Helgafell - 01.10.1946, Qupperneq 49
ALÞINGISUMRÆÐUR UM AÐBÚÐ LISTAMANNA
231
Einar síðar Agli Skallagrímssyni, var
gulli sleginn og ..skrifaSur fornsög-
um“ (þ. e. myndskreyttur). í spöng-
unum einum var hálf önnur mörk
gulls, og er þaS taliS hafa jafngilt
25 kýrverSum. BlómaskeiS drótt-
kvæSanna var á 10. og 11. öld.
Fremsta hirSskáld 12. aldar, Einar
prestur Skúlason, kenndi þess glögg-
lega, aS list sú, er hann þjónaSi, naut
minni virSingar en áSur. Nú voru
komnir til sögunnar nýir og örSugir
keppinautar um hylli konunga; hljóS-
færamenn, leikarar og trúSar voru
teknir aS hafa í frammi listir sínar og
loddarabrögS viS hirSirnar og gátu
sér þar góSan orSstír. Eitt sinn, er
Einar prestur brá sér til Danmerkur
og flutti Sveini konungi svíSanda
kvæSi, gerSist sá atburSur, aS skáld-
ið hlaut engin laun fyrir og varS aS
hverfa á brott meS tvær hendur tóm-
ar. Vissi þó skáldiS, aS ekki var nízku
konungs um að kenna, heldur spilltum
smekk og tíðaranda á villigötum:
Danskr harri metr dýrra
(dugir miðlung þat) fiðlur
(ræðr fyr ræsis auði
Rípa-Úlfr) ok pípur.
Þótt hirðskáldunum væri allvel tek-
ið í Noregi allt fram á 13. öld, sáust
þess þá ýmis merki, að blómatímar
dróttkvæðanna væru senn taldir. ViS-
horfiS gagnvart skáldunum var breytt,
og veraldlegt gengi þeirra þvarr stór-
um. Eftir að sleppir Snorra Sturlu-
syni og frændum hans, Sturlu Þórð-
arsyni og Olafi hvítaskáldi, tókst fá-
um íslenzkum ljóðasmiSum að ryðja
sér braut til viðurkenningar og frægð-
ar. Reyndar þótti ávallt nokkur heiður
að yrkja vel, en þeir dagar voru hjá
liðnir, að hin goðborna íþrótt væri
vænleg til fjár og frama á veraldar-
vísu.
Þess finnast dæmi á lýSveldistím-
unum, að íslenzkir höfðingjar gáfu
skáldum gjafir og guldu jafnvel stund-
um kvæðalaun fyrir umsamin verk.
í Laxdælu segir frá því, að Úlfi Ugga-
syni hafi verið goldið rausnarlega
fyrir Húsdrápu, er hann orti um Ölaf
pá í Hjarðarholti og bæjarsmíð hans.
HeiSnir menn keyptu skáld til að
yrkja níð um Þorvald KoSránsson og
FriSrik biskup, er þeir hófu kristni-
boð á íslandi. Tvær einkennilegar og
sérstæðar sagnir, er báðar eru skráðar
í Heimskringlu, benda ótvírætt til
þess, að íslendingar á söguöld hafi
framar öðrum þjóðum, bæði fyrr og
síðar, metið skáldskap mikilvægan
félagsheildinni og launað hann sam-
kvæmt því af almannafé.
AnnaS dæmið er sú frásögu Heims-
kringlu, aS ,,það var í lögum haft á
íslandi að yrkja skyldi um Dana-
konung níðvísu fyrir nef hvert, er á
var landinu, en sú var sök til, at
skip það, er íslenzkir menn áttu, braut
í Danmörk, en Danir tóku upp fé allt
og kölluðu vogrek'*. Hermir sagan, aS
,,þá ætlaði Danakonungr (Haraldur
Gormsson) að sigla liði .... til ís-
lands og hefna níðs þess, er allir ís-
lendingar höfðu hann níddan *. Ber
vafalaust að skilja þetta á þá lund, í
samræmi við fyrri tilvitnunina, að níð-
ið hafi verið kveðið um konung fyrir
hönd allra íslendinga, en verkið hafi
annazt einstök skáld, aS almennri
tilhlutun, og þá að sjálfsögðu þegið
laun fyrir.
Enn ótvíræðari sönnun um íslenzk
skáldalaun af almannafé á söguöld-
inni felst í frásögn Heimskringlu af
viðskiptum íslendinga og Norðmanns-