Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 64

Helgafell - 01.10.1946, Blaðsíða 64
246 HELGAFELL til fyrirstöðu, að þeir gaetu aflað sér tekna með kennslu. Hins vegar væru íbúar Danmerkur 1 milljón, en íslands ekki nema 50 þúsund. Ættu íslend- ingar eftir þeim hlutföllum að eiga forgangsrétt að 5 Garð-vistum, en þó væru þá 13 íslendingar á Garði, og að sögn, von á 8 nýjum stúdentum í viðbót. ,,Það er því nú mál til komið,“ sagði Garð-prófastur, ,,að sjá fyrir því, að ívilnun, sem veitt er til einnar handar, verði ekki ó- jöfnuður til hinnar.“ Þess verður að geta, sem gert er, að danska stjórnin, sem á öðrum svið- um var ekki tiltakanlega glöggskyggn á hagsmuni íslendinga, varði alltaf þennan rétt þeirra með miklum krafti, svo að aldrei tókst að skerða hann, hvorki fyrr né síðar, unz hann hvarf úr sögunni með sambandslögunum. En stjórnin gerði meira en að verja réttinn, hún sá íslenzkum stúdentum fyrir auknum forréttindum. Garð-búar voru flokkaðir í þrjá flokka eftir aldri þeirra á Garði, og hlaut neðsti flokkur minnstan styrk, en efsti flokkur mest- an. Þetta þótti stjórninni of lítið handa íslenzkum stúdentum, og skipaði hún því svo fyrir, að allir íslenzkir stúd- entar í neðsta flokki skyldu njóta tvö- falds styrks við Dani í sama flokki, og fylgdi þar með, að íslendingar, sem stúdentspróf tækju í Danmörku, skyldu njóta sömu hlunninda og þeir, er próf hefðu af íslandi. Af hálfu Garðstjórnar hafði einatt ýmsu verið borið við, þegar lagt var til að draga úr réttindum íslendinga, meðal annars því, að sumir þeirra væru svo efnum búnir, að þeir þyrftu ekki styrks með, og var þar sérstak- lega tilgreindur sonur Magnúsar kon- ferensráðs Stephensens. En þó að það væri ómótmælanlegt, að maður með jafn ríkt foreldri væri ekki styrks þurfi, vildi stjórnin ekki að heldur skerða rétt íslendinga með því að einskorða styrk þeirra við þörfina. Árið 1848 gerði Petersen Garð-próf- astur eina atrennu enn til þess að draga úr rétti íslendinga til styrks. Hann fór þá fram á það, að farið væri eftir efnahag, er íslendingum væri veittur Garð-styrkur, og að þeir íslendingar, er lykju stúdentsprófi í Danmörku, nytu engra forréttinda umfram Dani. Ennfremur var það tillaga hans og Garð-stjórnarinnar, að íslendingum væri gert að skyldu að endurgreiða Garð-styrkinn, ef þeir, að loknu prófi, sneru ekki heim til íslands og tækju embætti þar. Frá þeirri tillögu var þó aftur fallið fyrir þá sök, að Garð-stjórnin óttaðist, að íslendigar mundu þá sækja um Garð- styrk í samkeppni við Dani og hafa betur. Þetta bendir ekki til þess, að íslendingar hafi þótt Dönum neitt síðri, þótt höfundur ritsins og ýmsir aðrir 'hafi haldið því fram. En stjórn- in vildi ekki heldur að þessu sinni fallast á, að gengið væri á rétt ís- lenzkra stúdenta. Árið 1884 varð Ussing málfræði- prófessor, hálfgerður trédrumbur, Garð-prófastur. Hann reyndi líka að fá dregið úr réttindum íslendinga. Hann lagði til, að ekki fengi nema 4 stúdentar frá lærða skólanum í Reykjavík inntöku á Garð og Garð- styrk á ári hverju. Skyldu þeir hafa fyrstu einkunn, og ætti rektor Reykja- víkurskóla að velja þá. Nú verður ekki sagt, að það væri ósanngjarnara að mæla íslendinga á prófmælikvarða heldur en Dani, meðan trúað var á þá stiku, en stjórnin vildi þó ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.