Helgafell - 01.10.1946, Side 66
248
HELGAFELL
ingar, sem varð á Garð-styrknum, að
því er til íslands kom, með sambands-
lögunum 1918.
,,Þó að íslendingar mættu mikilli
velvild af hálfu stjórnarinnar,“ segir
Fabricius Garð-prófastur, ,,er ekki
hægt að segja, að þeir hafi orðið
neitt sérstaklega hagvanir á Garði.
Að nokkru leyti mátti kenna ómann-
blendni íslendinga um það, en þó
ekki síður einstaklingseðli þeirra.
EJcki má samt gleyma því, að miðað
við hinn mikla fjölda íslendinga á
Garði, eru sárafá óánægjuatriði, er
oss verða kunn. Venjulegast hefur
andstæðunum milli hinna tveggja
þjóðerna verið þjappað niður undir
þröskuld meðvitundarinnar.“ (Svona
eru óbreyt orð hins danska prófessors
og ærið háfleyg, en ekki að sama
skapi glögg, þó allt skiljist. ,,En
umgengni átti sér ekki stað með þjóð-
unum, og það, að íslendingar voru
landfræðilega takmarkaðir, höfðu
aðalsetur á 6. gangi, stuðlaði að því,
að þeir urðu ríki í ríkinu.“
,,í raun réttri voru kjör þau, sem
íslenzkir stúdentar áttu við að búa í
hinni útlendu borg, þar sem þeir oft
skildu ekki málið nema svona og
svona, svo ömurleg, að menn verða
nánast að furða sier á því, að ekki
vildu til fleiri slys. Oðru hverju segir
frá manni, sem fer illa, er úti um
nætur og kemur heim drukkinn með
morgunsárinu. Það fer þá oftast á
þá lund, að hann er, með tilstyrk
frænda og vina, sendur heim með
einhverju skipanna, ef hann þá ekki
gengur á land aftur í Helsingjaeyri
með ferðapeningana í vasanum og
byrjar á nýjan leik. En jafnvel meðal
þsirra, sem ekki fer svona illa fyrir,
eru dæmi þeirrar leti, að það leiðir
til non contemnendus (III. eink. við
embættispróf) eða slíks sóðaskapar,
að þeir geta ekki einu sinni fengið
neinn landa sinna til að búa með sér.“
(Menn urðu á Garði að sjá sér fyrir
sambýlismönnum sjálfir, en annars
mun hér sveigt að einu einstöku fyr-
irbæri. G. J.).
..Upp úr þessum sora teygja sig
örlög einstaklinga, sem farið er á
göfugri veg. 1836 höfðu næturverðir
gripið íslenzkan Garð-búa að nafni
Stephensen, af því að hann, í orða-
sennu, hafði barið á manni á Kristj-
ánshöfn (hluti Hafnar, er liggur á
eyjunni Amakur. G. J.). Hann rak
þá fætur fyrir næturvörðinn og flýði,
en náðist aftur og var færður á lög-
reglustöðina. Eftir að tekin hafði ver-
ið skýrsla um málið, lét lögreglustjóri
lögregluþjón fylgja honum heim á
Garð. Á leiðinni spurði stúdentinn
lögregluþjóninn, hvort hann hefði
þekkt Einarsson, og gat þess, að eftir
það, sem nú hefði gerzt, gæti hann
haft ástæðu til að gera sama og hann
gerði. Lögregluþjónninn var nú svo
ógætinn að fylgja ekki Stephensen
alla leið upp á herbergi hans; hann
lét sér nægja að biðja konu dyra-
varðar að annast hann, en um nótt-
ina hvarf hann af Garði. Næsta morg-
un fundu menn lík hans í álnum milli
konunglega leikhússins og Gamla
Hólms (þar sem nú stendur þjóð-
bankinn og fleiri hús. G.J.), nákvæm-
lega þar sem lík Einarssons fannst
fyrir nokkrum árum.“ ,,Þetta er það,
sem satt er í málinu,“ segir Petersen,
Garð-prófastur, sem þá var, ,,og skal
þar við bætt: 1) að bréf þau, sem ný-
verið komu hingað frá íslandi, fluttu
ekki neitt það, er skaðsamlegt gæti
verið geðsmunum hans, 2) að þeim