í ritið, en Þor-
geir annaðist einkum um fjárhaginn. Eftir að fyrsta bindið kom út, fengu þeir
nokkurn styrk frá stjóminni, en með hinu skyndilega fráfalli Baldvins 1833
var Ármann úr sögunni. Þorgeir vildi vissulega halda ritinu áfram, en hefur
bersýnilega ekki fengið því áorkað.
Þá flutti Ármann einnig ýmsar aðrar ritgerðir og fáein kvæði, þar á
meðal Búna&arbáUi Eggerts Olafssonar og nokkur eftir Finn Magnússon o. fl.
Efnið í þessum kvæðum er jafnan hið sama, að vegsama landið og hin
ýmsu störf þjóðarinnar. í öðru bindi er löng ritgerð um samanburð á íslend-
ingum til forna og íslendingum samtímans, og er fremur hallað á þá síðari.
Ritgerðirnar fjalla annars mest um ýmsar greinar í atvinnuháttum og búskap
landsmanna. Utgefendur kostuðu kapps um að vanda mál og rithátt, og
skopuðust að málleysum þeim, er víða tíðkuðust.
Alveg sérstæð er ritgerð Baldvins Einarsonar í síðasta bindinu um ráð-
gjafarþingin, sem sett voru á fót í Danmörku 183!. Þau voru tvö, annað fyrir
Jótland, en hitt fyrir eyjarnar, og skyldu íslendingar senda þangað tvo full-